föstudagur, nóvember 26, 2004

já kanski komin smá tími síðan maður bloggaði síðast :o/ en er bara ekki búin að gera neitt merkilegt til að segja frá, nema ég fór á vínfestivalið á laugardaginn þar sem allir fengu gefna flösku glas og upptakara, helv sniðugt, svo fór maður og settist upp í brekku hlustaði á tónlist, í sól og blíðu ( stuttermabolur og buxur í enduðum nóv!! ekki normalt) og drakk vínið sitt. var alveg hellingur af fólki, þetta byrjaði kl 10.30 um morguninn og var búið kl 3.00 um daginn, svo þegar maður var á leiðinni heim eftir eitt stykki rauðvínsflösku fannst manni eins og kl ætti að vera eftir miðnætti en það var bara miður dagur svo við fórum á markað og fundum allskonar góðna mat og svo röltum við um moll og á leiðinni heim stoppuðum við í skemmu sem selur notað og ádýrt nýtt drasl og keyptum og borð í eldhúsið og dýnu til að sofa á (höfum sofið á tveim sængum þangað til núna, sem eru svona eins og japanskar dýnur bara ekki alveg jafn gott), allt þetta og vorum komin heim um 7-8 leitið :o) frekar fyndið en ég var svo sofnuð kl hálf níu!
sunnudagurinn fór nú mest bara í hangs fórum og horfðum á fótboltafestivalið hér í bænum og fórum svo seinnipartinn með brettið hans ed inn til að láta preppa og upp í mollið sem er opið til 10 til að kaupa jólagjafir en komum út með hillu og slá til að hafa hér heima, afmælisgjöf f mömmu ed en engar jólagjafir!! svo í ár verða engar jólagjafir f neinn!!! hahahaha
annars ekki mikið búið að ganga á ed var veikur og svo er ég búin að vera slöpp síðustu daga en er öll að hressast, held sundið í gær hafi skolað allan slappleika úr mér. það var frídagur á þriðjudag, frábært því þá er vikan svo stutt, man nú ekki alveg hvað við gerðum held bara mest ekki neitt, jú fórum á agricultural festival hér í bænum og hittum fullt af fólki og röltum um, hittum svo einn sem ed vinnur með og hann bauð okkur í mat um kvöldið, ed fór en ég lá heima sofandi drullu slöpp.
jæja nú þarf ég að koma mér í að skrifa notes um alla bekkina mína f gaurinn sem ættlar að kenna f mig meðan ég er heima, er orðin frekar spennt en er samt ekki alveg að fatta hvað það er stutt þangað til ég kem, bara um 1o dagar held ég!!!
er enn að leita mér að fari vestur svo ef einhver bíður up á far verð ég mætt í borgina seinnipart 8.des og verð tilbúin að hoppa upp í bíl og þjóta vestur um leið.
sigga fyrst einhver er búin að setja upp hotmeilið f rogf þá verða þau að senda mér meil!!!!


sagði Birna at 02:07

|

{xoxo}fimmtudagur, nóvember 18, 2004

nú vantar mig meiri hjálp en ekki í sambandi við tónlist í þetta skiptið. málið er að ég er að kenna ofvirkum strák, held hann sé ofvirkur, eða e-ð álíka, allavega ekki hægt að halda athygli hans í meir en nokkrar mínutur og þá fer hann að hlaupa um og blaðra út í loftið og engu sambandi hægt að ná við hann. hér í japan er sko ekki talað um annað fólk stundum meira segja hægt að segja að hér sé ekki talað maður þarf oft að draga orðin upp úr fólki, en jæja þegar ég reyni að spurja hvað sé að honum þá segja stelpurnar á skrifstofunni bara með vandræðalegt bros á andlitinu, eeehhhhh hann er aðeins öðruvísi!!! já ég tek eftir því en hvað eru veikindin??? hvað er að honum???? enn meira frosið bros sem lýtur út f að þýða hættu að spurja svona það er bannað að tala um annað fólk!!!! og sama svarið aftur hann er öðruvísi??? svo ég spyr er hann á lyfjum, er það e-ð alvarlegt sem er að honum eða er hann bara óþekkur og nennir ekki að vera þarna?? ( er reyndar búin að fatta að svo er ekki því hann dýrkar ensku og er helv klár þegar maður nær sambandi) enn og aftur ekkert almennilegt svar bara frosið bros og andlit sem segir ég skil ekki hvernig þú þorir að tala svona!!!! stundum stend ég á gati yfir samskiptaörðuleikum hér í landi. ekki bara milli mín og þeirra heldur þeirra á milli, oft eins og þau bara hreinlega tali ekki sama tungumálið!
en jæja allavega hjálpin sem ég ættlaði að biðja um er ef einhver þekkir einhverskonar leiki sem gott er að fara í með svona krökkum??? bara hvaða leik sem er þarf ekki að vera lærdómsríkur bara að geta haldið athygli hans og haft gaman. ég kenni honum í hálftíma og stundum fara 25 mín í að reyna tala við hann og ná sambandi og stundum förum við í leiki en þurfum að skipta um leik á mínutu fresti og ég bara hreinlega kann ekki nógu marga leiki til þess.
svo endilega ef einhver er með einhverjar hugmyndir plís let me know!!
annars allt það fína héðan f utan að ed er veikur búinn að vera veikur síðan á þriðjudag. við sem vorum að plana að fara til kyoto í 4 daga ég búin að fá frí í vinnunni á mánudaginn, búið að taka 2 vikur að finna e-n til að vinna f mig og svo er frídagur á þri, en þá er ed bara veikur og ég get unnið á mán eftir allt saman. svo nú er það bara vínfestival á laugardag, chiyoda (bærinn minn) football festival á sunnudag, frábær tímasetning!!! daginn eftir vínfestival. mánud þarf ég bara að kenna seinnipartinn og svo meira frí á þri og þá er chiyoda agricultur festival hhhmmm spennandi :o) en maður lætur nú sennilega sjá sig ef maður er á svæðinu annar aldrei að vita nema maður skelli sér e-t í smá dagsferð.
hér hafið þið það vikuskammturinn kominn
heyrums næst
og sjáumst e 3 vikur


sagði Birna at 06:20

|

{xoxo}laugardagur, nóvember 13, 2004

takk takk allir sem hjálpuðu mér með lagið um daginn bestur var samt bergur LITTLI frændi minn sem er algjört tölvugúrú, hann var á msn ég bað hann um lagið og eftir 2 mín var hann búinn að finna það og send mér það.
fóum á isakaja stað í gær með nokkrum úr vinnunni, fínasta kvöld sem auðvitað endaði í nokkrum bjórum. en eitt fyndið! sat og sötraði bjórinn minn og var í fínum samræðum nema hvað allt í einu ómar hrognamál í hausnum á mér, ég lít upp og legg við hlustir og viti menn þarna sitja þrír danir á þarnæsta borði við okkur og voru búnir að vera allt kvöldið, sátu meira segja fyrst á næsta borði við okkur en voru svo fengnir til að færa sig og fóru þá lengra í burtu. veit ekki afhverju allt í einu ég heyrði að þeir voru að tala dönsku, kanski bjór gefi manni betri heyrn þannig að eftir nokkra þá var ég komin með ofur heyrn og varð svo spennt og æst að ég rauk upp, skildi aumingjas fólkið sem ég var að tala við eftir með stórt spurningarmerki í fésinu, tölti yfir til þeirra og segji á minni bestu dönsku: er det dansk NI snakker??? bölvaðir svíar ég er farin að rugla öllu saman sænsku norsku dönsku þetta fer bara allt í bland get ekki einu sinni sagt eina einfalda setningu á dönsku!!! >oI gggrrrrr....
en allavega ég sest hjá þeim og byrja að spjalla, enda ekki hitt mannfólk í háa herrans tíð. en ég komst að einu að ég get ekki jack shit í dönsku lengur og á endanum bauð ég þeim bara að joina okkur á hinu borðinu og tala ensku :o) þeir ættla síðan að koma í partý sem er í kvöld svo kanski ég geri aðra tilraun við hrognamálið hver veit!!!
punktar fyrir þessa littlu lísingu mína:
isakaja= sambland að veitingarstað og bar!! NEI alls ekkert eins og sjabbabúllan sjallinn heldur næs staður þar sem maður situr á gólfinu og pantar allskonar mat en þetta eru allt littlir skammtar svo í staðinn f að hver og einn panti rétt þá er matseðillinn dreginn fram nokkrir réttir pantaðir og svo bara borða allir af öllu og sötra bjór, svo er bara setið langt fram eftir kvöldi (við sátum til 1 held ég) og pantaður meiri matur þegar fólk vill og bara tjattað og haft gaman. snilldar fyrirkomulag stefni á að opna einn slíkan á the icefjord!! þarf bara kanski að finna einhvern til að sjá um eldamennskuna :oP
mannfólk= skandinavar!!! sama hvað hver segir allir aðrir eru frík og frekar skrítnir, og það er sko alls ekki algengt að hitta skandinava hér í japppplandi. flestir halda að ég sé frá írlandi þegar ég kynni mig og tekur yfirleitt dágóðan tíma að koma þeim í skilning um hvaðan ég er. er farin að ganga með lítinn uppblásanlegan hnött á mér svo ég get bara töfrað hann fram og bent á landið mitt góða í stað allskyns handahreyfinga og teikninga út í loftið.

en jæja nóg komið af bulli
smá til siggu láru, eða gerðar eða gunnlaugs eða bara einhvers sem þekkir og getur hjáplað littlu krúttunum tveim að signa sig inn á hotmail. ég var að búa til hotmail addressu f þau og það er rannrik@hotmail.com ég sendi pabba og gunnlaugi passwordið svo nú verður bara einvher að setja hotmail á favorites f þau og kenna þeim að sign inn. og ég bíð spennt eftir meili frá þeim.
nú eru fyrstu brekkurnar að opna svo ekki langt þar til ég fer að svífa um fjöllin!!! jei jei jei get ekki beðið en næ allavega sennilega að fara nokkrum sinnum áður en ég kem heim!!!!
ligga ligga lá


sagði Birna at 03:53

|

{xoxo}mánudagur, nóvember 08, 2004

er einhver sem er svakaflinkur í að finna músík á netinu til í að hjálpa mér????
mig vantar last christmas með wham fyrir miðvikudagsmorgun hjá mér. ég er hópless búin að vera leita á netinu í um kl tíma og finn slatta af textum en fæ aldrei lagið :o/ ég sem hélt að allt væri hægt á netinu!!!
uuuu það var smá jarðskjálfti rétt í þessum skrifuðu orðum er orðið svo eðlilegt að maður er liggur við hættur að taka eftir þeim, sérstaklega þessum littlu.
sella þessi invite tókst ekki hjá þér þú verður að prufa aftur kom alltaf error svo plís reyndu aftur og ég mun byrja á fullu að blogga :o) já og ég veit að gæinn er algjört tölvugúrú fáðu hann til að finna last christmas f mig og senda mér svo ég geti brennt á disk :O) pplllllíííííssss!!!
vona allavega að einhver geti hjálpað mér


sagði Birna at 02:31

|

{xoxo}föstudagur, nóvember 05, 2004

enn ein helgin komin og við ekki í vandræðum frekar enn fyrri dagin að finna e-ð til að gera. planið er að elda fisk í kvöld!!! veit ekki hvernig en við finnum e-ð út úr því og svo leggja sig snemma vakna og keyra af stað um 3 leitið í nótt upp til nikko, þar sem við fórum í útilegu stuttu eftir að ég kom út en þar sem það er sennilega orðið of kalt til að sofa í tjaldi upp í fjöllunum þá ættlum við að keyra af stað í nótt til að vera á undan allri traffík, japanir streyma víst þangað upp eftir á þessum tíma til að sjá haustlitina á trjánum, ss vera komin þangað snemma í fyrramálið kanski leggja okkur aðeins í bílnum og fara svo og fá okkur morgunmat einhversstaðar. fara í smá gönguferð um morguninn áður en japanarnir koma með myndavélarnar sínar og písmerkin, borða all you can eat curry á frábærum veitingarstað í hádeginu og sitja svo sennilega við vatnið og spila backgammon seinnipartin áður en við keyrum heim. og nú er eins gott að það komi nokkrir apar fram og taki í hendina á mér og biðjist afsökunnar fyrir að hafa ekki látið sjá sig síðast þegar ég kom!!!!
en nú er bara mánuður þangað til ég kem heim tímin flýgur áfram finnst eins og ég sé ný komin en ég er búin að vera hér í 2 mánuði :o/ en miðað við hvað tíminn flýgur þá verð ég sennilega bara komin heim á morgun!!!
var frí á miðv daginn og hvað haldiði að hún móðir mín geri jújú hringir og vekur mann fyrir allar aldir og ég tala svo hátt í símann að ég vek ed!! sem var ekki sáttur en það var nóg að gefa honum kornfleks og seja honum að fara aftur að sofa þá var hann sáttur :o) og ég sem betur fer á yfirleitt ekki í vandræðum með að sofna svo fór bara aftur í rúmmið og svaf til 11 held ég. svo var svo sem allt í fína hjá þér mamma mín að hringja. er að reyna gera smile en það virkar ekki talvan spyr alltaf hvort ég sé viss um að ég vilji fara út af þessari síðu þegar ég íti á shift. svo ég segi bara bros.
svo er frí á þri eftir rúma viku og ég er að reyna fá frí í vinnunni á mánudeginum svo við getum farið niður til kyoto og nara í 4 daga, en þar á víst að vera voða fallegt og mikið af típískum gömlum japönskum húsum.
og svo ættla ég að reyna plata ed til að koma í dýragarðinn á sunnudaginn og sjá pöndurnar sem eru þar.
að lokum ættla ég að óska pálínu til hamingju með sýninguna sem hún er að opna í dag á langa manga, mundu að taka fullt af mydnum til að sýna mér eða hafa sýninguna uppi fram til 8 eða 9 des.


sagði Birna at 03:06

|

{xoxo}fimmtudagur, nóvember 04, 2004

þá er ég búin að borga inn á farið mitt heim svo nú er orðið alveg pottþétt að ég verð heima um jólin ég kem sennilegast 7 eða 8 des og verð fram á 6 eða 7 jan.
hér í þessu litla skrítna landi leggur maður inn á reikn hjá öðrum í gegnum hraðbanka!! ég veit nú hugsar bankafólkið bíddu varst þú ekki að vinna í banka!!! þetta getur maður vel gert heima á ísl!!! en neihhh nú skal ég segja ykkur ég var með peninga bæði bréf og klink og vildi leggja inn á reikn hjá ferðaskrifstofunni, og hún bendir mér á hraðbankann og kemur og hjálpar mér, ss maður gerir allt eins og þegar maður millifærir á tölvunni heima skrifar skíringu og allt nema svo þegar kemur að því að borga þá spyr vélin hvort ég sé með kort eða peninga, og ég var með pen svo þá opnast 2 hólf eitt f bréf og hitt f klink svo heldur vélin áfram að vinna gefur þér kvittun og e-ð kort sem konunni tókst ekki alveg að útskýra hvað var svo á endanum held ég hún hafi sagst ættla að geyma það f mig þangað til næst þegar ég þarf að gera e-ð svipað, er samt ekki alveg viss :o/ en allavega svo það best þú færð afgang ef þú hefur ekki verið með akkúrat rétta upphæð!!! ss vélin er bara eins og manneskja það þarf enga gjaldkera lengur nema f imba eins og mig sem skilja ekki japönsku og þurfa því einhvern til að gera allt fyrir sig :o)
allavega farið er mitt 7.des en er á biðlista til að fljúga með Cathay Pacific í gegnum hong kong annars flýg ég með Aeroflot (rússnesku flugfélagi) í gegnum moskvu :o) er nú alveg smá spennt f að fara til rússlands en er ekki eins viss um flugfélagið allavega var ég alltaf spurð á öllum stöðunum sem ég hringdi á viltu fljúga með rússnesku flugfélagi??? maður er aldrei spurður hvort maður vilji fljúga með japönsku eða áströlsku eða frönsku eða bara name it flugfélagi nei bara hvort maður þori að fljúga með rússnesku flugfélagi!! sem ok á enum staðnum spurði ég hvort hún (afgr konan) myndi fljúga með því og hún svaraði ja það er ódýrt og margir fljúga með þeim svo ég segi já en þú hvað mundir þú gera??? nei ég mundi fara með öðrum!!! hhmmm hughreystandi þegar maður heyrir svona frá fólkinu á ferðaskrifstofunni :o) en rússar geta sent fólk út í geiminn þá hljóta þeir að geta komið mér til englands!!! svo ég er bara spennt fyrir þessari littlu rússlands ferð minni :o)
en ég vill taka það fram ég var að panta núna til að vera snemma í því!!! komst að því að ég er alls ekki snemma því það er nánast allt upp bókað tilbaka í byrjun jan, með flestum flugfélögum nema maður geti borgað alveg hellings pening til að vera á hærra klass!!!
en svona er nú sagan sú nú er komin tími á að fara á klóið þar sem rúsínu pokinn sem ég er búin að vera að jappla á síðan í gær er að byrja renna í gegn :o)
mmmmm!!! vantar bara andrés!!! veit að nú er bubba sammála mér harharhar!!sagði Birna at 05:28

|

{xoxo}mánudagur, nóvember 01, 2004

ég gleymdi alltaf að segja frá einum skondnum draum swem mig dreymdi um daginn, ef einhver getur ráðið í hann þá er það vel þegið :o)
ég og ed vorum á bretti að leika okkur og allt í gúddí nema allt í einu er ed ekki þarna lengur heldur fía og arna og minnir mig pálína og við erum saman í skíðaferðalagi og hvort sella var ekki þarna líka en elín var allavega ekki með okkur því hún var á næsta stað við hliðina í skíðaferð með óla og pabba sínum. já ég ætti kanski að taka það fram að þetta voru risa stór svæði og leit út fyrir að við værum einhversstaðar í ölpunum. allavega við erum þarna og stelpurnar eru búnar að fá nóg af að skíða yfir daginn og vilja fara heim, þar sem rakel beið með heitt kakó handa okkur :o) en ég og fía ákveðum að koma okkur yfir á næsta svæði og hitta elínu og fara aðeins í backcountry ( skíða í púðri og stökkva af klettum og svona) en við höldum af stað allt í gúddí og fía er í forystu nema hvað svo fer snjórinn nú eitthvað að minnka og áður en við vitum af þá lendum við í littlum læk og erum farin að klöngrast yfir gras og littla runna og þvílíkt vesen, ég lít upp og kalla á fíu og sé þá að við erum inn í skógi og ég er stödd í miðjum læknum hjá bílastæðinu f neðan bústaðinn hjá okkur!!! og fía stendur á brúnni f ofan, en báðar enn með skíðin á okkur svo ég lít niður og ættla reyna losa mig nema þá er allt morandi í snákum bæði í ánni og í kring og þegar ég spyr fía hvort það sáu snákar hjá henni þá segir hún bara þessir venjulegu!!! við ákveðum að gefa skít í elínu og að hún geti bara komið yfir til okkar næsta dag ef hún vill hitta okkur og höldum af stað til baka, með skíðin á fótunum upp úr læknum með öllum snákunum og yfir bílaplanið og á endanum erum við komnar aftur í snjóinn og þá var draumurinn búinn!!!!
ef einhver botnar upp eða niður í þessu þá endilega útskýrið f mér en mér finnst best þetta með að rakel var bara heima að búa til kakó f okkur og að fara úr ölpunum og inn í skó :O)
jæja ættla fara hringja á fleiri staði og leita að fari heim.


sagði Birna at 02:00

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008