föstudagur, janúar 21, 2005

Já það varð nú ekki alveg eins mikið af bloggi og meilum þessar 2 nætur sem ég var ein heima, ég barasta var með alveg nóg að gera (horfa á vídjó fyrrakvöldið og sofna eftir hálfa mynd svo ég var með eina og hálfa til að horfa á í gærkvöldi og að vinna til 9).
Síðan ég kom aftur út hafi held ég bara allir frídagar farið í að keyra eitthvert og fara á bretti, og lítur út fyrir að verða þannig næstu mánuði. Ég er búin að fara á 3 staði og allir eru þeir frekar littlir, en tanbara sá sem ég fór fyrst á var ömurlegur + það var 2 dögum eftir að ég kom og enduðum ávart á kojufylleríi heima hjá vin okkar kvöldið áður svo: þynnka, jet lag og fullt af byrjendum sem krossabrautina eins og ég veit ekki hvað án þess að líta í kringum sig eru ekki gott combo fyrir skapið á minn!!!! En fórum svo á síðustu helgi til Kagura sem er alveg ágætis staður og er tengdur við annað svæði með gondóla sem er um 5 km á lengd, við fórum ekkert þangað yfir eyddum bara deginum í kagura sem er með nokkrar langar og fínar brekkur. Á sunnudeginum fórum við svo til tenjin daira sem er pínu staður bara 3 lyftur en ein þeirra er bara með púður, svo frábært að leika sér þar en veðrið var frekar slæmt og maður sá ekki mikið og á endanum þurftu þeir að loka lyftunni og þá var ekki mikið varið í hinar tvær sem eru þarna svo við bara fórum heim um 2 leitið. Svo liggur leiðin til Hakuba á þessari helgi sem er í Nagano þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir, held samt að við séum bara að fara á eitt af littlu svæðunum þar í kring var sennilega ekki keppt þarna.
Jæja nóg komið að bretta röfli en það er bara það eina sem ég get skirfað um þar sem að allur frítími fer í það og ekki mikið annað sem við gerum. Ég byrjuð að synda aftur og ef ég á að segja eins og er þá er ég alveg afspyrnu (ef þetta er orð) légleg í skriðsundi!!! þetta er 25 metra laug og ég rétt næ að synda eina lengd og svo er það bara gamla góða bringan aftur en stefni á að bæta mig og markmiðið f lok vetrarins er að geta synt 100 metra skrið, ekki á neinum met tíma bara að komast þetta.
Svo er boltinn nottla byrjaður á fullu aftur ég reyndar komst ekki fyrsta þriðjudaginn sem ég var hér því ég var í vinnunni og að sækja bílinn minn og svona og svo síðasta þri þá var ég tilbúin og renni í hlaðið hér heima og sé þá að það er ljós í íbúðinni svo ég stekk inn til að ath hvort ed sé heima og já liggur hann ekki steinrotaður upp í rúmi og ég eyddi heillöngum tíma í að koma honum fram úr og ekkert varð úr bolta því við vorum á leið í matarboð sem ég vissi ekkert um. Ég er yfirleitt í vinnunni til 6 á þri og bolti byrjar korter yfir en þar sem ég er að vinna alveg lengst í burtu akkurat á þri og er búin á rush hour þá tekur um 40 mín að komast heim svo ég yfirleitt skipti um föt á leiðinni og fer beint í bolta því er þegar búin að missa af hálftíma svo má ekki við einhverjum frekari töfum eins og þessari.
Held þetta sé barasta komið nóg í bili ég er búin að röfla um allt og ekkert en held bara að líf mitt verði ekkert mjög spennadi næstu vikur, þeas ekkert spennandi að skrifa ég á eftir að skemmta mér konunglega við að prufa nýja staði og já einmitt var að fá nýtt bretti, fékk það sent í gær og hlakka ekkert smá til að prufa það :o) Svo kinntist Ed einhverjum strákum í gær sem eru báðir sponseraðir sem er svosem ekki merkilegt hér úti því það eru alveg endalaust margir með sponser hér úti en svo fattaði hann að annar þeirra er vel þekktur hér í japan fyrir hræðilegar lendingar og föll en standa svo bara upp og allt í fína með hann, svo verður örugglega ekki leiðinlegt að bretta með honum þó svo maður eigi örugglega eftir að vera með skítinn í buxunum við að horfa á hann allavega miðað við videoin sem ég sá af honum, maður gæti stundum haldið að hann mundi deyja ég mindi allavega ekki standa upp eftir svona byltur.
En eins og ég sagði komið nóg að rausi í dag.
Góða helgi!!!!

Held nú að mín hafi tekið áramótaheitið í gegn núna!!!!


sagði Birna at 02:09

|

{xoxo}



miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hva skil ekkert í því að fólki finnist kominn tími á nýtt blogg!!
Ekki nema rétt rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast!!
En ástæðan f því er að ég var í blogg jólafríi meðan ég var á íslandi, það var bara einfaldlega nóg annað að gera þennan mánuð en að hanga í tölvunni, og svo eftir að ég kom hingað út aftur er bara búið að vera allt of kalt til að vera í tölvunni, það er rétt maður tékki á meilinu ( sem er ss algjör óþarfi þar sem ég hvorki fæ né skrifa meil) og fréttum, síðum sem níg er að nota bara músina og getur vafið allan líkamann inn í teppi haft bara músin í fanginu undir teppinu. En er nú aðeins farin að venjast því að hafa jafn kalt inni og úti og geta því aldrei farið inn og hlýjað sér þegar manni er orðið skítkalt úti, svo nú vona ég að bloggið fari aðeins að lifna við.
Sumir glöggir taka kanski eftir stórum stöfum sem eru farnir að laumast á síðuna en þetta er eina áramótaheitið mitt, að byrja að nota stóra stafi, byrjaði að nota punkta og kommur á síðasta ári svo eru það stóru stafirnir í ár og hver veit nema maður geri kanski e-ð í stafsettningu og málfræði næsta ár og þá ætti þetta nú að vera orðið alveg ágætlega útlítandi síða hjá mér.
Ed er farin í skíðaferð með skólanum og kemur ekki aftur fyrr en á föstudag en stoppar þá ekki lengi því við förum til hakuba í nagano og gistum á hóteli fram á sunnudag, hakuba er þar sem vetrarólympíuleikarnir voru haldnir en er ekki viss hvort við förum akkúrat á einn af þeim stöðum, er allavega mjög ódýrt þannig að það getur ekki verið á einn af bestu stöðunum þarna upp frá en japanskur vinur okkar sem talar ekki mjög mikla ensku er að skipuleggja þetta allt saman svo við bara segjum já og amen og mætum svo á svæðið. Bara eins gott að allt sé komið á hreint því Ed er ekki hér svo ef hann hringir þá kemur það í minn hlut að tala við hann og það gæti orðið ansi skrautlegt samtal með fullt af "uuuu" "hhhmmmm" "sorry" "wakarimasen"(ég skil ekki) og bara ýmsum undarlegum hljóðum.
Annars bara allt það fína héðan veit samt ekki hvernig það verður í kvöld og annaðkvöld meðan Ed er ekki hér, það er svo skuggalega dimmt þegar það er komið myrkur og svo búum við í þessu pínu þorði og að er mjög drungalegt hér á kvöldin, það verður allt svo hljótt strax um 8 leitið að það er bara eins og maður sé einn í heiminum, svo kíkir maður út um gluggann og það er svo dimmt að maður sér ekki neitt ooohhhh frekar spúkí ég hlakka ekki til :o( ættli það eigi ekki eftir að vera fullt af bloggum næstu daga og hver veit nema maður sendi nokkur e-meil bara svona til að dreifa huganum. Ættla líka að leigja vídjó og svo á morgun er ég í vinnunni langt fram á kvöld og reyni bara að vera þar eins lengi og ég get þannig þetta reddast nú örugglega :o) ég er að verða 24 og þori varla að vera ein heima hjá mér hahahah frekar mikil skræfa!!!
Smá ferðasaga:
byrjar á því að ég panta mér flug suður á miðvikudegi því ég var svo viss um að það yrði ekkert flogið mánudag, þriðjudag og miðvikudag svo ég sá fram á að ef allir þeir farþegar færu á fimmtudeginum og ég ætti fyrst pantað á fimmtudegi þá kæmist ég ekki suður fyrr en sein og um síðir á fimmtud og ég átti flug út eldsnemma á föst svo ég ættlaði nú ekki að treysta á það en hvað haldiði svo var bara flogið á miðv og allir farþegarnir frá dögunum á undan fóru þá og ég ss á að mæta seinnipartinn inn á völl og fljúga suður, er frekar pirruð því það þíðir einni minni nótt í mínu indislega rúmi!!! en jæja mæti tímanlega allt í hinum besta fíling kveð siggu og strákana fer um borð, enn er allt í fína förum út á brautarenda og erum alveg ótrúlega lengi e-ð miðað við venjulega jú eftir nokkurn tíma er okkur tilkynnt að það sé smá él sem þeir eru að bíða eftir að fari og svo verður tekið á loft, enn bíðum við og aftur eftir góðan tíma í kaldri vél með grenjandi krakka er okkur tilkynnt að nú sé farið að dimma svo ekki er lengur hægt að taka upp í þessa átt en ef vindáttin breytist og aðeins léttir til þá verður hægt að taka upp í hina áttina en á meðan munum við fara aftur inn í flugstöð, maður hugsar bara já ef og ef og ef eins og það mun gerast nema hvað jú jú það rætist allt flugstjóranum og flugfreyju til mikillar ánægju (held þau hafi verið á mestum bömmer yfir að komast ekki) svo nú á að kalla aftur út í vél en þá kemur í ljós að ljósin í hlíðinni sem þarf að vera kveikt á til að fljúga í myrkri fóru í snjóflóðum fyrr í vikunni svo nú er ekkert annað að gera en að fara bara aftur heim og bíða til morguns svo spá mín um að komast ekkert fyrr en á fimmtudag rættist. Restin af ferðalaginu gekk bara fínt allt tekið í einum rikk keflavík- london 6 tímar bið london-hong kong 2 og hálfur tími bið (labbaði stanslaust allan tíman meðan ég beið því fæturnir á mér voru svo bólgnir eftir hitt flugið að ég varla komst í skóna mína) hong-kong-tokyo enignn farangur!!!! taskan mín var ss skilin eftir í london og við tóku útskýringar og afsakanir og filla inn hitt og þetta form til að láta senda mér töskuna, maðurinn á flugvellinum gerði heiðarlega tilraun til að fá mig til að gista á vellinum yfir nóttina og bíða eftir töskunni daginn eftir, sagði að það væri orðið svo seint að ég finndi engar lestir eða rútur heim núna en ég hélt nú ekki var búin að fá nóg af flugvöllum svo ég spændi af stað lest inn til tokyo þar sem ég var mjög fegin að vera ekki með neitt dót því þar þurfti ég að hlaupa og ná annari lest yfir á aðra stöð og þar þurfti ég að fara og kaupa nýjan miða og hlaupa stöðina á enda til að ná síðustu lest heim, náði því var mætt 3 mín f brottför og þar sem lestir hér í japan eru alltaf akkúrat á tíma hefði þetta ekki mátt vera tæpara.
jæja komið meir en nóg í bili veit ekki hver nennir að lesa svona langt blogg!!!
en blogga örugglega bráðum aftur
og allir að ýta á rakel að byrja að blogga doddi er búin að búa til síðu f hana inn á hans (eða e-ð svoleiðis held ég!!)
svo áfram rakel blogg blogg blogg!!!


sagði Birna at 04:14

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008