föstudagur, mars 28, 2008

Jebbs ég lofaði nýrri færslu áður en langt um liði, og nú ætla ég að stand við það. Þetta verður reyndar bara svona smá myndablogg með myndum héðan og þaðan. Hef ekkert merkilegt að skrifa um. Bara 2 vikur eftir af skólanum (gúlpp!!) sem þýðir að tími lokaritgerða og prófa er að ganga í garð. Ég ætla nú samt að skella mér upp til Whistler á eftir og ekki koma heim fyrr en á sunnudaginn.
Ég kom degi fyrr heim frá Vancouver Island en ég hafði planað, en þegar ég fór á netið á laugardagskvöldið og sá hvað það hafði snjóað mikið í Whistler þá barasta varð ég að drífa mig heim og ná einum góðum púðurdegi í viðbót. Sérstaklega þar sem það hafði ekki snjóað í rúman mánuð. Og það var sko vel þess virði að ná mánudeginum í fjallinu, einn besti dagur vetrarins með endalausu púðri!! Síðan hefur nánast ekki hætt að snjóa upp í fjalli svo það er vonandi að þessi helgi verði jafn góð.
Jæja var verið að hringja, erum að leggja í hann. Hendi inn tveim myndum og svo meir eftir helgi.


Tekið af ferjunni yfir á Vancouver Island, hér sést Vancouver í fjarska, Lionsgate bridge sem fer yfir til North Vancouver og er leiðin upp til Whistler er lengst til vinstri. Svo kemur skaginn sem UBC er á til hægri. Ss landið sem er aðeins hærra og er lengst til hægri er UBC campus þar sem ég bý.
Ég alveg úber ánægð með páskaeggið frá ma og pa!!
Takk takk þið eruð best :o)
Reddaði alveg páskunum,
geggjaður dagur í fjallinu,
fréttir af Mugison í Vancouver
og svo ekta íslenskt páskaegg
sem beið mín þegar ég kom heim.
Frekar fyndin mynd, eggið virðist
stærra en hausinn á mér!


Nanae pikk föst í geggjuðu púðri :o) Ég að sjálfsögðu grenjandi úr hlátri að taka myndir í stað þess að reyna að hjálpa!!


sagði Birna at 22:15

|

{xoxo}fimmtudagur, mars 20, 2008

Já ég veit komnir 2 mánuðir frá bloggi, held barasta að það sé slakasti árangurinn til þessa á ca 4 eða 5 ára sögu þessa bloggs! Váá hvað það er langt síðan ég fór að blogga!! Verð að skoða þetta betur.
En já þar sem ég er gjörsamlega heiladauð og ansi bitur akkurat núna út í allt og alla, eða meira kannski bara að drepast úr öfundsýki!! Mig langar bara að vera heima!!!! Skil ekki hvað ég er alltaf að þvælast út um allt í stað þess að vera heima hjá mér og njóta elskulega Ísafjarðar. Ok það er reyndar bara skíðavikan, aldrei fór ég suður, allur snjórinn, landsmótið, páskafrí!!, páskaegg (stendur til bóta, bíð spennt eftir sendingu frá ma og pa, takk takk!! þau eru best), allt fólkið, já og bara vor á Íslandi sem ég sakna. Svo er líka ansi fúlt að vera hér í útlöndunum akkurat núna og reyna lifa á íslenskum námslánum þegar krónan er í e-u þvílíku tremmakasti. Áður voru það um 1100 dollarar sem ég fékk til að reyna að lifa af mánuðinn, gekk reyndar ansi oft erfiðlega enda nánast ekki fræðilegur að lifa á þessum blessuðu námslánum einum saman! En eins og staðan er í dag þá eru þetta skitnir 930 dollarar, 170 dollurum minna, sem eru heilar 13.090 krónur!!! Sem fara bara út í veður og vind, ekki alveg það sem bankareikningurinn þurfti, en ég vona bara að Glitnir haldi áfram að vera góður við mig.
Og til að toppa þetta allt er ég að bögglast við að skrifa e-a bévítans ritgerð sem mér gengur ekkert að koma mér inn í og mexíkóski meðleigjandinn minn er með vini sína í heimsókn í næsta herbergi og þau tala svo hátt að mig langar að berja í vegginn. Ok reyndar fara vinir hennar bara í taugarnar á okkur hinum, en Karen(meðleigjandinn) er fín, svo þau eru kannski ekkert svo hávær, pirra mig bara yfir höfuð :o)
Vó ég ætlaði ss bara að segja ykkur að þar sem ég væri heiladauð og frekar pirruð ætlaði ég ekki að blogga mikið bara henda inn myndum, og fara að reyna vera duglegri við það, ss henda inn myndum þó svo ég nenni ekki að blogga. En það bara opnuðust allar flóðgáttir og ég fékk útrás :o) geggjað, er ekki frá því að ég sé aðeins hamingjusamari og hlakki bara til að fara til Vancouver Island með Lindsey(öðrum meðleigjanda) og eyða páskunum með fjölskyldu hennar og vinum. Þar á meðal finnskri ömmu hennar sem er eineggja tvíburi og eru þær víst þvílíkir snillingar, hlakka mikið til að hitta kellur.
Þar sem ég verð ekki í netsambandi, eða allavega minna en hér, þá kannski bara tekst mér að gleyma öllu sem er í gangi heima, peningamálum og öllum biturleika. Og hver veit kannski það verði "töfrabragð" (ohhh man enganvegin orðið sem ég ætlaði að nota, ss eins og jesú og þegar e-ð svona óvænt en mjög ósennilegt verður að veruleika. Bahhh ég sagði ykkur að ég væri heiladauð!!) og krónan fari í betra skap og ég "eigi", eða kannski betra að segja hafi til umráða, alveg hellings pening þegar ég kem heim á mánudaginn :o) Alltaf gott að vera bjartsýn. Ég sem er þvílíkt búin að bíða eftir enduðum mars þegar allt fer á útsölur, er meira að segja búin að finna geggjaða úlpu og skíði á skít og kanil, eða var allavega á skít og kanil! Geggjuð bleik Burton dúnúlpa sem á að kosta 500 dollara en er á útsölu á 100, sem ég nærri keypti á sunnudag en ákvað af e-m ástæðum að bíða, sé mikið eftir því núna þar sem hún hefði kostað mig 6600 á sunnudaginn, en nú mundi hún kosta mig 7700. Ohh verið að taka mann í garnirnar, en nú er nóg komið af rausi um peninga, ég þoli ekki fólk sem röflar um peninga :o) hehe!
Hér koma myndirnar sem ég ætlaði að henda inn, algjörlega random myndir, héðan og þaðan.

Fórum og fylgdumst með skrúðgöngu í tilefni þess að nýtt kínverskt ár var gengið í garð, e-n tíma í febrúar. Þar fór þessi gaur fremstur í flokki! Frekar spúkí gaur. Myndin er pínu óskýr, en það rigndi dáldið og myndavélin átti í e-m erfiðleikum. Held það hafi bara verið one of these days!!

E-r stelpa að lesa blað niðrá strönd, glittir í eitt af þrem local skíðasvæðunum í Vancouver hinumegin við flóann. Veit ekki afhverju þetta kemur í bláu og undirstrikað, get ekki breytt því.


Sólin að setjast bak við "the peninsula" sem UBC campus er á. Já ég ss bý þarna hinumegin :o) Myndin tekin frá Stanley Park sem er geggjaður garður með risa trjám nánast í miðborg Vancouver.

Tekið í September í fyrra, fórum að skoða Lyn valley og hengibrúna þar, það að krossa hana er eitt það heimskulegasta sem ég hef gert!! Fáránlega há, full af heimsku fólki sem stoppar á miðri brú og hún vaggar til og frá. Til allrar hamingju villtumst við, lentum á þessum geggjaða stað og fórum til baka yfir aðra háa brú sem var þó allavega almennilega föst í báða enda, breið og stöðug. Ekki bara bundin upp með e-m köðlum!

Já nú segi ég yfir og út, lofa að láta ekki líða langt í næsta blogg, eða allavega í næstu myndir. Get ekki farið að hafa þetta neikvæða, bitra blogg uppi of lengi. Sorrý að hafa helt svona svaðalega úr skálum mínum yfir ykkur en er strax komin í pínu betra skap :o) Nú er bara að elda e-ð gott í gogginn, (gott=pasta, pastasósa úr krukku og sveppir. Er á þvílíka sveppaæðinu núna!) gera eina sudoku og vinda sér svo aftur í ritgerðarskrifin. Er viss um ég nái þessum 10 bls sem ég á eftir fyrir 8 í fyrramálið!
Gangið hægt um gleðinnar dyr, ekki skemmta ykkur of mikið á dalnum, afs og Sssól balli, eða ok skemmtið ykkur vel, verið bara ekkert að segja mér frá því!!
Borðið yfir ykkur af páskaeggjum :o)
Gleðilega páska allir saman!


sagði Birna at 02:23

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008