fimmtudagur, júlí 27, 2006

Er einhvern sem langar í Hornvík um helgina??? Við erum þrjár sem enn erum ekki komnar með far en erum þó nokkuð vissar um að það reddist, en ef það er einhver sem á eitt stykki bát og langar að skutla okkur í Veiðileysufjörð og labba svo yfir með okkur þá endilega komið með, skemmtið ykkur og njótið frábærrar náttúru um helgina :o) Við verðum frekar stór hópur þarna fram á sunnudag en þá er planið að labba yfir í Lónafjörð og láta sækja okkur þangað. Það fóru flestir í morgun og svo veit ég að einhverjir fara fljúgandi á morgun en við erum nokkrar sem ættlum í rómantíska kvöldgöngu og leggjum ekki af stað fyrr en eftir 9 í kvöld, verst að það fer eitthvað lítið fyrir karlpeningnum í þessari ferð og þeir sem koma með eru flestir fráteknir!!! :o/ Svo ef einhvern single sætan dreng langar að skella sér í för með hóp ungra fallegra kvenna þá er Hornvík the place to be :o)
En jæja best að reyna gera eitthvað að viti svo tíminn líði og biðin eftir kvöldinu verði ekki jafn löng.


sagði Birna at 13:19

|

{xoxo}



fimmtudagur, júlí 20, 2006

Ég vona að þið fáið ekki áfall gott fólk en já það er að koma blogg númer 2 í júlí!!! Annað eins hefur ekki skeð á þessu ári held ég bara. En hef nú svosem ekki mikið að segja frekar en fyrri daginn, en ég er ss komin úr Fljótavík og var það náttúrlega bara snilldar ferð þó svo að mokveiðin sem mér var lofað úr vatninu hafi staðið eitthvað á sér, en loks á öðrum degi fékk ég fisk og þá var takmarkinu náð svo ég lét öðrum eftir veiðistöngina og fór og faðmaði klósettið í staðinn. Ég og afi þurftum að fresta för um einn dag af sökum Fljótavíkurpestar sem herjaði á liðið en gengum af stað á þriðjudag og þá yfir í Aðalvík í stað Hesteyrar, biðum svo í nokkra tíma eftir bátnum sem hafði seinkað um nokkra tíma en vorum svo heppin að hitta á þetta indælis fólk sem tók okkur inn og gaf okkur heitt kakó og með því. Svo var það bara smúðð sigling heim þar sem ég svaf mest allan tíma niðrí koju, væri alveg til í að búa á bát það er svo ótrúlega gott að sofa í svona smá vaggi. Svo hefur það nú bara verið vinna og fótbolti síðan þá og stefnir í eitthvað svipað næstu vikuna eða þangað til gönguhópurinn skinny fer í Hornvík, er reyndar á leið suður á morgun að spila en ef það er eitthvað sniðugt um að vera fyrir sunnan þessa helgi endilega látið vita, nenni ekki að hanga bara og gera ekki neitt á milli leikja. Þó svo ég verði nú örugglega alveg dauð eftir að spila þar sem ég er ekki í neinni æfingu og ekkert verið að spila með í sumar :o/
En jæja komið nóg, vill að lokum óska öllum þeim nýbökuðu foreldrum sem tekið hafa þátt í barnabombu síðustu daga til hamingju með frumburðina (Hafdís+Shiran, Hákon+Sif, Arna+Bæring, Gulla+ Helgi) og Söndrú Dís til hamingju með littla brósa (og Dúa+Gróu). Þetta gerir 4 stráka og 1 stelpa, dí eins gott hún verði hörkukvendi og standi í hárinu á þessum stráklingum þegar hún eldist :o)


sagði Birna at 14:46

|

{xoxo}



föstudagur, júlí 07, 2006

Já þar sem félagi minn xxx er eitthvað farin/nn að lengja eftir bloggi þá verð ég að skella einu stuttu inn. Þó svo ég hafi nú ekki verið að gera neina hluti sem vert er að segja frá, helst kanski afmælið hjá mömmu og pabba á síðustu helgi sem var hrein og tær snilld, fullt fullt af fólki, góður matur og allir í stuði í ekta skógarpartýi. Þetta var án efa eitt skemmtilegasta afmælispartý sem ég hef farið í. Svo mátti náttúrlega ekki sleppa Greifunum inn í vík svo ég og Edda náðum í Elínu og hentumst á ball í þessu líka svaka stuði, íklædd lopapeysu, gúmmískóm og stuttu pilsi með snilldar hatt sem Dóri vinur pabba lánaði mér, þarna var maður sko í rétta fílingnum en það var samt ansi heitt inn á balli í lopapeysunni í trylltum dansi!! Svo fer nú tvennum sögum af ástandi manna á ballinu, sumir voru hressir, kátir og kysstu og knúsuðu mann og annan, aðrir fúlir og leiðinlegir og stungu af heim og að lokum einhverjir sem stunduðu líkamsmeiðingar.
Nú hefur vikan liðið bara nokkuð hratt og lítið gerst, aðallega hm, æfingar og vinna. Fór reyndar í smá körfubolta í gærkvöldi með Fíu, Traust og Gunnar Inga og það þarf náttúrlega ekki að spurja að því en ég rúllaði þeim upp í bæði asna og 21, eða strákarnir allavega töpuðu báðum leikjunum með Trausta sem asna.
Nú liggur leiðin í Fljótavík, ættla að eyða þar helginni með Siggu, Hjalta og þeirra slekti, á mánudag ættlum ég og afi svo að labba yfir á Hesteyri, þar mun pabbi bíða okkar á Skuld og svo er það bara að þenja seglin og sigla heim. Skal vera svaka dugleg að taka myndir eins og alltaf og svo gera mitt besta í að koma sjálfri mér til að setjast á rassgatið með tölvuna fyrir framan mig og henda inn öllum myndunum mínum, held það sé komið ár síðan ég setti síðast inn myndir svo það eru sennilega um 1000 myndir frá hinum ýmsu stöðum sem eiga eftir að koma inn á næstu vikum, síðasta sumar, Indland, Austurríki, páskarnir og það sem af er þessu sumri.
En jæja nú er kaffið búið, best að halda áfram að vinna.


sagði Birna at 09:31

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008