föstudagur, október 19, 2007

Til lukku med daginn Fi Fi min, tad var sko enn fimmtudagur herna tegar eg skrifadi hitt bloggid svo tu fard tina eigin farslu :o)

Allir ad knusa og kyssa Fiu i dag!

Loksins komin med loglegan drykkjualdur in the states!! 21 ;o)

Eg breyti tessu bloggi yfir a islensku tegar eg kem heim i kvold, vildi bara na setja tad a rettan dag.

Ammalis kossar og knus fra Canada.


sagði Birna at 18:19

|

{xoxo}
Stórslys hefur orðið í Vancouver!!! Gúmmararnir farnir að leka!!! Hvað á ég að gera? E-r með góð ráð við gúmmíleka?

En já ég ss fékk nú bara alveg nóg af frekjunni í sumu sko, maður er ekki fyrr farin að blogga þá er bara skellt í fésið á manni, oohhh geturu ekki gert þetta svona ekki svona, ekki svona mikið, of lítið!! Þvílíkt vanþakklæti segi ég nú bara!


En hér kemur enn eitt punkta bloggið ( sem endar nú aldrei í punktabloggi þar sem ég skrifa alltaf meir en planað var í upphafi). Allavega nokkrar staðreyndir um Kanada:
-hér rignir víst allan veturinn (=snjór upp í fjöllum svo allt í þessu fína með það)
-höfum aðeins fengið að finna f þessari rigningu síðustu daga
-rigningin kemur beint niður svo þetta er nú ekkert stórmál, gúmmarar og regnjakki bjarga þessu.
-gúmmararnir farnir að leka, ekki gott mál!! Hér er ekki hægt að kaupa túttur eins og heima en aftur á móti hægt að kaupa stígvél í öllum regnboganslitum, mun örugglega koma með eins og eitt tvö pör eftir árið.
-búin að fjárfesta í þessum líka góða regnjakka sem hefur sko aldeilis komið að góðum notum síðustu daga, eins og vatns-resistant boots sem ég keypti líka um daginn, engar túttur en betri en ekkert.
-Í Kanada er öllum sama um hvernig aðrir (og oft þeir sjálfir) líta út.
-Hér er ss í lagi að vera í stígvélum og regnjakka allan liðlangan daginn, flip flops og hettupeysu þótti út sé rigning, með mér í tíma er einn gaur sem alltaf er í pilsi eða þá bara í pæjufötunum og pinnahælum þó úti sé eins og hellt úr fötu. Sumar stelpurnar hér eru uppdressaðri en ég mundi fara í brúðkaup í, og það í skólanum, aðrar eru í náttbuxunum eða gulrótabuxunum sínum og appelsínugulum jökkum með grænum vösum. Það skiptir litlu því hér tala allir við alla og flestum er sama hvernig aðrir líta út.
-Ég aftur á móti er ekki Kanadamaður og finnst alveg ótrúlega gaman að sitja og horfa á fólk, ekkert endilega dæma það en bara fylgjast með þessu fjölbreytta og fjölskrúðuga mannlífi hér.
-Eitt trikk gegn rigningunni sem ég gerði mikið grín af í fyrstu er að þegar allt í einu fer að rigna þá er ekki nauðsynlegt að hlaupa undir skýli og bíða regnið af sér, maður einfaldlega skellir upp hettunni og röltir áfram, það breytir öllu!!!
-Í síðustu viku stóð ég mig að því að setja upp hettuna þegar fór að rigna :oS rölti svo bara áfram í rigningunni, doohhhh hvað ég vonaði að rekast ekki á neinn sem ég hafði fíflast í með þetta hettumál!!Síðan síðasta blogg hef ég eflaust gert margt skrítið og skemmtilegt en ég bara man ekki eftir neinu akkurat núna og man ekki hvað ég var búin að skrifa. Allaveg hér kemur e-ð og þið verðið bara að afsaka ef ég er að endurtaka e-ð.
-Fór ásamt 2 mexíkóum, þjóðverja og bandaríkjamanni til Okanagan Valley, sem er vínhéraðið hér í BC. Tókum 7 tíma í að keyra 3-4 tíma leið, smá krókar og útúrdúrar, en komumst á leiðarenda að lokum.
-Enduðum á frábærum sveitapöbb sem stóð f kareokí þetta kvöld og fríum taxa og miða á næturklúbb (sem við seinna komumst að að væri sá eini í bænum! eða allavega sá eini sem hægt væri að fara á), The Blue Mule!!! var bara snilld, þvílíkur kjötmarkaður þar sem strákarnir stóðu á svölum kringum dansgólfið og dilluðu sér á meðan þeir horfðu á stelpur og nokkra hugrakka stráka dansa. Þarna voru komin saman allskyns persónur á öllum aldri, bara fyndið pleis!!
-Þarna inni sá ég konu sem mér fannst ég kannast við, hún labbaði framhjá mér og ég fattaði strax að ég vissi hver þetta væri. Veit ekki afhverju ég kveikti svona strax á perunni þar sem ég þekki hana nú ekki neitt og er ekki þekkt fyrir að vera fljót að kveikja!! En þarna var mætt mamma hans Sindra í Súðavík :o) hehe þekki hann meira segja varla, bara af gömlum kynnum frá því gaggó og kannski smá menntó!! Allavega þarna býr hún með syni sínum og hefur það gott. Bara fyndið og hún bað að heilsa Smára og öllum hinum á hótelinu, ætli hún hafi ekki unnið þar :o) Eins og ég segi þekki hana ekkert en ég náttúrlega hljóp á eftir henni og talaði við hana þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á súðvíkinga út í hinum stóra heim.
-Svo var það Thanksgiving! Ég fór heim með Carly, einni af stelpunum sem ég bý með, og fékk ekta ameríska þakkargjörðarhátíð, fyrir utan borðbænina, sama hvað ég bað um að fá að fara með eina þvertóku þau fyrir það. Ekki beint trúræknasta familían þessi, en alveg eldhress og amman var orðin tipsí þegar ég koma um 4 leitið :o) Það er náttúrlega bara uppskrift að góðu kvöldi, en turkeyinn var geggjaður og stuffingið algjört gúmmelaði, mæli með því að við tökum þessa hátíð upp á Íslandi.

Jæja nú er komið nóg í bili, Sella og Fía eiga aldrei eftir að komast í gegnum þetta, jafnvelg þótt ég hafi bætt inn extra breyðum greinaskilum og myndum til að auðvelda þeim lesturinn. Verð nú bara að segja stend mig betur en þær í þessu öllu saman, Fía með blogg síðan 1700 og súrkál og Sella heitir nýtt blogg á msn en er samt alltaf með sömu gömlu tuggunua á síðunni!! Hafiði það stúlkur og hættið þessu röfli!!

Jú eitt í viðbót, er á leið til San Francisco 1.nóvember!!! Vahú verður geggjað stuð, 4 saman á hóteli og læti, sem er ókeypis í þokkabót svo það gerir þetta náttúrlega enn betra :o)

Jæja bækurnar lesa sig víst ekki sjálfar (það væri nú þvílík sæla!!). Ef e-r er með góð ráð til að gera við gúmmara, please let me know!
Over and out
börns (eins og sambýlingarnir kalla mig, fæ þær með engu móti til að segja birna eða bara b, heimta að kalla mig börna eða börns)


sagði Birna at 01:37

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008