föstudagur, janúar 18, 2008


Ja hérna hér!! Kominn meir en mánuður frá síðasta bloggi, ég á ekki orð yfir leti minni. Hehe grínslaust þá er bara svo nóg annað að gera hér í Könödu en að blogga, td skoða allar þær endalausu bloggsíður sem er á veraldarvefnum ;o)

Allavega þá eyddi ég jólum og áramótum upp í Whistler með Andreu og Hall, stelpunum þeirr tveim og Söruh vinkonu minni frá Danmörku. Hallur eldaði þennan líka dýrindis hamborgarahrygg (sem keyptur var hjá dönskum butcher hér í Vancouver) með öllu tilheyrandi á aðfangadag. Svo var bara skíðað og brettað út í eitt, snjóaði alla daga nema einn svo það var púður og ferskur snjór hvern einasta dag. Passinn minn var reyndar lokaður í 4 daga milli hátíðanna, þeir kunna sko að mjólka peninga í Whistler, hækka verð á ÖLLU um þrefalt yfir háanna tímann og loka á ódýrustu passana ss. fátæka stúdenta sem ekkert er hægt að græða á!! En það var nóg annað að gera í Whistler, skelltum okkur á gönguskíði einn dag, slöppuðum af, tékkuðum á nágrannabæunum og drukkum eins og einn eða tv0 öl. Áramótin voru ekki síðra peningaplokk hjá þeim Whistleringum, þar sem aðal næturklúbbarnir rukkuðu 150 dollara fyrir aðgang!! En það er um 9-10 þús krónur, bara til að komast inn og jú í kaupbæti fékk maður kampavíns skál á miðnætti, ss eitt glas af kampavíni. Eins voru þeir með 0% alcohol 100% fun skemmtun í miðju þorpinu, þeir girtu aðal göturnar af og rukkuðu inn í bæinn!! En okkur tóskt að finna lítinn skíðapöbb við rætur annars fjallsins sem rukkaði aðeins 600 krónur inn og var með local band að spila. Þangað vorum við komnar klukkan 8 (eftir að hafa eytt um 3 tímum á mismunandi stöðum og planað að reyna að svindla okkur inn þar sem allir miðar voru uppseldir, en alltaf komst upp um okkur :o/) svo var bara setið og beðið eftir að nýtt ár gengi í garð, kannski nokkur dansspor tekin inn á milli til að stytta biðina. Þarna var alls kyns fólk og mikið gaman, mér tókst samt að missa af niðurtalningunni og sitja á dollunni á miðnætti! Góð byrjun a nýju ári, strax farin að létta mig(á mér).

Nú er skólinn kominn á fullt og er ég búin að vera ískyggilega dugleg að læra það sem af er þessari önn. Það hjálpar sennilega að ég er í afar skemmtilegum kúrsum sem er gaman að læra fyrir en hef samt dálitlar áhyggjur. Ég byrja jú alltaf nýja önn með það í huga að vera dugleg að læra en það endist aldrei lengur en fyrstu 2 dagana. Nú eru 2 vikur liðnar og ég er enn að læra!! Hmmm ekki viss um hvað kom yfir mig á dollunni þarna um áramótin en so far er það að gera góða hluti.
Fögin sem ég er í eru:
-Anthropology of Media, áhugavert og skemmtilegt, þó frekar mikið lesefni sem ég hef ekki alveg náð að covera f tímana, en samt reynt og það er meir en ég hef yfirleitt gert.
-Etnografía Eurasíu, skemmtilegt efni, fjallar aðallega um rússland. Kennarinn minn hefur unnið mikið í Rússlandi og við lesum slatta af hennar verkum. Þetta er sá kúrs sem er með ALLT of mikið lesefni, ekki séns á að klára að lesa allt, yfir 100 bls fyrir hvern tíma samtals um 300 bls á viku. Endalaust af verkefnum sem öll gilda til lokaeinkunnar en í staðinn engin próf, hvorki miðsvetrar né loka. Ekki skemmir að hún er sú sem gaf mér hæstu einkunina fyrir áramót fyrir kúrs sem var svipað uppbyggður, svo farin að þekkja ágætlega inn á hvað þarf til að ganga vel í kúrsunum hennar :o)
-Earth and the Solar system!!! Hehe já þetta er sko skemmtilegur og fróðlegur áfangi. Ég kann ekkert í honum og þess vegna er ótrúlega gaman að læra heima fyrir hann. Kennarinn er ocean scientist og er þrusu skemmtileg og þræl klár, hlakka til þegar við förum í jarð og sjávar partinn af áfanganum. Fyrstu vikurnar erum við í Solar systems svo þið skuluð vona að það verði orðið vel bjart þegar ég kem heim annars mun ég draga ykkur út um miðja nótt til að fræða ykkur um himingeiminn.
-Síðasti áfanginn minn er spænska 102. Ég tók reyndar ekki 101 sem var kenndur fyrir áramót en eftir að hafa meilað við áfangastjórann og gefið alls kyns ástæður fyrir því að ég ætti nú alveg að geta náð hinum í bekknum og farið í viðtal hjá kennaranum mínum, á spænsku, þá fékk ég leyfi til að taka þennan áfanga. Núna þarf ég bara að vinna upp fyrstu 6 kaflana sjálf og reyna að ná upp sem mestum orðaforða á sem stystum tíma til að geta verið jafn klár og ég sagðist vera. En hef fulla trú á að það takist, þó ég skilji ekki neitt sérlega mikið núna þá verður það fljótt að koma vona ég, sérstaklega þar sem kennarinn talar bara spænsku og á full fart, ekkert að hægja á sér fyrir heimska nemendur.

Jæja þá er þetta orðið að mánaðar ofurbloggi. Ég ætlaði að henda hér staðreyndum um Kanada en geri það seinna, búin að gleyma öllum staðreyndunum nema því að hér er sko Bold and the beautiful sýnt á fullu líkt og heima. Enda þetta í staðinn á smá fróðleiks spurningu:
-Ef við erum úti á miðnætti, um há vetur og himinninn er stjörnubjartur. Hvaða plánetur er líklegt að við gætum séð?? (EOSC 310 allveg að gera sig!!)

Farin að gera mig klára í fjallið, brottför klukkan 06:00 í fyrramálið!! Eins gott að hafa allt reddí og þurfa bara að hoppa í gallann og út. Sérstaklega þar sem kvöldinu verður eytt í sól og sumari hjá nágranna mínum hér í Fairview, sem hefur breytt stofunni sinni í baðströnd fyrir sumarparty í kvöld.

ps. myndirnar tengjast blogginu ekkert, 3 fyrstu eru teknar í San Fran í haust, er tekin frá eyjunni sem Alcatraz stendur á, þokan er að leysast upp og borgin að brjótast í gegn. Á annari er ayglýsingamynd sem var í búðarglugga í San Fransco, á e-r útivistarbúð minnir mig. Sést kannski ekki vel en rýnið í hana og reynið að þekkja staðinn. Á þriðju er ég lokuð inn í klefa í Alcatraz, stelpunum fannst ég bara best geymd þar. Síðasta er svo tekin hér í Vancouver þegar Gunnlaugur var hér, hentar spurningunni vel en þetta er Science World og miðbærinn í bakgrunn.


sagði Birna at 22:04

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008