þriðjudagur, desember 12, 2006

Já það varð ekki jafn mikið úr öllu bloggeríinu sem ég bjóst við í próflestrinum, en það er ekki af því að ég hef verið svona upptekin við að lesa!! Hef fundið mér allt milli himins og jarðar til að dunda mér við, spáð mikið í jólagjafir, þurft að skreppa nokkrum sinnum í kringluna og aðrar búðir, sjaldan skoðað jafn mikið af bloggsíðum og bakaði köku :o) En ég hef aftur á móti ekki verið að sóa tímanum í tiltekt, ræktina eða einhverja álíka óþarfa hluti. Hef reyndar verið alveg pínu dugleg að læra, lært eitthvað nánast alla daga síðan á þriðjudag í síðustu viku. Nú er bara einn dagur í próf og ég ekki alveg orðin nógu góð í þessu, á enn eftir að fara í eina og hálfa bók sem ekki hafa verið opnaðar í vetur!! Vona samt að þetta reddist einhvernvegin, haf alveg nóttina í nótt, daginn á morgun og nóttina þar á eftir svo það er nægur tími til að troða e-u dóti inn í hausinn á mér.
Já Hansína ég þakka gott boð en held ég verði að afþakka atvinnu tilboðið, þó það sé eflaust fínasta vinna að hanga með Gunna og hafa það gott þá held ég bara að þú hafir ekki efni á mér :o) Er svo fjári skemtileg og góð barnapía að verðið er sky high!!
Elín líst mjög vel á okkur í buisness, getum heklað húfur eða verið með skíðaskóla!! Eða eitthvað annað, allar tillögur vel þegnar!! Það væri geggjað stuð, ég er í fríi alla morgna fram til 1 svo hef nægan tíma í þetta :o)
Jæja best að halda áfram að læra, planið er að klára þessa hálfu bók sem ég á eftir núna og taka svo Dobe Ju´Hoansi með trompi á morgun. Fyrir áhugasama er það mjög skemtileg bók um San fólkið sem býr e-s staðar nálægt Kalaharí í Afríku, man ekki alveg hvar held það sé í Súdan eða einhversstaðar þar. Þeir eru hunters and gatherers sem eru lægstir í virðingarstiganum á Dobe svæðinu. Jafnvel þó þeir hafi verið þar fyrst. Svo man ég ekki mikið meir en held þetta sé skemtileg og auðlesin bók svo ætti að fljúga í gegnum hana!! En nú er það Við og hinir sem tekur við, 4 góðir kaflar eftir, eflaust hver öðrum áhugaverðari þar á meðal einn um rannsókn sem gerð var vestur á fjörðum um áhrif kvótans á líf kvenna í sjávarþorpum. Breytingar í sjávarbyggðum, sýn kvenna eftir Unni Dís Skaptadóttir sem er líka annar kennarinn minn í faginu sem verið er að prófa í. Svo eins gott að lesa þennan kafla vel, ekki bara um mitt heimasvæði heldur líka skrifaður af kennaranum mínum!!
Veriði sæl börnin góð, hlakka til að sjá ykkur sem flest um jólin og alla hina þegar ég sé ykkur.
Njótið lífsins og brosið, það er svo gaman, sérstaklega í prófunum :o)


sagði Birna at 00:48

|

{xoxo}



sunnudagur, desember 03, 2006

Blogga já segið þið!!!
Afhverju ekki?? Hef svo sem ekkert annað að gera nema kanski læra, en það finnst tími fyrir það einhvern tíma seinna. Hef sjaldan verið jafn upptekin af engu eins og núna þegar skólin er búinn og bara prófin eftir. Skil á síðustu ritgerð þessarar annar voru á föstudaginn síðan þá hef ég verið of upptekin til að taka upp bók, við að versla jólaskraut og föndur, skreyta, íhuga bakstur, fara í búðarölt og leita að jólakjól, hugsa um jólagjafir og vera í ræktinni. Var að koma heim úr ræktinni núna klukkan hálf 11 á sunnudagskvöldi!! Á eftir að vera í hörku formi um jólin með þessu áframhaldi. Nú þegar er búið að plana allavega klukkutíma á dag í ræktinni, sund 3 í viku og helst skvass og smá afró ó próflestrinum. Var jafnvel að spá að reyna að finna eitthvað lið og byrja smá í boltanum fyrir jól, en við sjáum til hvernig það fer. Lítið verið planað af lestrinum sjálfum en það stendur til bóta á morgun þegar við mannarar ætlum að hittast, gera plan fyrir lesturinn og elda eitthvað gott.
En svona fyrst þetta blogg hefur nú ekki verið neitt voðalega aktívt síðustu mánuði þá verðið þið bara að láta það berast að nú munu betri tímar taka við, ég er byrjuð í próflestri og því má búast við daglegum bloggum og jafnvel tíðari en það.
Síðan ég bloggaði síðast hefur nú ekki margt drifið á daga mína en ætla henda því helsta inn í punktaformi:
-Fór trilljón og tíu sinnum til læknis vegna útbrota
-fékk kláðamaur
-fékk svo að vita eftir kaup á ansi mörgum kremum og töflum að þetta væri ekki kláðamaur!!
-þar var fjárhagurinn farinn í fokk
-fann bed bugs í rúminu mínu
-eitt st meindýraeyðir takk!! 30 þús.
-henda rúminu mínu og e-u drasli úr herberginu
-sofa í stofunni (þar sem ég er enn, 6 vikum seinna)
-þvo allt þvoanlegt úr herberginu
-frysta eða henda rest
-er að henda síðasta búnti í frysti í kvöld
-þessu er vonandi lokið
-kemst að því á næstu dögum þegar ég þori að prufa að sofa í herberginu
-bit=enn bed bugs=aftur meindýraeyðir=annar 30.þús
-engin bit=mjög líklega engar bed bugs=óhætt að flytja aftur inn í herbergið=kaupa nýtt rúm
-ekki verið mikið um lestur en þó nokkur verkefni og ritgerðum rúllað upp
-"nokkrir" bjórar sötraðir og oft teigaðir
-nokkur kíló kíkt í heimsókn
-staldra stutt þar sem þau eru á leið heim til sín aftur á næstu vikum
-vinna, vinna, vinna.
-ný stundatafla=þarf að finna nýja vinnu e áramót
-ein ferð til Ísafjarðar
-kíkti á prins Bolungarvíkur
-knúsaði og kyssti krúttin í Fagraholtinu
-át á mig gat, stir fry ala mamma, pizza ala Sigga og gorme kökur ala Pálína
-ekki frá því að þarna hafi kílóin náð mér!!!
-2 saumó
-Elín kvödd
-Elínar saknað, og ekki lítið!!! gæti líka verið henni að kenna að þessi kíló kíktu við!!
-kvart aldar afmæli Fíu fagnað, ekki rólega!!
-helgarferð á Bifröst, Brynju afmæli fagnað og ekki heldur tekið rólega.
-bústaðarferð Mannó, aðal hetjurnar mættar, ég, Arna, Orri og Kristín.
Þetta held ég að sé það helsta, ef það er eitthvað fleira kemur það bara næst. En ef einhver lumar á góðri vinnu fyrir mig eftir áramót þá er ég geim!!! Vantar vinnu á morgnana fram til 12 eða 13. Skólinn seinnipartinn og svo planið að vera duglega að læra og brettast slatta líka.
Jæja best að hunskast nú í sturtu, sit hér í fílunni af sjálfri mér og er við það að kafna, þó svo mín eigin svitafýla sé með þeirri bestu sem ég hef fundið :o) hehe
Adios amigos!


sagði Birna at 23:03

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008