miðvikudagur, maí 14, 2008 Æm kommíng hóm!!! Já nú er dvöl minni hér í Kanada lokið. Ég sit út á flugvelli og bíð eftir að fara um borð í vél til London. Slapp svona líka leikandi létt í gegnum tékk innið með allan farangurinn minn án þess að borga. Held báðar töskurnar hafi verið yfir 23kg en gamla trikkið að láta afturendann á töskunni liggja á járninu virkaði og vigtuðu þær báðar bara um 20 kg :o) Önnur taskan léttist um 3kg við það eitt að láta hjólin upp á járnið. Ég er engan vegin búin að fatta að þetta sé búið. Það er svo stutt síðan ég kom, og enn styttra síðan jólin voru og ég átti enn heila önn eftir. Og tala nú ekki um hvað það er stutt síðan ég var í prófum og ég átti meir en mánuð eftir í Kanada. Hvert fór allur þessi tími sem ég átti eftir?? Hef ég legið í roti eða hvað?? Í London mun ég eyða e-m 2 tímum áður en ég fer upp í aðra vél til Köben. Áætlaður komutími til Köben er á fimmtudag klukkan 16.55 að staðartíma, allir velkomnir á völlinn að taka á móti mér :o) Á laugardaginn er merkisdagur og að því tilefni hef ég hóað saman nokkra vini sem ætla að hafa ofan af fyrir mér og kannski fá sér eins og einn, tvo öl með mér. Ég verð svo á tjillinu í Köben fram á þriðjudag og lendi svo á Íslandi um 22 leitið, og aftur eru allir velkomnir á völlinn að taka á móti mér! Stefni á að vera í borginni fram á helgi og reyna að finna e-ð sniðugt út úr þessu blessaða námi sem ég er í. Eitt af mörgum hugmyndum núna er að taka mannfræðina í fjarnámi og vera annaðhvort á Ísafirði eða Akureyri í vetur. En það fer allt eftir hvernig kúrsarnir raðast niður og hversu mikið ég á eftir að taka. Eitt er allavega víst, að mig langar engan vegin að vera í Rvk næsta vetur og ég held bara að fjárhagurinn einfaldlega leyfi það ekki. En við sjáum til hvað kemur út úr heimsókn minni til námsráðgjafans. Kannski ég fari bara að læra eitthvað allt annað. Jæja nú fer bráðum að vera kominn tími til að fara út í vél. Over and out frá Kanada! Jæks var að komast að því að ég er ekki með neitt sæti!!! Stendur bara ET og þær eru að reyna redda því! Best að athuga þetta eitthvað betur! sagði Birna at 23:35 | {xoxo} sunnudagur, apríl 13, 2008
Ég er nú nokkuð viss um að allir séu búnir að gefast upp á þessu bloggi, en ég ætla samt að henda hér inn e-u bulli. En ég verð að deila með ykkur reynslu minni af Amerísku ER, sem er sko ekki alveg eins og í Bráðavaktinni sem er í sjónvarpinu. Ekki jafn sætir læknar, ekki jafn mikill hasar og miklu lengir bið!!! En ég allavega fór með brotna puttann minn á ER daginn eftir að ég hafði eitt hálfum deginum á UBC hospital til að fá úr skorið hvort hann væri brotinn eða ekki. Jú hann var brotinn og ég send á ER daginn eftir til að hitta hand specialist, a plastic surgeon(lýtalækni!!). Á ER var mér sagt að fá mér sæti og bíða, þarna sat ég og horfði á alla sem komu inn með sjúkrabílunum vera ýtt mis hratt inn á réttar deildir. Svo kom þarna fólk sem sagðist hafa fengið símhringingu um að komið hefði verið með faðir þeirra hingað með sjúkrabíl. Þeim er sagt að bíða meðan ritarinn sæki lækni. Hann kemur og tilkynnir þeim, þarna frammi á gangi, við hliðina á mér, að pabbi þeirra sé að fá hjartaáfall. Litla ég var held ég í meira sjokki yfir því að heyra þetta allt saman heldur en þau. Nema svo tekur ritarinn gögnin mín og segir mér að fara inn ganginn og setjast þar á biðstofuna. Þar sit ég í ca 1 og hálfan tíma. Meðal fólks sem kom þarna inn og beið var strákur sem þurfti náttúrlega að setjast við hliðina á mér, alblóðugur á hausnum, með blóðtauma niður andlitið. Hann varð bara að gjöra svo vel og setjast þarna og bíða líkt og aðrir. Aftur, litla ég þoli ekki að sjá blóð og varð ansi bumbult við að hafa þennan blóðuga mann við hliðina á mér. Loksins hélt ég að komið væri að mér þegar kona kallar í mig og segir mér að koma inn. Nei þá átti ég bara að fara inn og setjast í annan stól og bíða. Þetta var enn verr en hin biðin. Þarna var ég í heildina í ca. 4 tíma. Þegar ég kom inn var verið að þrífa opið 3.stigs brunasár á fæti einnar konu. Frekar ógeðslegt og konan sem leiddi mig inn segir: fáðu þér sæti hér! Alveg við hliðina á þessari brunasárskonu. Svo ég sný mér í hina áttina og horfi frekar á gamla mannin sem situr við hliðina á mér og er með ígerð í munni og er alveg hræðilega andfúll. En nei, þá kemur hjúkkan og fer að setja upp legg hjá honum. Ohhh... Þarna var maginn kominn með nóg, blóð, opið flesh/kjöt og nú sprautur! Svo ég stari bara á tjaldið sem er dregið fyrir rúmið sem er beint fyrir framan mig, já ekki nema svona einn og hálfur meter í rúm þar sem e-r liggur, og svo álíka stutt í annað rúm hinumegin við það. Það eru reyndar tjöld dregin í kringum rúmin svo gaurarnir þar fá smá pærasí. En ég held bara að þeir hefðu lítið fundið fyrir því þó þeir væru út á miðri umferðareyju. Sá sem var í fjær rúminu kom allt í einu labbandi fram úr, í sjúkrahússlopp einum fata, sem var opinn í bakið rölti hann þarna um áður en hann fór á tojarann og þaðan heyrðust sko sprengjuhljóð! Ekki næs. Ég komst að því að í báðum rúmum voru útigangsmenn. ÞEssi sem ég sá þarna stripplast um var allur út í sárum, sennilega e-ð mikið veikur og var að lokum færður e-t annað. Hinn gaurinn svaf og stundi í dágóðan tíma áður en hann stóð upp, klæddi sig og fór án þess að láta kóng né prest vita. Svo það virðist sem útigangsmenn geti bara labbað inn og út af ER eins of ekkert sé! Loksins kom læknir og talaði við mig, þau voru búin að vera skoða myndirnar mínar frá deginum áður og sögðust ætla að prufa setja hann í spelku til að ná brotinu saman, ég ætti svo að koma aftur eftir viku til að sjá hvernig það hefði gengið. En það þyrfti fyrst að rétta puttann við til að setja hann í spelkuna, ok ég verð bara að bíta á jaxlinn hugsaði ég og stóð upp til að fara e-t með lækninum. En nei, hún ætlaði bara að gera þetta þarna, frammi á gangi frammi fyrir öllum sem þarna voru. Og vá hvað þetta var vont, fékk tár í augun!! Hún bara tók puttann og rétti hann og þrýsti honum svo niður í spelkuna. Díí hvað mig langaði að öskra, en ég hélt kúlinu og barðist við að halda aftur tárunum :o) Og þá er sjúkrahússagan öll! Eyddi um 3 og hálfum tíma á UBC hospital á mánudag og sv rúmum 5 tímum á ER á Vancouver General Hospital á þriðjudag. Þvílíkt stuð. Get þó huggað mig við að ég á pantaðann tíma hjá e-m á næsta þriðjudag til að láta skoða puttann svo það tekur vonandi ekki mjög langan tíma. Bara tékka á honum og setja hann í gifs. En jæja í gær var 20 stiga hiti og sól og nú stefnir í annan eins dag, klukkan ekki orðin 12 á hádegi og hitinn kominn í 13 gráður. Svo best að drífa sig út, ætla niðrá strönd með vinkonum mínum. En bara svona til að hafa það á hreinu þá gæti ég líka farið á bretti í dag. Á sama degi er ss hægt að velja á milli þess að leika sér á ströndinni eða að leika sér í snjónum. Snjór í fjöllum hiti í bænum :o) Geggjað alveg hreint!! Enn og aftur random myndir sem ég set inn. sagði Birna at 18:07 | {xoxo} föstudagur, mars 28, 2008 Jebbs ég lofaði nýrri færslu áður en langt um liði, og nú ætla ég að stand við það. Þetta verður reyndar bara svona smá myndablogg með myndum héðan og þaðan. Hef ekkert merkilegt að skrifa um. Bara 2 vikur eftir af skólanum (gúlpp!!) sem þýðir að tími lokaritgerða og prófa er að ganga í garð. Ég ætla nú samt að skella mér upp til Whistler á eftir og ekki koma heim fyrr en á sunnudaginn. Ég kom degi fyrr heim frá Vancouver Island en ég hafði planað, en þegar ég fór á netið á laugardagskvöldið og sá hvað það hafði snjóað mikið í Whistler þá barasta varð ég að drífa mig heim og ná einum góðum púðurdegi í viðbót. Sérstaklega þar sem það hafði ekki snjóað í rúman mánuð. Og það var sko vel þess virði að ná mánudeginum í fjallinu, einn besti dagur vetrarins með endalausu púðri!! Síðan hefur nánast ekki hætt að snjóa upp í fjalli svo það er vonandi að þessi helgi verði jafn góð. Jæja var verið að hringja, erum að leggja í hann. Hendi inn tveim myndum og svo meir eftir helgi. Tekið af ferjunni yfir á Vancouver Island, hér sést Vancouver í fjarska, Lionsgate bridge sem fer yfir til North Vancouver og er leiðin upp til Whistler er lengst til vinstri. Svo kemur skaginn sem UBC er á til hægri. Ss landið sem er aðeins hærra og er lengst til hægri er UBC campus þar sem ég bý. Ég alveg úber ánægð með páskaeggið frá ma og pa!!
Takk takk þið eruð best :o) Reddaði alveg páskunum, geggjaður dagur í fjallinu, fréttir af Mugison í Vancouver og svo ekta íslenskt páskaegg sem beið mín þegar ég kom heim. Frekar fyndin mynd, eggið virðist stærra en hausinn á mér! Nanae pikk föst í geggjuðu púðri :o) Ég að sjálfsögðu grenjandi úr hlátri að taka myndir í stað þess að reyna að hjálpa!! sagði Birna at 22:15 | {xoxo} fimmtudagur, mars 20, 2008 Já ég veit komnir 2 mánuðir frá bloggi, held barasta að það sé slakasti árangurinn til þessa á ca 4 eða 5 ára sögu þessa bloggs! Váá hvað það er langt síðan ég fór að blogga!! Verð að skoða þetta betur. En já þar sem ég er gjörsamlega heiladauð og ansi bitur akkurat núna út í allt og alla, eða meira kannski bara að drepast úr öfundsýki!! Mig langar bara að vera heima!!!! Skil ekki hvað ég er alltaf að þvælast út um allt í stað þess að vera heima hjá mér og njóta elskulega Ísafjarðar. Ok það er reyndar bara skíðavikan, aldrei fór ég suður, allur snjórinn, landsmótið, páskafrí!!, páskaegg (stendur til bóta, bíð spennt eftir sendingu frá ma og pa, takk takk!! þau eru best), allt fólkið, já og bara vor á Íslandi sem ég sakna. Svo er líka ansi fúlt að vera hér í útlöndunum akkurat núna og reyna lifa á íslenskum námslánum þegar krónan er í e-u þvílíku tremmakasti. Áður voru það um 1100 dollarar sem ég fékk til að reyna að lifa af mánuðinn, gekk reyndar ansi oft erfiðlega enda nánast ekki fræðilegur að lifa á þessum blessuðu námslánum einum saman! En eins og staðan er í dag þá eru þetta skitnir 930 dollarar, 170 dollurum minna, sem eru heilar 13.090 krónur!!! Sem fara bara út í veður og vind, ekki alveg það sem bankareikningurinn þurfti, en ég vona bara að Glitnir haldi áfram að vera góður við mig. Og til að toppa þetta allt er ég að bögglast við að skrifa e-a bévítans ritgerð sem mér gengur ekkert að koma mér inn í og mexíkóski meðleigjandinn minn er með vini sína í heimsókn í næsta herbergi og þau tala svo hátt að mig langar að berja í vegginn. Ok reyndar fara vinir hennar bara í taugarnar á okkur hinum, en Karen(meðleigjandinn) er fín, svo þau eru kannski ekkert svo hávær, pirra mig bara yfir höfuð :o) Vó ég ætlaði ss bara að segja ykkur að þar sem ég væri heiladauð og frekar pirruð ætlaði ég ekki að blogga mikið bara henda inn myndum, og fara að reyna vera duglegri við það, ss henda inn myndum þó svo ég nenni ekki að blogga. En það bara opnuðust allar flóðgáttir og ég fékk útrás :o) geggjað, er ekki frá því að ég sé aðeins hamingjusamari og hlakki bara til að fara til Vancouver Island með Lindsey(öðrum meðleigjanda) og eyða páskunum með fjölskyldu hennar og vinum. Þar á meðal finnskri ömmu hennar sem er eineggja tvíburi og eru þær víst þvílíkir snillingar, hlakka mikið til að hitta kellur. Þar sem ég verð ekki í netsambandi, eða allavega minna en hér, þá kannski bara tekst mér að gleyma öllu sem er í gangi heima, peningamálum og öllum biturleika. Og hver veit kannski það verði "töfrabragð" (ohhh man enganvegin orðið sem ég ætlaði að nota, ss eins og jesú og þegar e-ð svona óvænt en mjög ósennilegt verður að veruleika. Bahhh ég sagði ykkur að ég væri heiladauð!!) og krónan fari í betra skap og ég "eigi", eða kannski betra að segja hafi til umráða, alveg hellings pening þegar ég kem heim á mánudaginn :o) Alltaf gott að vera bjartsýn. Ég sem er þvílíkt búin að bíða eftir enduðum mars þegar allt fer á útsölur, er meira að segja búin að finna geggjaða úlpu og skíði á skít og kanil, eða var allavega á skít og kanil! Geggjuð bleik Burton dúnúlpa sem á að kosta 500 dollara en er á útsölu á 100, sem ég nærri keypti á sunnudag en ákvað af e-m ástæðum að bíða, sé mikið eftir því núna þar sem hún hefði kostað mig 6600 á sunnudaginn, en nú mundi hún kosta mig 7700. Ohh verið að taka mann í garnirnar, en nú er nóg komið af rausi um peninga, ég þoli ekki fólk sem röflar um peninga :o) hehe! Hér koma myndirnar sem ég ætlaði að henda inn, algjörlega random myndir, héðan og þaðan. Fórum og fylgdumst með skrúðgöngu í tilefni þess að nýtt kínverskt ár var gengið í garð, e-n tíma í febrúar. Þar fór þessi gaur fremstur í flokki! Frekar spúkí gaur. Myndin er pínu óskýr, en það rigndi dáldið og myndavélin átti í e-m erfiðleikum. Held það hafi bara verið one of these days!! E-r stelpa að lesa blað niðrá strönd, glittir í eitt af þrem local skíðasvæðunum í Vancouver hinumegin við flóann. Veit ekki afhverju þetta kemur í bláu og undirstrikað, get ekki breytt því.
Sólin að setjast bak við "the peninsula" sem UBC campus er á. Já ég ss bý þarna hinumegin :o) Myndin tekin frá Stanley Park sem er geggjaður garður með risa trjám nánast í miðborg Vancouver. Tekið í September í fyrra, fórum að skoða Lyn valley og hengibrúna þar, það að krossa hana er eitt það heimskulegasta sem ég hef gert!! Fáránlega há, full af heimsku fólki sem stoppar á miðri brú og hún vaggar til og frá. Til allrar hamingju villtumst við, lentum á þessum geggjaða stað og fórum til baka yfir aðra háa brú sem var þó allavega almennilega föst í báða enda, breið og stöðug. Ekki bara bundin upp með e-m köðlum! Já nú segi ég yfir og út, lofa að láta ekki líða langt í næsta blogg, eða allavega í næstu myndir. Get ekki farið að hafa þetta neikvæða, bitra blogg uppi of lengi. Sorrý að hafa helt svona svaðalega úr skálum mínum yfir ykkur en er strax komin í pínu betra skap :o) Nú er bara að elda e-ð gott í gogginn, (gott=pasta, pastasósa úr krukku og sveppir. Er á þvílíka sveppaæðinu núna!) gera eina sudoku og vinda sér svo aftur í ritgerðarskrifin. Er viss um ég nái þessum 10 bls sem ég á eftir fyrir 8 í fyrramálið! Gangið hægt um gleðinnar dyr, ekki skemmta ykkur of mikið á dalnum, afs og Sssól balli, eða ok skemmtið ykkur vel, verið bara ekkert að segja mér frá því!! Borðið yfir ykkur af páskaeggjum :o) Gleðilega páska allir saman! sagði Birna at 02:23 | {xoxo} föstudagur, janúar 18, 2008
Ja hérna hér!! Kominn meir en mánuður frá síðasta bloggi, ég á ekki orð yfir leti minni. Hehe grínslaust þá er bara svo nóg annað að gera hér í Könödu en að blogga, td skoða allar þær endalausu bloggsíður sem er á veraldarvefnum ;o) Allavega þá eyddi ég jólum og áramótum upp í Whistler með Andreu og Hall, stelpunum þeirr tveim og Söruh vinkonu minni frá Danmörku. Hallur eldaði þennan líka dýrindis hamborgarahrygg (sem keyptur var hjá dönskum butcher hér í Vancouver) með öllu tilheyrandi á aðfangadag. Svo var bara skíðað og brettað út í eitt, snjóaði alla daga nema einn svo það var púður og ferskur snjór hvern einasta dag. Passinn minn var reyndar lokaður í 4 daga milli hátíðanna, þeir kunna sko að mjólka peninga í Whistler, hækka verð á ÖLLU um þrefalt yfir háanna tímann og loka á ódýrustu passana ss. fátæka stúdenta sem ekkert er hægt að græða á!! En það var nóg annað að gera í Whistler, skelltum okkur á gönguskíði einn dag, slöppuðum af, tékkuðum á nágrannabæunum og drukkum eins og einn eða tv0 öl. Áramótin voru ekki síðra peningaplokk hjá þeim Whistleringum, þar sem aðal næturklúbbarnir rukkuðu 150 dollara fyrir aðgang!! En það er um 9-10 þús krónur, bara til að komast inn og jú í kaupbæti fékk maður kampavíns skál á miðnætti, ss eitt glas af kampavíni. Eins voru þeir með 0% alcohol 100% fun skemmtun í miðju þorpinu, þeir girtu aðal göturnar af og rukkuðu inn í bæinn!! En okkur tóskt að finna lítinn skíðapöbb við rætur annars fjallsins sem rukkaði aðeins 600 krónur inn og var með local band að spila. Þangað vorum við komnar klukkan 8 (eftir að hafa eytt um 3 tímum á mismunandi stöðum og planað að reyna að svindla okkur inn þar sem allir miðar voru uppseldir, en alltaf komst upp um okkur :o/) svo var bara setið og beðið eftir að nýtt ár gengi í garð, kannski nokkur dansspor tekin inn á milli til að stytta biðina. Þarna var alls kyns fólk og mikið gaman, mér tókst samt að missa af niðurtalningunni og sitja á dollunni á miðnætti! Góð byrjun a nýju ári, strax farin að létta mig(á mér). Nú er skólinn kominn á fullt og er ég búin að vera ískyggilega dugleg að læra það sem af er þessari önn. Það hjálpar sennilega að ég er í afar skemmtilegum kúrsum sem er gaman að læra fyrir en hef samt dálitlar áhyggjur. Ég byrja jú alltaf nýja önn með það í huga að vera dugleg að læra en það endist aldrei lengur en fyrstu 2 dagana. Nú eru 2 vikur liðnar og ég er enn að læra!! Hmmm ekki viss um hvað kom yfir mig á dollunni þarna um áramótin en so far er það að gera góða hluti. Fögin sem ég er í eru: -Anthropology of Media, áhugavert og skemmtilegt, þó frekar mikið lesefni sem ég hef ekki alveg náð að covera f tímana, en samt reynt og það er meir en ég hef yfirleitt gert. -Etnografía Eurasíu, skemmtilegt efni, fjallar aðallega um rússland. Kennarinn minn hefur unnið mikið í Rússlandi og við lesum slatta af hennar verkum. Þetta er sá kúrs sem er með ALLT of mikið lesefni, ekki séns á að klára að lesa allt, yfir 100 bls fyrir hvern tíma samtals um 300 bls á viku. Endalaust af verkefnum sem öll gilda til lokaeinkunnar en í staðinn engin próf, hvorki miðsvetrar né loka. Ekki skemmir að hún er sú sem gaf mér hæstu einkunina fyrir áramót fyrir kúrs sem var svipað uppbyggður, svo farin að þekkja ágætlega inn á hvað þarf til að ganga vel í kúrsunum hennar :o) -Earth and the Solar system!!! Hehe já þetta er sko skemmtilegur og fróðlegur áfangi. Ég kann ekkert í honum og þess vegna er ótrúlega gaman að læra heima fyrir hann. Kennarinn er ocean scientist og er þrusu skemmtileg og þræl klár, hlakka til þegar við förum í jarð og sjávar partinn af áfanganum. Fyrstu vikurnar erum við í Solar systems svo þið skuluð vona að það verði orðið vel bjart þegar ég kem heim annars mun ég draga ykkur út um miðja nótt til að fræða ykkur um himingeiminn. -Síðasti áfanginn minn er spænska 102. Ég tók reyndar ekki 101 sem var kenndur fyrir áramót en eftir að hafa meilað við áfangastjórann og gefið alls kyns ástæður fyrir því að ég ætti nú alveg að geta náð hinum í bekknum og farið í viðtal hjá kennaranum mínum, á spænsku, þá fékk ég leyfi til að taka þennan áfanga. Núna þarf ég bara að vinna upp fyrstu 6 kaflana sjálf og reyna að ná upp sem mestum orðaforða á sem stystum tíma til að geta verið jafn klár og ég sagðist vera. En hef fulla trú á að það takist, þó ég skilji ekki neitt sérlega mikið núna þá verður það fljótt að koma vona ég, sérstaklega þar sem kennarinn talar bara spænsku og á full fart, ekkert að hægja á sér fyrir heimska nemendur. Jæja þá er þetta orðið að mánaðar ofurbloggi. Ég ætlaði að henda hér staðreyndum um Kanada en geri það seinna, búin að gleyma öllum staðreyndunum nema því að hér er sko Bold and the beautiful sýnt á fullu líkt og heima. Enda þetta í staðinn á smá fróðleiks spurningu: -Ef við erum úti á miðnætti, um há vetur og himinninn er stjörnubjartur. Hvaða plánetur er líklegt að við gætum séð?? (EOSC 310 allveg að gera sig!!) Farin að gera mig klára í fjallið, brottför klukkan 06:00 í fyrramálið!! Eins gott að hafa allt reddí og þurfa bara að hoppa í gallann og út. Sérstaklega þar sem kvöldinu verður eytt í sól og sumari hjá nágranna mínum hér í Fairview, sem hefur breytt stofunni sinni í baðströnd fyrir sumarparty í kvöld. ps. myndirnar tengjast blogginu ekkert, 3 fyrstu eru teknar í San Fran í haust, er tekin frá eyjunni sem Alcatraz stendur á, þokan er að leysast upp og borgin að brjótast í gegn. Á annari er ayglýsingamynd sem var í búðarglugga í San Fransco, á e-r útivistarbúð minnir mig. Sést kannski ekki vel en rýnið í hana og reynið að þekkja staðinn. Á þriðju er ég lokuð inn í klefa í Alcatraz, stelpunum fannst ég bara best geymd þar. Síðasta er svo tekin hér í Vancouver þegar Gunnlaugur var hér, hentar spurningunni vel en þetta er Science World og miðbærinn í bakgrunn. sagði Birna at 22:04 | {xoxo} sunnudagur, desember 16, 2007
Vaaahhhúúúú (myndin er af Gunnlaugi og Belugahvölunum í sædýrasafninu) Búin í prófum og komin í jólafrí!! Komst í gegnum próflestur án þess að blogga, þvílíkt og annað eins hefur ekki skeð áður held ég bara! Nú er það bara að redda sér gistingu upp í fjalli og drífa sig í brekkurnar. Haldiði ekki bara að sveinki skoði síðuna og búið er að tikka held ég bara allt af nauðsynjalistanum sem settur var hér inn í síðasta bloggi. Pa sendi mér ílinn sinn og skóflu, elsku besta Elín lánaði mér bakhlífina sína og Ma og Pa gáfu mér bestu jólagjöf í heimi, passann!! Svo nú er ég til í hvað sem er. Ekki seinna vænna þar sem planið er að fara upp í fjall á morgun eða hinn og vera þar yfir jól og áramót. Reyndar smá minor detail sem ekki er búið að redda, gisting!! En það reddast vonandi á næstu klukkutímum. Annars ætlaði ég bara að henda inn smá jólakveðju, reyni nú kannski að blogga aftur fyrir jól, bara svona til að láta ykkur vita hvað það er frábært upp í Whistler :o) Ef ekki þá bara segi ég gleðileg jól og allt það, ekki búast við neinum jólakortum frá mér frekar en síðustu ár!! Ég sendi þau öll í formi hugskeyta svo það er bara spurning hversu næm þið eruð, hvort þið pikkið þau upp. Joy to the world!! :O) hohoho
sagði Birna at 03:43 | {xoxo} mánudagur, nóvember 19, 2007
Já nýtt blogg segiði, ég tímdi varla að blogga aftur þar sem síðasta færsla var hundraðasta færslan á þessari síðu. En ákvað svo að blogga núna í tilefni þessa að í dag er akkurat mánuður síðan Fía átti afmæli :o) Ætli það muni ekki taka önnur 5 ár að ná upp í 200 færslur, ætli þetta verði ekki bara orðið að e-s konar live video bloggi þá. Aldrei að vita hvað tæknin kemur með. En það hefur margt verið gert síðan síðasta blogg var skrifað, enda kominn mánuður síðan og hér gerir maður e-ð nýtt á nánast hverjum einasta degi. Svo hér koma nokkrir punktar: -Fór til San Fran, var ekki leiðinlegt og frábært að komast í smá sól og sumar. -Fór á BC Lions leik, kanadískur fótbolti, geggað stuð þegar ég loksins skildi reglurnar. -Fór og sá David Beckham spila fótbolta, sennilega einn lélegasti fótbolti sem ég hef séð og er ég nokkuð viss um að strákarnir í Bí/Bol myndu valta yfir Beckham og félaga miðað við hvernig þeir spiluðu. Og ekki er Vancouver White Caps upp á marga fiska. Eiginlega er styrkleiki fótbolta hér ekki mjög góður. Hápunktur leiksins var án efa strípalingurinn sem fékk að hlaupa um völlinn í frekar langan tíma, karlræflarnir í gæslunni og löggunni stóðu bara og hrofðu á, á meðan 4 konur hlupu hann upp og endaði ein á því að tækla hann. Þá komu karlarnir, járnuðu hann og leiddu hann út af, eftir að hafa gert nákvæmlega ekki neitt til að stöðva hann! Og bónorð sem borið var upp á risaskjá í seinni hálfleiknum. Sssvvvvooooo Amerískt :o) hehe -Horfði á UBC strákana vinna nationals sem haldið var hér í UBC. En þeir eru ss kanadískir meistarar í háskóla fótbolta (soccer). Enn og aftur frekar lélegur fótbolti en þó öllu skemmtilegra að horfa á þá en LA Galaxy og White Caps. Fraus nærri til dauða(hehe virkar ekki alveg á íslensku), skreið upp í sófa og undir teppi í náttbuxum, ullasokkum, flíspeysu OG lopapeysu þegar ég koma heim. Svaf í e-a 14 tíma og var svona frekar sybbin þegar ég vaknaði af værum blund til að fara í skólann. Ég er nú ekki mesta kuldasræfa sem til er og yfirleitt meika ég varla að vera í lopapeysunni utandyra, hvað þá innandyra er alltaf svo heitt, svo ég ss var hreinlega frosin í gegn!! -Fór til Whistler, þó ekki til að skíða bara til að kíkja á aðstæður og svona. Var reyndar fyrsti opnunardagur þennan sama dag, en ég ekki komin með passa svo brekkurnar verða að bíða betri tíma. Þó vonandi ekki mikið lengur en fram á næstu helgi! En ég áttaði mig á því að ég er enganvegin tilbúin fyrir púðrið í vetur, og fjallið nú þegar opið, þarf að bæta úr því svo hér kemur listi yfir það sem mig vanhagar og ef e-r í gjafmildu stuði eða er að vandræðast með of mikið af peningum þá tek ég fegins hendi við allri fjárhagslegri aðstoð sem til er. Er gjörsamlega á kúbunni en þarf samt þessar nauðsynjar fyrir veturinn :o) -skíðapassa, Whistler er eitt þekktasta og sennilega dýrasta svæði í heimi og þar af leiðandi er passinn alveg fjári dýr :o/ -nýr jakki kæmi sér vel þar sem sá gamli er orðin frekar laskaður, en hann dugar samt svona til að byrja með, sérstaklega þar sem nýjar buxur eru komnar í hús og því ætti mér að vera sæmilega heitt í góðum neðri part. Fékk þær á þessu líka fína verði á útsölu, þar sluppu ma og pa vel þar sem þetta er jólagjöf síðasta árs frá þeim :o) ekki seinna vænna að taka hana út, farið að styttast ansi mikið í jólin. Jólaskraut komið upp víðsvegar og frést hefur af skreyttum jólatrjám í híbýlum hér á campus. -Snjóflóða sett, sem samanstendur af íli, skóflu og stöng. Stöngin getur kannski beðið og á reyndar skóflu heima(eða pabbi á) sem ég hafði ekki rænu á að taka með. En ég kæmi nú víst að litlu gagni ef ég væri einungis með íli til að finna félaga minn í snjóflóði en ekkert til að grafa hann upp!! -Bakhlíf er e-ð sem ég hef ætlað að fá mér lengi og aldrei látið verða af. Maður hugsar jú alltaf að maður sé ekkert að gera neitt crazy stuff og þetta reddist alveg. En slysin koma víst fyrir alla, við kynntumst því í fyrravetur og ég er ekki viss um að ég væri jafn sterk og mikil hetja og hún Arna. Ég er soddan aumingi :o) Svo bakhlíf definetly á listanum yfir mikilvæga hluti. -Svo náttúrlega langar mig í skíði en þau verða sennilega bara leigð, er nú loksins búin að eignast klossa og við Anna þurfum því ekki að slást yfir klossum lengur. Þá held ég að það sé upptalið, ss klossar og buxur komnar í hús en passi sem er algjört lykilatriði verður vonandi kominn um næstu helgi. Svo er bara að vona að Glitnir fari ekki að taka upp á því að neita mér um hækkun á heimild :o) hehe Vona bara að sveinki skoði síðuna svona af og til, væri ljúft að vakna upp með íli og bakhlíf í skónum einn morguninn. Ákvað að skella með nokkrum myndum, eru algjörlega random myndir og hafa ekkert með bloggið að gera. Nema þá myndin af strípalingnum sem ég stal af blogginu hjá Halldóru og Sveinbirni :o) Sorrý kids, vona að það sé í lagi!! sagði Birna at 07:56 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|