föstudagur, október 29, 2004 jæja kanski komið frekar langt síðan maður bloggaði síðast. sennilega af því ég hef þurft að vinna hvern einasta morgun í þessari viku þangað til í dag, yfirleitt fer ég á svona 1-2 leikskóla í viku en fór á 4 í þessari viku, allt of erfitt að vakna f kl 9 4 daga í röð!!!! vikan byrjaði á mánudeginum mikla, birna fer að kenna söng!!!! mér tókst að læra 3 af lögunum nógu vel til að geta sungið þau með textann f framan mig, eitt lagið gat ég lesið textann og sungið hálft lagið en þá fór það að verða flókið svo ég bara breytti laginu og hálf rappaði það :oP og svo 2 af lögunum var bara ekki séns að ég gæti lært og hafði ekki hugmynd um hvernig lögin eru svo ég bara sleppti þeim sagði að 4 lög væru alveg nóg f púkana. ég þarf að keyra í hálftíma til að komast þangað og alla leiðina söng ég hástöfum til að æfa mig og var nú bara orðin nokkuð góð þó ég segi sjálf frá, en svo þramma ég inn í bekkin býst við svona 10-15 krökkum eins og yfirleitt eru í bekk en nei þeim hafði dottið í hug að setja 4 bekki saman, heilan árgang af 4 og 5 ára krökkum!!!! svo þarna sátu um tæplega 100 krakkar og biðu eftir að ég mundi kenna þeim að syngja :o/ svo spyr ég hvort það sé einhver sem ættli að spila á píanóið en nei það verður engin músík ég verð bara að gjöra svo vel og standa út á miðju gólfi og syngja ég held ég viti hvernig fólkinu í idol leið og ég öfunda þau ekki nema þá að þau sennilega kunna að syngja og geta lært lög!!! en ég byrja á léttasta laginu london bridge is falling down sem eru ekki ekki nema 4 línur og eiginlega alltaf sagt það sama. það gekk alveg ágætlega því þeim hafði einhvern tíma verið kennt það áður svo eftir 10 mín er það næsta lag twinkle twinkle little star og jú jú ég var búin að læra það sæmilega vel en þurfti samt að lesa textann af blaði og krökkunum hafði líka verið kennt þetta áður og þau kunnu það á japönsku svo gekk alveg ágætlega en svo kom silent night, hver heilvita maður reynir að láta 4-5 krakka læra þetta lag og hvað þá á öðru tungumáli. en þarna stóð ég og gaulaði með ekkert undirspil svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta var falskt!!! þau kunnu lagið á japönsku og reyndu á ensku en er bara allt of erfitt f þau en held allir hafi verið orðnir sáttir þegar við byrjuðum á 4 laginu, jú eins og áður kunnu þau það á japönsku en aldrei heyrt það á ensku og efast um að kennararnir hafi heyrt það því þegar ég söng það þá kom þvílíkur hræðslu svipur á andlitin á þeim og ég reyndi að kenna krökkunum og kennurunum líka ekkert gekk svo ég hætti bara og gerði höfuð herðar hné og svo hókí pókí :o) þetta síðasta lag var lagið sem ég gat bara sungið helmingin af og söng rappaði svo seinni helminginn svo ég var mjög fegin þegar ég sá það var ekki séns f púkana að læra það og hætti bara. ég kom allavega lifandi út úr þessu kennararnir voru bara sáttir held ég og ég reynslunni ríkari svo ef ykkur einhvern tíma vantar söngkennslu þá bara talið við mig og ég redda ykkur :o) er á fullu að leita mér að flugi heim er slatti af góðum dílum svo það ætti ekki að vera neitt vesen er núna að bíða eftir einhverjum sem sagðist ættla að hringja í mig eftir 10-15 mín en held það sé komin hálftími síðan svo held ég gefi skít í hann og hringi bara á næsta stað. sjáumst um jólin :o) sagði Birna at 01:52 | {xoxo} föstudagur, október 22, 2004 nú er birna í klípu!!! ég er að fara í fyrsta skitpti í einn leikskólann á mánudaginn og það er nú yfirleitt ekkert mál nema hvað haldiði að þessi blessaði leikskóli geri??? þetta er einkarekin leikskóli og flestir krakkarnir eru af mjög ríkum fjölskyldum, þetta útskýrðu þau f mér og sögðu þess vegna verða krakkarnir að læra því foreldrarnir borga hellings pening f þau að vera hér. ok en alltaf sama snobbið í svona liði afhverju halda þau að ríkir krakkar læri e-ð betur bara af því að foreldrarnir borga meiri peninga, og halda þau að ég sé ekkert að kenna krökkunum í hinum leikskólunum neitt bara af því það kostar ekki jafn mikið að vera í þeim leikskólum!!! en ok ég sagði nú bara já og ættlaði samt að kenna þeim nákvlega það sama og hinum, sem er litir dagar og léttar settningar því þetta eru nú bara 4-6 ára gamlir púkar. nei svo í þarsíðustu viku sendir leikskólinn fax upp á skrifstofu með lista yfir það sem þau vilja að krakkarnir læri, og það eru dagarnir, tölur, mánuðir, litir og e-ð fleira sem ég man ekki alveg en þetta er bara nákv það sem ég er að kenna í hinum skólunum nei svo í gær senda þau annað fax og segja að þau vilji að ég kenni krökkunum lög og á listanum eru 6 lög og nei ég á ekki bara að velja eitt eða tvö lög heldur kenna þeim öll lögin!!! ss á hálftíma með 10-15 4-6 ára krökkum á ég að ná að kenna þeim nr, liti, daga, mánuði og 6 lög!!! og það sem verra er ég kenni þeim á mánidaginn og svo ekki aftur fyrr en í desember, hvernig halda þau að púkarnir eigi eftir að mund þetta drasl ef ég treð eins miklu og hægt er inn í hausinn á þeim á stuttum tíma og svo ekkert meir í rúman mánuð!!! sénsin að þau eigi eftir að muna e-ð. en það versta er nottla eins og flestir vita sem þekkja mig vel, að þá er það mér alveg gjörsamlega ómögulegt að læra texta :o/ og þessi 6 lög sem ég á að kenna eru ekki einhver lög sem ég kann, þar sem ég kann nú ekki textann við nema mestalagi 2-3 lög, get rétt kraflað mig fram úr gamla nóa!!! og það sem gerir þetta allt bara fyndið er að við(skólinn sem ég vinn fyrir) eigum ekki nema 2 af þessum lögum á disk og ég finn hin ekki á netinu, við hringdum í leikskólann og þau sögðust eiga textann við 2 af lögunum. ss á mánudaginn er ég að fara kenna krökkum að syngja lög sem ég kann ekki, með enga músík nema kanski undirspil á píanó frá japana sem talar ekki ensku. þetta verður eitthvað fyndið en ég vorkenni nú krökkunum samt mest að fá einhverja risastóra hvíta manneskju inn í bekkinn sinn, sem byrjar að babbla á einhverju óskiljanlegu tungumáli og fer síðan að heimta að þau hermi eftir sér. en ef einhver á lag og texta við silent night, do re mi fa so la ti, mickey mouse march og bibbidi bobbidi boo þá væri það vel þegið f mánudaginn :o) annars ekkert að frétta engin svaka plön f helgina en erum að fara í kvöld heim til einhverrar konu sem er búin að vera hjálpa tveim stelpum að læra ensku og nú vill hún fá okkur í heimsókn og tala við þær og vonandi gefa okkur mat og svo það besta... hún ættlar að borga okkur fyrir :o) það eru alveg ótrúlega margir sem vilja fá mann í heimsókn og gefa manni að borða bara til að fá að æfa sig í að tala ensku, sem er nottla fínt f okkur endalaust af góðum mat :o) jæja þetta er orðið ekkert smá blogg bið að heilsa í bili kem sennilega heim um jólinn sjáumst þá ps varð aftur fyrir miklum vonbrigðum með þennan blessaða fellibyl, átti að koma þvert yfir bæinn minn og allir orðnir þvílíkt áhyggjufullir og búnir að vara mig þvílíkt við svo ég bíð spennt eftir miðnætti því þá átti hann að ganga yfir, jújú aftur rigndi alveg helling og var vindur en ekkert meiri vindur en á venjulegum degi í keflavík!!! sagði Birna at 03:07 | {xoxo} mánudagur, október 18, 2004 jeij jeij jeij ég er búin að fá nýja brettaskó eru alveg ógeðslega þægilegir nú get ég ekki beðið eftir að það fari að snjóa svo ég komist á bretti um hverja helgi, en þangað til verð ég að testa skónna í innanhús placinu sem við fórum um daginn. gerðum alveg helling á nó time þessa helgi brunuð niður til tokyo strax eftir vinnu á föstudaginn fórum beint á útsölu sem átti að vera með svaka díla og jújú það voru svaka dílar þarna en þetta var allt nýtt dót ekkert frá því í fyrra svo var dýrar heldur en dótið sem við vorum búin að vera skoða annarsstaðar. fórum svo í hverfi sem er kallað rupongi þangað fara alveg endalaust af hvítum gaurum (sérstaklega mikið af bandaríkjamönnum) maður sér hóða af gaurum sem koma þarna bara til að reyna hössla japanskar stelpur og þangað fara stelpurnar bara til hössla hvíta gaura, er eiginlega eins og hóru svæði nema þetta er ekki hórur sem fá borgað gaurarnir koma bara og djamma og kaupa drykki og svona f þær og svo veit ég ekki hvert þau fara en svo koma stelpurnar aftur næsta kvöld og gera nákv það sama aftur, ss eiginlega bara illa borgaðar hórur. svo er alveg fullt af strippbúllum og svona þarna og endalaust af svörtum gaurum sem labba upp að strákum og segja hey there are 6 fresh pussies waiting for you at my bar!!! eða eitthvað álíka, við vorum 3 ég ed og jon og það skipti engu máli þeir reyndu bara að kutta fram hjá mér og næla í strákana, var frekar fyndið en svo er alveg fullt af fólki sem fer þarna bara til að djamma og skoða lífið eins og við gerðum en ef að erlendur strákur kemur til japan og langar í japanska stelpu þá fer hann á rupongi. vöknuðum svo kl 5 um morguninn vekjarinn hringdi reyndar kl 4.15 en tókst ekki alveg að vakna þá en þeyttumst út um 5 leitið og fórum á held ég stærsta fiskimarkað í heimi, vorum komin þangað um hálf 6 sem er aðeins of seint því við sáum ekki aðal söluna en sáum alla smásalana og alls konar furðufiska, þetta er brjálað busy staður fullt af littlum bílum eiginlega eins og lyftarar nema gaurarnir standa fremst og svo er lítill pallur aftan á sem er hlaðinn fisk, þeir eru alveg stórhættulegir bruna um eins og brjálæðingar hljóta að vera mörg slys þarna á dag sérstaklega þar sem túrhestar eru að þvælast f þeim :o) ekki sniðugt f mig hálf sofandi kl 6 am ed þurfti liggur við að halda í mig svo ég yrði ekki f einum af þessum brjálæðingum. tókum slatta af myndum af furðufiskunum sem við setjum inn bráðum. eftir fiskmarkaðinn fórum við svo í hverfi þar sem ein gata er bara bretta og skíðabúðir vorum þar frá fyrir 10 til kl 3 alveg fullt af dóti sem við hefðum getað keypt en bilív it or not ég keypti bara brettaskónna en ed flippaði hann kom heim með nýjar bretta buxur og jakka annan léttari jakka nýtt bretti skíðagleraugu 2 video og stuttermarbol. ekki slæmt en svo fékk hann þvílíkan móral yfir að ég hefði bara keypt skónna svo við fórum í gær og ættluðum að kaupa nýja götuskó reyndar f hann líka enduðum á flóamarkaði þar sem hann keypti sér gítar og amp (veit ekki hvað það heitir, það sem maður tengir rafmagnsgítar í) við ss eyddum eins og vitleysingar allahelgina en samt ekki því allt þetta drasl fengum við á sama verði og ef ég hefði farið og keypt mér eitt stykki bretti heima!!! sigga sá frábært bretti f rannveigu á um 13þús geggjað flott burton bretti :o) mamma er einhver frakki heima núna, sá á bb að þeir eru komnir og vissi að gunnl væri eitthvað í þessu?? sagði Birna at 02:16 | {xoxo}
hér er gaurinn!!!! og alda þegar hún bjó hjá honum. bubba þú þekkir hann er það ekki?? heitir kristian og alda bjó einu sinni með honum. fía þú ert nú meiri skítablesinn!!!! afhverju gubbaðiru þessu ekki út úr þér ef þú vissir??? algjör ræfill :o) sagði Birna at 01:28 | {xoxo} föstudagur, október 15, 2004 er búin að henda inn slatta af myndum frá því áður en ég kom til japans, t.d. frá pizzupartyinu góða og aðalvík-hesteyri já og harry potter myndir. er farin í vinnuna og svo til tokyo heyrumst eftir helgi. sagði Birna at 03:46 | {xoxo} hey hey hey ég er með slúður sem ég vona að enginn viti!!!! því ef einhver veit það og er ekki búin að segja mér þá er sá hinn sami í deep shit!!!! en til að fá að vita slúðrið þá verða allavega 5 að kommenta eða skrifa í gestabókina :o) hí hí hí... planið fyrir helgina er að fara niður til tokyo eftir vinnu og fara á einhverja svaka útslöu á bretta dóti, vona að ég finna skó og svo sjáum við til hvað meira við finnum, upp til 80% afsláttur af dóti svo hver veit hvað okkur tekst að finna á góðum díl :oP þegar við fórum á bretti á mánudaginn var ég í leiguskóm og það ættla ég aldrei að gera aftur voru hræðilegir og frekar ógeðslegir eitthvað. efit útsöluna er planið að fara eitthvað að borða og bara slappa af kíkja á nokkra pöbba svo ættlum við að reyna finna internet stað til að sofa á í svona 2 tíma og gera svo aðra tilraun við fiskmarkaðinn stóra!!! ættlum að reyna vera þar um 4 eða 5 leytið það er víst þegar mest aksjónið er og svo kíka í hverfi sem eru bara bretta og útivistar búðir svo náum örugglega að eyða ágætis tíma þar. ættlum að reyna vera í tokyo eins lengi og við getum og koma svo heim og sofa. hhhmmmm núna þegar ég hugsa þetta hljómar það ekkert svaka vel á ekki aftir að sofa aftur fyrr en á sunnudagskvöld :oI internetstaðirnir eru já netkaffi en þú færð þinn eigin bás og teppi og þar er hægindastóll sem hægt er að leggja aftur, kostar skít á priki og fólk fer oft þangað til að sofa bara í nokkra kl tíma þegar þeir eru í tokyo. það er meira segja hægt að fara í sturtu þarna svo þetta er eiginlega nethótel. við ættlum að reyna sofa þar í svona 2 tíma og halda svo áfram á túra tokyo. sigga: ef það væri nú til rúgsigtibrauð hérna!!!! en brauð með tómat og ost hefur ekki sjaldna verið hitað í örbylgjunni okkar en svo er ég líka helv lagin við að elda allt með eggjum :o) geri alveg þrusu omelettur!!!! og svo kemur spagetthi með tómatsósu og osti nottla sterkt inn en ég bíð enn eftir mexikósku súpunni í meili sem einhver ættlaði að senda mér!!!!! en jæja krakkarnir mínir verið nú dugleg að kommenta því annars fáið þið ekki að vita þetta svaka slúður mitt :o) sagði Birna at 01:59 | {xoxo} miðvikudagur, október 13, 2004 þetta var nú ekki merkileg helgi hjá okkur, á föstudaginn borðuðm við eitt best curry og nan sem ég hef fengið á littlum indverskum veitingarstað í tatebayashi svo heim og horfðum á green mile og drukkum bjór. það gekk fellibylur yfir á föstudagskvöld til seint á laugardagskvöld, minn fyrsti fellibylur og ég orðin svaka spennt ogtilbúin fyrir allt að þeytast í hringi upp í loft og bara brjálað veður en nei það rigndi eins og hellt væri úr föt í sólahring og inn á milli var mikill vindur en ekkert sem hefði þeytt manni neitt út í buskann. var mjög vonsvikin mínum fyrsta fellibyl og veit ekki hvað er verið að bulla í bíómyndunum að allt hrignsnúist lengst út í buskann!!! allavega fellibylurinn var samt nógu góð afsökun til að gera nákvæmlega ekki neitt á laugardaginn en fórum svo seinnipartinn upp til ota, ættluðum í brettabúð til að láta laga bindinguna hans ed en sú búð var lokuð svo við byrjuðum að leita að mat en rákumst á littla brettabúð við pínulittla götu einhversstaðar sem manni hefði aldrei dottið í hug að ath með búðir, gaurinn sem á búðina og var að vinna er sponsoraður og við nottla ákváðum að vingast við hann :o) gott að vingast við alla sem maður getur fengið e-ð gott út úr!!! nei það er ljótt að segja svona bara djók!!! svo var bara matur hitt nokkra úr fótbolta liðinu hjá ed og fengið sér bjór og meiri mat og svo héldum við á stað á showið hans robbie, hann var búin að segja strákunum að það væri allt of langt að labba og tæki sennilega svona 10mín að keyra en þeir ákv samt að labba og lofa mér nóg af bjór á leiðinni svo ég legg af stað með þeim, við löbbuðum í rúman klukkutíma og jújú ég fékk bjór en hefði frekað viljað sleppa bvítans bjórnum og taka taxa. robbie frábær í tískusýningunni, hittum fullt að japönum sem töluðu og ekki töluðu ensku og endaði á að vera bara ágætis kvöld. sunnudeginum eytt í rúminu, fórum svo og létum laga bindinguna hjá ed og fengum upplýsingar um brettapleisið sem við fórum á á mánidaginn. var alveg sæmilegur staður ekki mjög stór en einn alveg risa stór pallur og svo hinumegin var minni pallur og reil, svo ekki mikið pláss til að gera neitt annað en stökkva eða fara á reilið og ég var nú kanski ekki alveg tilbúin á pallin eftir langa pásu en skellti mér á hann í þriðju ferð ekki annað hægt og endaði bara ágætlega er allavega enn í heilu lagi. ed reyndi við stóra en dreyf ekki yfir risastórt bil sem var frá pallinum að lendingunni, var frekar pirraður en tekur hann alveg örugglega næst. stefnum á að fara nokkrum sinnum áður en snjórinn kemur og þá ætti allt að vera komið sem maður var búin að ná eftir seasonið í fyrra. skít veður úti, típískt haust veður rigning, reyndar bara rigning svo það er kanski ekki svo slæmt. komin tími á mat... hhhhmmmm hver vill giska á hvað er í matinn ef ég er að elda????? sagði Birna at 10:40 | {xoxo} föstudagur, október 08, 2004 komin helgi og við ekki enn búin að ákveða hvað við ættlum að gera, ég keyrði í gær í klukkutíma nærri því til að faraí vinnuna, brjáluð traffík, þegar ég kem þangað þá er ég spurð hvað ert þú að gera hér???? ég á að kenna e hálftíma!!! nei það er frí í dag og á morgun gleymdist að segja þér!!! JÁ!!!!! var ekki sátt en fékk minn fyrsta japönsku tíma í staðinn sem var gott og nú er ég orðin helv sleip. í dag er aftur frí en þarf að mæta á fund kl 6 og fá launin svo það er ekki alslæmt en þau hefðu nú samt getað haft fundinn í gær eða fyrradag eða jafnvel í morgun því þá hefði maður getað fengið þessa fínu 4 daga helgi og farið eitthvað skemmtilegt. allavega engin plön komin f helgina, erum að spá í að fara á bretti kanski einn daginn fer eftir hvað tekur langan tíma að keyra þangað, svo á sunnudag er chiyoda sportsday allir í bænum mæta og keppa í alls konar greinum svo þangað verðum við að mæta hress og kát kl hálf níu á sunnudagsmorgni!!! veit ekki alveg hvað japanir eru að spá með activities á ókristilegum tímum!!! svo vorum við að spá í að fara niður til tokyo og eyða degi á götu sem er bara bretta og skíða búðir með alls konar góðum dílum, leita að bretta skóm f mig og svo bara sjá til hvað við finnum. japan eru svo fyndnir þurfa alltaf að vera í öllu nýjasta og flottasts svo bretti og allt drasl frá því í fyrra er á þvílíkum afslætti og þar sem okkur er nok sama hvort við erum á græjum frá í fyrra eða ár þá er slatti að drasli sem maður gæti keypt en við sjáum til, gæti samt vel verið að maður fengi nýtt bretti í vetur :o) jeij!!! planað djamm í kvöld morgun og hinn en believe it or not efast um ég fari á meira en eitt þeirra, kíki kanski í kvöld held samt við ættlum frekar einhvert að borða og svo bara sjá til, förum á morgun þar sem einn vinur okkar er búin að skipuleggja e-ð svaka kvöld í klúbbi og tekur þátt í tískusýningu og svo þekkjum við 2 sem eru að dja þar svo kíkum þangað og á sunnudag er djammið í tokyo og efast um við nennum þangað eftir sportsday svo lítur allt út f að það verði bara smá djamm á morgun og ekki meir þessa helgina. hey ég steingleymdi líka að segja ykkur að það var jarðskjálfti hér í fyrradag bara lítill 3, eitthvað en það var samt cool og frekar fyndið, sátum og vorum að borða og allt í einu fer allt að hristast, hey ég held þetta sé jarðskjálfti! ed: nei þau eru bara eitthvað að fíflast upp!! og þá hristist húsið ennþá meir og mynd datt ofan af sjónvarpinu, ég fór að skelli hlæja fannst þetta svo fyndið en svo bara hætti þetta stóð í svona 30 sek og svo bara allt búið. svo kom annar bara pínulítill í gærkvöldi en það var rétt nó til að láta mann brosa svo var það búið en mér finnst þetta alveg ótrúlega gaman og fyndin tilfinning e-ð :o) jæja nóg í bili já mamma ég fékk pakkann í gær takk takk en voru ekki íþrótta buxur þarna í??? farið að kólna slatta og orðið kalt að spila í stuttbuxum og gleymdi líka alltaf að spurja skildi ég legghlífarnar mínar eftir í íbúðinni f sunnan?? var viss um ég hefði pakkað þeim niður en finn þær bara alls ekki hér úti. var að búa til blog f ed en hann er ekki búin að skrifa neitt á það en endilega kíkið á það einhvern tíma hann segist ættla vera svo duglegur að taka myndir á símann og setja inn :o) sagði Birna at 04:28 | {xoxo} fimmtudagur, október 07, 2004 jæja þá eru komnar inn alveg fullt af myndum og útlitið á síðunni komið í lag og ég komin með netið hér heima svo þá er það bara að byrja blogga á fullu og taka meiri myndir. elín hvað kom nú eiginlega fyrir síðuna þína það kemur bara upp mynd af þér og segir verkefni??? skoðiði mydnirnar og segið mér hvað ykkur finnst um síðuna sagði Birna at 05:40 | {xoxo} jæja mér tókst loksnins að breyta síðunni og er bara nokkuð sátt með hana núna, og svo er netið að byrja virka hjá mér núna svo þá er komin tími til að setja inn myndir en það eru reyndar einhverjir smá byrjunarörðuleikar í gangi það er alltaf að disconnecta en held það sé bara af því ég var að ná að tengjast í fyrsta skipti hlítur að lagast. annars ekki mikið í gangi akkurat núna líkaminn loksins komin í lag eftir helgina, spilaði bolta á þriðjudagskvöld með strákunum sem ed spilar með og eftir það voru bara allar harsperrur farnar. það er að koma 3 daga helgi og við ættluðum til kyoto en held við séum hætt við það ættlum að hafa chillaða helgi erum búin að vera á fullu síðan ég kom, búin að fara til tokyo og sjá sumo, útilegu upp í fjöll og til nagano og ég er ekki búin að vera hér í mánuð. en tokyo og sumo var frábært tekur bara 1 og hálfan kltíma með lest til tokyo og þar túrhestuðumst við slatta fórum á flotta staði og tókum fullt af myndum, endalaust af ljósum og fólki og enduðum síðan á því að fara á somu sem var þvílíkt stuð og alveg ótrúlega feitir en liðugir gaurar. útilegan var flott var 3 daga helgi og við keyrðum upp eftir á laugardeginum fórum inn í bæ sem var næst þar sem við ættluðum að tjalda og keyptum mat og skoðuðum okkur um, þar er temple með öpunum 3 blinda heyrnarlausa og mállausa, við fórum reyndar ekki að skoða það en gerum það næst þegar við fórum upp eftir. keyrðum síðan enn lengra upp í fjöllin og fundum tjaldstæðið, rétt komumst upp allar brekkurnar á kagganum, hann er alveg pínulítill og mátlaus þið fáið að sjá hanm þegar myndirnar koma inn, á þessu tjaldstæði tókst okku að tjalda við hliðina á einhverjum írum ss voru allavega 100 tjöld þarna og við lentum við hliðina á eina ensku mælandi tjaldinu sem var ss í lagi þau komu út og hjálpuðu okkur að tjalda. daginn eftir ættluðum við að labba upp á eldfjall, frekar erfið ganga og við fengið okkur aðeins of mikinn bjór og viský kvöldið áður en lögðum samt af stað með nánast ekkert vatn, gangan er bara beint upp eftir fjallinu mjög bratt í 2 til 3 tíma :o( hálftíma inn í gönguna var ég búin á því og varð að fá vatn og þegar við sáum að við ættum eftir að labba allaleið nánast án þess að hafa vatn snérum við við og fórum niðrað vatninu og spilðum backgammon, ótrúlega mikið spilað í þessari ferð. seinna um daginn héldum við í aðra göngu sem er helmingi léttari bara á jafnsléttu og eftir plönkun sem búið er að leggja til að labba eftir sú ganga tók um 2 eða 3 tíma og var alvega svaka flott, við vorum alltaf að leita að öpum en sáum engann sáum samt bamba og félaga að bíta gras alveg rétt við hliðina á okkur. á áfangastað húkkuðum við okkur svo upp í lítið þorp sem var aðeins ofar og þar skelltum við okkur í onsen, bíllinn sem stoppaði voru 2 kanar sem eru á sama programi og ed og voru að koma niður af eldfjallinu sem við höfðum byrjað að labba upp, sögðu að við hefðum verið í djúpum ef við hefðum haldið áfram án þess að hafa mat og vatn. fórum öll í onsen ég ein og þeir 3 því konur og kallar fara í sitthvoru lagi og allir bara berir, svo var haldið niðrá tjaldstæði meira backgommon spilað og borðað og drukkið bjór. á mánudeginum var svo pakkað saman foss skoðaður og meiri leit að öpum, backgammon við vatnið og svo keyrðum við niðrí bæinn sem við höfðum byrjað í á laugardeginum fundum smá grasblett og spiluðum fótbolta og keyrðum svo heim. frábær helgi en engir apar og í hvert skipti sem maður segir við japani " ég vill sjá apa hvert á ég að fara?" segja þeir farðu til nikko þar er allt morandi í öpum!!!! ég var þar í 3 daga og sá ekki einn bvítans apa. helgin framundan er ekki ákveðin kanski á bretti innanhús og útilega þar í kring kanski tokyo kanski bara hanga heima spila backgammon og borða góðan mat. sagði Birna at 01:41 | {xoxo} mánudagur, október 04, 2004 vel heppnuð helgi að baki keyrðum upp eftir kl 5 á laugardagsmorgun 3-4 tíma ferðalag vorum komin um hálf níu akkurat passlega fyrir leik rétt eftir 10. fyrsti leikurinn frekar skondin aldrei spilað með þeim og hafði ekki hugmynd um hvernig þær spiluðu en 2 þeirra hafa spilað áður svo er ein sem hefur aldrei spilað en er bara halv góð og varð betri og betri með hverjum leiknum ( þær eru samt allar búnar að vera æfa einusinni í viku í 2 mánuði :o)) og svo markmaðurinn okkar sem hefur einusinni áður keppt í svona móti og var þá líka í marki og er bara ótrúlega góð og frekar heppin restin var ekki mjög góð, sem betur fer spiluðum við 6 a side þau kalla þetta footsal og er á 7 manna völl kanski aðeins mjórri með minni mörkum en 7 manna, minni mörk eru nú ekki eitthvað sem ég þarf!!!!! en allavega töpuðum firsta leiknum 1-0 bölvuð óheppni þær skoruðu á fyrstu 5 min og svo lágum við í sókn en helv boltinn bara vildi ekki inn. það vara alveg ógeðslega heitt og glampandi sól enda var fésið á mér eins og tómatur um kvöldið og einhverjar brunnu aftan á hnjánum á milli stuttbuxna og sokka bara fyndið. annar leikurinn var snilld það voru komin ský og aðeins búið að kólna, við lágum í sókn ég setti heimsmet í skot á mark en ekki inn náði svo fyrir rest að skora eitt svo mín nýting var sennilega 1/10000 ég og markmaðurinn orðnar helv góðar vinkonur og eftir leikin þakkaði hún mér fyrir góða æfingu f næsta leik. en við unnum leikinn 4-0 síðasti leikurinn endaði í jafntefli 1-1 minnir mig eða 2-2 allavega hefðum átt að vinna en strikerinn átti við sama vandamál að stríða og áður, bévítans boltinn vildi ekki inn ég kenni mörkunum um þau voru ekki mikið stærri en handboltamörk, allavega þá var vítaspyrnukeppni þar sem 5 af þeim sem voru á vellinum þegar leiknum lauk tóku spyrnu, ég fór út af 1 min áður en leiknum lauk en þrátt f ótrúlega mörg framhjáskot í leiknum ákváðu þær að ég væri öruggasta skyttan ( skil persónulega ekki hvernig þær fundu það út) en ég ss þramma inn á og læt eins og ég hafi verið inn á allan tíman er látin taka síðustu spyrnuna og hver veit miðað við ótrúlega littla getu í báðum liðum þá var sitthvor varin spyrnan hjá hvorum markverði og svo stelpan úr hinu liðinu sem skaut á undan mér brenndi af þannig ef ég skoraði myndum við vinna ef ekki þá þyrfti einhver af þeim sem ekki var búin að skjóta að skjóta og ef ég á að segja eins og er voru ekki mikið fleiri sem hefðu getað drifið að markinu frá vítapunktinum svo ég bara einfaldlega varð að skora sem ég nottla gerði og við unnum :o) en daginn eftir var svo úrslita keppni þar sem við byrjum á því að mæta liðinu sem við unnum í vítakeppni daginn áður nema þær víst eitthvað aðeins búnar að fiffa liðið og ná í fleiri manneskjur úr hinu liðinu sem þær voru með, sem ok ég nennti nú ekki að velta mér upp úr sérstaklega þar sem að á laug kvöld var þvílíkt partý og enginn tók þessu nú svakalega alvarlega, ég mætti 1 min í leik og í lang verstu ástandi þó svo ég hafi verið ein sú skársta kvöldið áður hinar voru rúllandi!!! þetta var bara einfaldlega of snemmt f mig til að spila fótbolta kl 9 á sunnudags morgni!!!! það er glæpur!!! við allavega spiluðum aftur stóðum okkur ekkert svo illa töpuðum 4-2 sennilega mér að kenna þar sem ég var bara einhversstaðar allt annarsstaðar en á vellinum og hinar þessvegna eiginlega bara 3 plús markmaður :o/ en vorum samt allar frekar slappar og svo mikil þoka að maður rétt sá endanna á milli á vellinum og svo í miðjum leik er mér sagt frá reglu sem var sett kvöldið áður að það væri bannað að tækla.... þá nennti ég þessu nú bara ekki lengur það er ekki hægt að spila í rigningu án þess að tækla, það er aðal gamanið!!! svo ég varð frekar pirruð og svo töpum við og til að bæta á skítinn þá þurfti ég að dæma næsta leik meðan allar hinar fóru að horfa á strákana sem voru að spila annarsstaðar og voru í þvílíku stuði og komust í úrslitaleikinn. en samt mjög góð helgi svaka stuð og er aum í hverjum einasta vöðva í líkamanum. ég ættlaði rétt að láta vita hvernig hefði gengið og enda á þessu svaka bloggi en nú verð ég að fara sofa og vona að allir strengir verði farnir á morgun (ég veit samt betur) svo æfing annað kvöld og þá er bara um að gera að teygja almennilega á eftir og leggjast svo í heitt bað. vona ég lagi þetta blogg bráðum en orka það ekki núna góða nótt sagði Birna at 13:43 | {xoxo} föstudagur, október 01, 2004 nú er ég brjáluð búin að vera í allan morgun að rembast við að breyta þessari ljótu síðu og svo þegar ég hélt þetta væri loksins komið þá sé ég að um leið og síðan er opnuð í stórum glugga þá bara passar hún ekkert og eitthvað krapp kemur við hliðina!! er ekki ánægð en jæja þetta verður bara að vera svona í bili þarf að fara koma mér í sturtu og hengja út þvott :o) svo er það bara meiri vinna í dag reyndar bara einn og hálfur tími í kennslu en er að fara hitta þau í fyrsta skipti, einn 6 ára krakki í hálftíma og svo ein fullorðin í klukkutíma. bíllinn sem ég er með er algjör kaggi með aircon og öllu saman, munar mikið um það sérstaklega á dögum eins og í dag örugglega góðar 30 gr úti ég sem hélt það væri að koma vetur var svo passlegur hiti í gær og fyrradag ( ss hægt að vera í stuttbuxum og bol án þess að svitna eins og svín). þarf að vakna fyrir 5 í fyrramálið til að keyra upp í næsta bæ og taka lest þaðan upp í þar næsta bæ þar sem við munum fá far upp til nagano þar sem fótboltamótið er, efast um ég lagi síðuna eða bloggi áður en ég fer en lofa að skrifa eftir helgi og láta vita hvernig gekk. fengum að vita í gær að við fáum netið ekki fyrr en eftir 2 vikur var eitthvað vesen með línuna svo ég ættla bara að nota þetta signal eins mikið og ég get efast um að fólkið fatti að einhver sé að nota línuna þeirra. allir að hugsa vel til mín um helgina og vona að ég skori ( ég veit það skeður ekki mjög oft en hver veit....) sagði Birna at 03:06 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|