miðvikudagur, maí 31, 2006

Þar sem ég á leyndan aðdáenda (grunar að það séa hún kela) sem þrífst á mínum frábæru bloggum þá verð ég að þykjast hafa frá einhverju að segja.
Get nú alveg sagt ykkur hvað ég var dugleg í gær, fótbolti frá 5-half 7 og svo aftur frá 9-10. Liggur við að ég sleppi æfingu í dag svo ég ofþjálfi nú ekki :o) hehe held bara að ég hafi aldrei verið í svona lélegu formi!!! En verð orðin góð eftir bjórlítið og skemmtilegt sumar.
En þá mæti ég svellköld í borg óttans og sýni fólki hvað í mér býr, tekst á við raunveruleikan og hef nám við Háskóla Íslands!! Jebbs þið lásuð rétt mín er búin að fá inni í mannfræði og er bara komin í smá pásu frá flökkulífinu, enda orðin 25 ára gömul og finnst mörgum komin tími á að fullorðnast smá :o)
Já nú hef ég ekki mikið meir að segja nema það að ég og Elín stefnum á einhverja smá útilegu um helgina, allir velkomnir svo endilega látið í ykkur heyra ef þið viljið koma með. Og eins ef einhver veit um íbúð sem ég og Fía getum fengið á leigu næsta vetur þá endilega verið í bandi og látið okkur vita.


sagði Birna at 13:58

|

{xoxo}



mánudagur, maí 15, 2006

Já ber manni ekki skylda til að halda áfram að skrifa fyrst ég var að byrja aftur á þessari vitleysu!!
En það hefur nú ekki mikið skeð síðan síðast, á föstudag spilaði ég fótbolta í 24 klukkutíma, var alveg helv erfitt, miklu erfiðara en ég bjóst við, var orðin svo sárfætt á laugardagsmorgun að ég gat ekki hugsað mér að sparka aftur í helv boltann en maður lét sig hafa þetta og nú er bara að fara rukka áheitin og sjá hvað við rökum miklum peningum úr þessari vitleysu.
Svo var bara beint heim í rúmið á laugardag og svaf fram að kvöldmat, gerði reyndar heiðarlega tilraun til að fylgjast með liverpool-west ham en var alltaf að dotta en í hvert skipti sem ég vaknaði var komið annað mark, síðasta sem ég sá voru liverpooll búnir að ná að jafna 2-2 og þá var ekki aftur snúið úr draumalandinu, engar áhyggjur lengur þetta hlyti að hafast fyrst þeir voru búnir að jafna og ég gjörsamlega rotaðist fram að mat. Misti reyndar af vítakeppni, mér sem þykir fátt skemmtilegra en að horfa á vítakeppnir en það eina sem skiptir máli er að við unnum og allt fór vel.
Um kvöldið var ég svo driver þar sem ég hefði ekki þolað svo mikið sem einn sopa af einhverju sterkara en vatni, skutluðumst á ball með sixties í Boló og ég var eins og hálfviti þekkti engan og ótrúlega edrú og asnaleg en samt fínasta skemmtun og ágætis tjútt.
Nú er það bara Arsenal-Barca á hinum mikla miðvikudegi, ég veðja á Barca en er nokkurn vegin sama hvernig leikurinn fer vill bara sjá spennandi og skemmtilega leik og kanski veðja smá við Siggu sem yrði í góðu skapi það sem eftir er sumars ef Arsenal næði loksins að gera eitthvað merkilegt :o) Annars er eitthvað meira og merkilegra að ske á miðvikudaginn, þá verður mikil og merkileg manneskja búin að lifa í einn heilan aldar fjórðung!!! dí veit ekki hvað mér á að finnast um þetta allt saman en held samt bara að mér sé nokkurn vegin sama, kanski pínu pirrípú en ekkert mikið, getur ekki mikið breyst á einum degi þó maður verði árinu eldri.
En jæja nóg af rugli á eftir að tapa mér algjörlega ef ég held áfram að röfla hér, ætla að skella mér á Patró og Bíldó held ég á morgun til að taka sýni, verður eflaust mikið stuð og löng bílferð fyrir nokkra fiska!!!
En að lokum vill ég spurja hvort einhver veit hvernig ég get sent myndir úr símanum mínum og beint á bloggið, er það hægt?? Svona myndablogg en hér á síðunni í staðin fyrir á símasíðunni þarna.
Endilega látið mig vita ef þetta er hægt.


sagði Birna at 14:46

|

{xoxo}



miðvikudagur, maí 10, 2006


Hhhmmmmm.......
Það er spurning hvort ég eigi eitthvað að vera endurvekja þetta blogg, hef ekkert mikið að skrifa um en miðað við planið sem er komið fyrir sumarið, allar útilegurnar, fjallgöngurnar og ævintýrin sem eiga að verða þá mun ég kanski hafa eitthvað að skrifa um!!! En ættli þetta sé ekki eins og öll vor, ég kem heim frá einhverjum frábærum og geggjuðum stað, er allt of fljót að gleyma og dett strax inn í þetta lífstíðarkapphlaup hér á Íslandi, að þurfa að eiga allt og alltaf að vera í öllu tipp topp, ég byrja að plana ættla að gera hitt og þetta og sumarið virðist ættla að vera yfirfullt af skemmtilegheitum en svo kemur smarið og jú jú það er fullt að ske en svo er sumarið búið og ég átta mig á því að ég hef ekki einu sinni gert helminginn af því sem ég planaði í byrun, og í stað þess að safna öllum þeim pening sem ég "earn" þá er ég sennilega búin að splæsa í nýjum buxum, skóm, jökkum og bolum.
En jæja nóg um röfl ættla að streitast á móti eins lengi og ég get og so far er ég búin að standa mig vel, ekki keypt neitt meir en kanski nokkra bjóra síðan ég kom heim á klakann fyrir mánuði, en nottla bara búin að vinna í eina viku svo hef nú kanski ekki haft mikið til að eyða :o) Allavega búin að sjá fullt og skoða og máta en er enn nógu sterk til að láta ekki undan og svo er það bara að þrauka eina viku í viðbót og þá verður Elín mætt á svæðið og stendur vonandi fast með mér í baráttunni gegn því að þurfa eiga allt flott og gott.
En ég var nú bara að blogg núna til að setja þessa líku sætu mynd af mér og honum Dabba inn, við erum barasta sætust held ég :o)
Svo ef einhver er á leið í einhverja ævintýraferð á næstunni endilega bjallið í mig og takið mig með, rölta upp eitthvað fjall með bretti á bakinu, eða skemmta sér á sleða einhversstaðar, þess vegna bara tjald útilegu eða smá roadtrip ég er opin fyrir öllu, helst vil ég samt leika mér smá meira í snjónum á meðan við höfum hann upp á fjöllum. Frábært væri ef einhver á snowskate sem hægt væri að leika sér á í sköflunum í allt sumar. Ættlaði að kaupa 2 áður en ég kom heim en það dróst alltaf sem betur fer og á endanum sá ég ekki fram á að koma þeim heim þar sem bretta taskan var stútfull og 31kg bakpokinn stóri 20kg og litli bakpokinn 10kg svo var að þvælast með 60kg á bakinu Austurríki-Þýskaland-England-Ísland enda var ég ekki lítið glöð að sjá Elínu á Kef velli að sækja mig gat ekki hugsað mér að bera þetta drasl lengur.
En nú ættla ég að reyna að posta þessu, er búin að reyna í marga daga á tölvunni hans Hauks og gengur aldrei, nú er Haukur búin að taka tölvuna og ég bara aftur komin í gamla pcið.


sagði Birna at 08:25

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008