sunnudagur, apríl 13, 2008
Ég er nú nokkuð viss um að allir séu búnir að gefast upp á þessu bloggi, en ég ætla samt að henda hér inn e-u bulli.
En ég verð að deila með ykkur reynslu minni af Amerísku ER, sem er sko ekki alveg eins og í Bráðavaktinni sem er í sjónvarpinu. Ekki jafn sætir læknar, ekki jafn mikill hasar og miklu lengir bið!!!
En ég allavega fór með brotna puttann minn á ER daginn eftir að ég hafði eitt hálfum deginum á UBC hospital til að fá úr skorið hvort hann væri brotinn eða ekki. Jú hann var brotinn og ég send á ER daginn eftir til að hitta hand specialist, a plastic surgeon(lýtalækni!!). Á ER var mér sagt að fá mér sæti og bíða, þarna sat ég og horfði á alla sem komu inn með sjúkrabílunum vera ýtt mis hratt inn á réttar deildir. Svo kom þarna fólk sem sagðist hafa fengið símhringingu um að komið hefði verið með faðir þeirra hingað með sjúkrabíl. Þeim er sagt að bíða meðan ritarinn sæki lækni. Hann kemur og tilkynnir þeim, þarna frammi á gangi, við hliðina á mér, að pabbi þeirra sé að fá hjartaáfall. Litla ég var held ég í meira sjokki yfir því að heyra þetta allt saman heldur en þau. Nema svo tekur ritarinn gögnin mín og segir mér að fara inn ganginn og setjast þar á biðstofuna. Þar sit ég í ca 1 og hálfan tíma. Meðal fólks sem kom þarna inn og beið var strákur sem þurfti náttúrlega að setjast við hliðina á mér, alblóðugur á hausnum, með blóðtauma niður andlitið. Hann varð bara að gjöra svo vel og setjast þarna og bíða líkt og aðrir. Aftur, litla ég þoli ekki að sjá blóð og varð ansi bumbult við að hafa þennan blóðuga mann við hliðina á mér. Loksins hélt ég að komið væri að mér þegar kona kallar í mig og segir mér að koma inn. Nei þá átti ég bara að fara inn og setjast í annan stól og bíða. Þetta var enn verr en hin biðin. Þarna var ég í heildina í ca. 4 tíma. Þegar ég kom inn var verið að þrífa opið 3.stigs brunasár á fæti einnar konu. Frekar ógeðslegt og konan sem leiddi mig inn segir: fáðu þér sæti hér! Alveg við hliðina á þessari brunasárskonu. Svo ég sný mér í hina áttina og horfi frekar á gamla mannin sem situr við hliðina á mér og er með ígerð í munni og er alveg hræðilega andfúll. En nei, þá kemur hjúkkan og fer að setja upp legg hjá honum. Ohhh... Þarna var maginn kominn með nóg, blóð, opið flesh/kjöt og nú sprautur! Svo ég stari bara á tjaldið sem er dregið fyrir rúmið sem er beint fyrir framan mig, já ekki nema svona einn og hálfur meter í rúm þar sem e-r liggur, og svo álíka stutt í annað rúm hinumegin við það. Það eru reyndar tjöld dregin í kringum rúmin svo gaurarnir þar fá smá pærasí. En ég held bara að þeir hefðu lítið fundið fyrir því þó þeir væru út á miðri umferðareyju. Sá sem var í fjær rúminu kom allt í einu labbandi fram úr, í sjúkrahússlopp einum fata, sem var opinn í bakið rölti hann þarna um áður en hann fór á tojarann og þaðan heyrðust sko sprengjuhljóð! Ekki næs. Ég komst að því að í báðum rúmum voru útigangsmenn. ÞEssi sem ég sá þarna stripplast um var allur út í sárum, sennilega e-ð mikið veikur og var að lokum færður e-t annað. Hinn gaurinn svaf og stundi í dágóðan tíma áður en hann stóð upp, klæddi sig og fór án þess að láta kóng né prest vita. Svo það virðist sem útigangsmenn geti bara labbað inn og út af ER eins of ekkert sé!
Loksins kom læknir og talaði við mig, þau voru búin að vera skoða myndirnar mínar frá deginum áður og sögðust ætla að prufa setja hann í spelku til að ná brotinu saman, ég ætti svo að koma aftur eftir viku til að sjá hvernig það hefði gengið. En það þyrfti fyrst að rétta puttann við til að setja hann í spelkuna, ok ég verð bara að bíta á jaxlinn hugsaði ég og stóð upp til að fara e-t með lækninum. En nei, hún ætlaði bara að gera þetta þarna, frammi á gangi frammi fyrir öllum sem þarna voru. Og vá hvað þetta var vont, fékk tár í augun!! Hún bara tók puttann og rétti hann og þrýsti honum svo niður í spelkuna. Díí hvað mig langaði að öskra, en ég hélt kúlinu og barðist við að halda aftur tárunum :o)
Og þá er sjúkrahússagan öll! Eyddi um 3 og hálfum tíma á UBC hospital á mánudag og sv rúmum 5 tímum á ER á Vancouver General Hospital á þriðjudag. Þvílíkt stuð. Get þó huggað mig við að ég á pantaðann tíma hjá e-m á næsta þriðjudag til að láta skoða puttann svo það tekur vonandi ekki mjög langan tíma. Bara tékka á honum og setja hann í gifs.

En jæja í gær var 20 stiga hiti og sól og nú stefnir í annan eins dag, klukkan ekki orðin 12 á hádegi og hitinn kominn í 13 gráður. Svo best að drífa sig út, ætla niðrá strönd með vinkonum mínum. En bara svona til að hafa það á hreinu þá gæti ég líka farið á bretti í dag. Á sama degi er ss hægt að velja á milli þess að leika sér á ströndinni eða að leika sér í snjónum.
Snjór í fjöllum hiti í bænum :o)
Geggjað alveg hreint!!

Enn og aftur random myndir sem ég set inn.


sagði Birna at 18:07

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008