föstudagur, júní 09, 2006

Loksins kemst ég inn á blogger eftir að vera búin að vera útilokuð í nokkra daga, já akkúrat þegar mér datt í hug að blogga þá er bara lokað á mig og það í nokkra daga. En nú virðist þetta vera komið í lag og allt að ganga, ég hef nú ekki mikið að segja nema það að ég ættlaði að monta mig á nýju tölvunni minni!!! Vaahúú geggjað að vera aftur komin með eigin tölvu og geta legið upp í rúmi á kvöldin og lagt kapal :o) hehe er húkt á solitare, einfaldasta kaplinum í tölvunni, frábær leikur, þarf ekkert að hugsa bara stara á skjáinn og klikka á músina, ég bara fæ ekki nóg!!! En svo var mér líka bent á mbl.games.is og þar eru sko margir leikir fyrir imba eins og mig, gullgrafaraleikur sem ég þoli ekki því ég er svo léleg í honum, nokkurs konar tölvu kleppari, og geggjaður kapall sem virðist samt vera dottinn út ég allavega finn hann ekki aftur. En ss endalaust hægt að eyða tímunum í þessum aumingja leikjum.
Ég var að fá 3 diska af myndum frá Indlandi af Hauk svo nú er kominn tími á að fara í gegnum þetta allt og skella einhverju á netið, en það mun sennilega taka dáldin tíma þar sem þetta eru mörg þúsund myndir!!! En nú er bara að sjá hvort tölvan geti höndlað myndavesen og ef hún getur það þá er ég bara sátt, þá er tölvan sem ég á enn eftir að nefna (tillögur vel þegnar í kommentum) bara frábær og flott eins og eigandi sinn ;o) haha Eina böggið á henni er að hún er með danskt lyklaborð en er samt stillt á íslenskt og límmiðar svo maður ruglist nú ekki en hægri shift takkinn er aðeins styttri en á öðrum lyklaborðum og takki sem gerir svona merki < við hliðina, svo alltaf þegar ég ættla að gera stóran staf þá kemur bara lítill með pílu f framan, en það hlítur að venjast.
En best að fara að vinna í þessum myndum svo ég nái nú einhvern tíma að setja þær á netið.
Pólland-Equador kl 7, áfram Equador!!!


sagði Birna at 18:36

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008