mánudagur, október 02, 2006
Robbie var geggjaður!!! Hann er bara hreint út sagt snillingur og bara gaman á tónleikum hjá honum :o) London var frábær as always með sól og blíðu, svo það var óvenju lítið um búðaráp og meira um chilling in the park og sólin sleikt. Síðan London hefur nú ekki mikið gerst, um viku eftir heimkomu vaknaði ég öll út í útbrotum, mér leist nú ekki á þetta þegar að tveim dögum seinna höfðu þau ekkert skánað bara fjölgað sér, ég fór til læknið sem kostaði mig f-ing 1750 krónur, var inni hjá honum í 10mín og hlustaði á hann segja hhmmm já ég veit ekki hmmm já ég er ekki viss hvað þetta er, prufum að gera straftakokka test, hhmm nei ekki það hhhmmmjá ég veit ekki þetta er örugglega bara vírus sem fer í gegnum líkamann!!!! ss hann hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi og í staðinn f að tékka betur á þessu sendi hann mig heim og sagði mér að koma e viku. Svo kemst ég að því að Sella er með svipuð útbrot og hafði verið með strax frá fyrstu nótt á hótelinu í London þar sem við deildum herbergi, hún fór til læknis sem sagði henni að þetta væri kláðamaur!!! Ooojjjjj ógeðslegt og enn ógeðslegra að þetta var ég búin að bera í heila viku af því að helv.. læknirinn hélt ég væri með húðvírus!!! En ég allavega þaut út í apotek og keypti kláðamaurakrem sem ég bar á mig og þurfti að hafa á í 24klst meðan kremið sem Sella fékk úti þurfti bara að vera á í 8klst. Og það sem verra er hennar virðist hafa virkað fínt en ekki mitt, er allavega enn að fá ný útbrot :o( En ég ss búin að umgangast heilan helling af fólki í heila viku, bæði í vinnunni og skólanum og halda að ég væri bara með e-n vírus, þó svo kláðamaur sé víst ekkert bráðsmitandi þá getur vel verið að ég hafi smitað einhvern án þess að vita það og biðst ég þá bara innilegrar afsökunnar og beini öllum illum hugsunum og hótunar bréfum á lækninn sem gat ekki hunskast til að skoða þetta almennilega og greina þetta rétt!! Og hana nú... :o) hehe Jæja ég sem ættlaði bara rétt að kasta hér inn kveðju en í staðinn tapa ég mér í einhverju röfli, sei sei það gegnur ekki!! En nú var Fía að drullast í ræktina og ég sit heima upp í rúmi að tölvunördast og hugsa um að leggja mig áður en ég fer á skyndihjálpar námskeið. Ef einhver vill styrkja mig, fátæka námsmannin um eða allavega aðeins upp í líkamsræktar kort þá er það vel þegið, ættlaði að vera svo ótrúlega dugleg í ræktinni þegar ég kom fyrst hingað suður en mér hefur enn ekki tekist að kaupa mér kort. Bæði vegna peningaleysis og óvissu í afgreiðslunni í Sporthúsinu, var búnað finna svo fína lausn á peningamálunum þegar ég sá að til var kort þar sem maður borgaði bara e-ð ákveðið á mánuði en þurfti að skuldbinda sig í heilt ár, ég ættlaði síðan bara að frysta kortið ef ég yrði f vestan næsta sumar og halda svo áfram þegar skólinn byrjaði aftur. Stelpan í móttökunni hafði sagt mér að þetta ætti ekki að vera neitt mál, en svo mæti ég á staðinn og ætla að splæsa í kortið og þá er mér sagt að ekki sé hægt að frysta svona kort, svo þá vandast málið!!! Því ekki á ég e-n rúman 20. þús kall til að punga út f námsmannakorti, enþað reddast nú vonandi bráðum svo ættla að hætta þessu röfli og nota tækifærið og leggja mig á meðan ég hef þá afsökun að eiga ekki kort í ræktina :o) hehe. sagði Birna at 16:12 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|