miðvikudagur, maí 14, 2008

Æm kommíng hóm!!!

Já nú er dvöl minni hér í Kanada lokið. Ég sit út á flugvelli og bíð eftir að fara um borð í vél til London. Slapp svona líka leikandi létt í gegnum tékk innið með allan farangurinn minn án þess að borga. Held báðar töskurnar hafi verið yfir 23kg en gamla trikkið að láta afturendann á töskunni liggja á járninu virkaði og vigtuðu þær báðar bara um 20 kg :o) Önnur taskan léttist um 3kg við það eitt að láta hjólin upp á járnið. Ég er engan vegin búin að fatta að þetta sé búið. Það er svo stutt síðan ég kom, og enn styttra síðan jólin voru og ég átti enn heila önn eftir. Og tala nú ekki um hvað það er stutt síðan ég var í prófum og ég átti meir en mánuð eftir í Kanada. Hvert fór allur þessi tími sem ég átti eftir?? Hef ég legið í roti eða hvað??
Í London mun ég eyða e-m 2 tímum áður en ég fer upp í aðra vél til Köben. Áætlaður komutími til Köben er á fimmtudag klukkan 16.55 að staðartíma, allir velkomnir á völlinn að taka á móti mér :o)
Á laugardaginn er merkisdagur og að því tilefni hef ég hóað saman nokkra vini sem ætla að hafa ofan af fyrir mér og kannski fá sér eins og einn, tvo öl með mér.
Ég verð svo á tjillinu í Köben fram á þriðjudag og lendi svo á Íslandi um 22 leitið, og aftur eru allir velkomnir á völlinn að taka á móti mér!
Stefni á að vera í borginni fram á helgi og reyna að finna e-ð sniðugt út úr þessu blessaða námi sem ég er í. Eitt af mörgum hugmyndum núna er að taka mannfræðina í fjarnámi og vera annaðhvort á Ísafirði eða Akureyri í vetur. En það fer allt eftir hvernig kúrsarnir raðast niður og hversu mikið ég á eftir að taka. Eitt er allavega víst, að mig langar engan vegin að vera í Rvk næsta vetur og ég held bara að fjárhagurinn einfaldlega leyfi það ekki. En við sjáum til hvað kemur út úr heimsókn minni til námsráðgjafans. Kannski ég fari bara að læra eitthvað allt annað.

Jæja nú fer bráðum að vera kominn tími til að fara út í vél.
Over and out frá Kanada!

Jæks var að komast að því að ég er ekki með neitt sæti!!! Stendur bara ET og þær eru að reyna redda því! Best að athuga þetta eitthvað betur!


sagði Birna at 23:35

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008