fimmtudagur, september 27, 2007

Ekki liðin vika frá síðustu færslu og strax komið annað blogg, hvað er að ske??
Gæti verið að fyrsta prófið sé á föstudag og því kominn tími á að þykjast vera að læra en eyða tímanum í staðinn í alls kyns óþarfa!! Er td búin að þvo allan þvottinn minn, og já hann er mikill þar sem allt er notað til hins ítrasta áður en kemur að þvottadegi, skoða öll bráðnauðsynlegu bloggin sem ég hef alveg gleymt að kíkja inn á síðustu mánuðina, tékka á öllum nýfæddum og ófæddum börnum sem ég gæti hugsanlega kannast e-ð við eða bara heyrt af, fylgjast vel með fréttum og lesa allar frægafólks fréttirnar já og ryksuga neðri hæðina og stigann, og þá er nú mikið sagt þegar Birna tekur sig til og ryksugar!! Finnst ryksugur viðbjóðsleg tæki heldur skárra að sópa eða moppa þó það gerist sem ekkert allt of oft. En hér í ameríkunni (Kanada er líka í Norður-Ameríku, bara svona til að forðast e-r komment) er allt teppalagt nema svon ca 2 fermetrar sem teljast eldhús, svo það þýðir víst lítið að ætla bara að sópa. Í staðinn barðist ég við þessa risa ryksugu sem hér er og kemur mér ekki á óvart ef e-r sambýlinganna hefur farið blýantslaus í skólann, margt sem varð í vegi þessarar blessuðu sugu sem bara gjörsamlega hvarf áður en ég gat e-ð gert.
Aðal ástæða þess að ég lagðist svo lágt að ryksuga var samt sú að í gær þegar ég var að stökkva út um dyrnar til að fara á leikinn mundi ég að það væri nú sennilega betra að hafa vatnsflösku með sér, ég var komin í gervigrasskóna en það eru nú ekkert strangar reglurnar hér um skófatnað innandyra svo ég bara stökk inn í eldhús til að fylla á flösku. Mundi hinsvega ekki að ég hafði notað þessa sömu skó á æfingunni í síðustu viku á þessu sama gervigrasi og leikurinn var, það er stútfullt af litlum svörtum kúlum og fullt af litlum lausum þráðum á því, þetta hafði að sjálfsögðu fest undir skónum mínu og þegar ég þaut inn í eldhús, yfir blettótta gamla teppið, hrundi allt undan og gólfið var þakið svörtum litlum gúmmíkúlum og grænum þráðum. Svo þá var lítið annað hægt að gera en að ryksuga þetta upp, þó ekki fyrr en ég kom heim eftir leikinn í gærkvöldi. Ss ekki nóg með það að ég hafi ryksugað heldur var það klukkan hálf 12 að kvöldi til, þetta samsvarar glæp, stunda þrif eftir háttatíma :o)
En já við unnum leikinn í gær, 3-1, Stína íslenska stelpan sem var svo ljúf að taka mig með á æfingar skoraði eitt af mörkunum, ég ekki neitt frekar enn fyrri daginn en átti þó sendingarnar innfyrir að seinni 2 mörkunum.
Þó svo síðasta færsla hafi bara verið f 3 eða 4 dögum hef ég náð að bralla ansi margt, nenni ekki að blogga mikið um það því bækurnar kalla, haha en ætla gera svona punkta blogg.
-Göngutúr eftir ströndinni hér á campus á laugardag, Wreck beach. Þar er clothing optional sem þýðir að þetta er ekki nektarströnd en þú ert hinsvegar ekki skildugur til að vera í fötum. Á tveggja tíma göngu eftir stranlengjunni var ansi fyndið að ganga fram á fjölskyldu í picknik, gömul nudista hjón sem nutu þess að vera nakin saman, ástfangin pör, vinkonur að reykja jónu, hópa allsberra karlmanna, einstaka berbrjósta konur og túrista með myndavélar.
-Um kvöldið var farið á skandinavískt rall í bænum, reyndar allra þjóða kvikindi sem blönduðu sér í hópinn en þetta var djamm ala skandinavía, sem þýðir ekki farið út fyrr en á miðnætti og dansað af sér rassgatið fram yfir 3. Svaka stuð!!
- Sunnudagurinn var tekinn rólega fram að 4 en þá var haldið í Íslendinga grill á Spanish Banks, sem er önnur strönd hér í nágreninu. Þökk sé nýju familíunni minni hér fékk ég borgara á grillinu en ég hafði að sjálfsögðu steingleymt að spá í mat og þess háttar. En Andrea og Hallur hugsa vel um mig og gáfu mér borgara :o) Takk fyrir mig!! Frábært grill og fullt af skemmtilegu fólki.
-Mánudagur var rólegur til að byrja með, ætlaði bara að hanga heima, þvo þvott og byrja að læra. En enn og aftur hugsar familían á Melfa Lane til mín og um miðjan dag fæ ég símtal frá Hall "Viltu koma á Smashing Pumpkins tónleika í kvöld??" Ha?? Ég var ekki alveg að skilja en sagði að sjálfsögðu jú en var þá frekar efins þar sem uppselt hafði verið á tónleikana í langan tíma. Hallur segist ætla að kaupa miðana og skellir á. Hringir aftur stuttu seinna, allt klappað og klárt og ég á leið á tónleika eftir nokkra tíma!!! Viljiði spá, þvílík heppni, komu inn miðar samdægurs og það virtist meira að segja vera hægt að kaupa e-a miða við dyrnar. Já heppni frá minni hlið en ekki Andreu, þar sem hún lá heima veik og sá um krúttin þeirra tvö á meðan ég fór með Halli á tónleika. Ekki laust við að ég væri með smá samviskubit en ég verð bara að bæta henni það upp e-n vegin, kannski ég gefi henni miðann minn á Spice Girls ef ég fæ miða :o) hehe held samt ekki!! En geggjaðir tónleikar í frekar litlum sal, bara 3800 manns, alveg frábært!!! Frétti samt í dag að einn 20 ára strákur hefði dáið á sjúkrahúsi eftir að hafa verið borinn meðvitundarlaus út. Ekki vitað almennilega hvað skeði en maður tók ekki eftir neinu á tónleikunum þó ég hafi verið alveg fremst þar sem security átti að hafa náð honum upp og borið út.
-Þriðjudagurinn var ansi þreyttur, erfitt að halda einbeitningu í tíma og þurfti nokkrum sinnum að fara út og fá mér ferskt loft til að sofna ekki. Leikur um kvöldið, við unnum en átti engan stjörnuleik, enda ekki beint í formi til að gera mikið :oS
Jæja þvílíka úber blogg sem þetta er orðið, gerist ekki oft en megið búast við nokkrum þar sem ég á eftir að fara í nokkur miðsvetrarpróf :o)
Fréttir af myndasíðunni, ég bjó til fotka síðu og reyndi að hlaða inn myndum í albúm, tókst ekki og síðan datt út og nú veit ég ekki hvar ég finn hana, en það tekst vonandi að lokum og þá koma e-ar myndir inn.
Farin að lesa fyrir Medical Anthropology!! Bara spennandi.


sagði Birna at 05:29

|

{xoxo}



laugardagur, september 22, 2007


Hvaða djöfulsins æsingur er þetta í fólki!!! Ekki verið sett inn blogg hér í ár og svo kemur eitt blogg og býst fólk þá við að ég bloggi oftar en einu sinni í mánuði!! Hvaða vitleysisgangur er þetta??
Nei nei bara kidd, er ekki alveg að standa mig í þessu. En allavega sagan af innflutningsdeginum verður að býða betri tíma því núna ætla ég að stikla á stóru hvað ég hef gert síðan ég kom og henda inn nokkrum myndum. Myndasíðan sem ég var alltaf með er hætt svo mig vantar nýja myndasíðu. Ef e-r lumar á góðum síðum endilega látið mig vita, ég er ekki fan af fotka þar sem ekki er hægt að búa til albúm og svona þar, fer bara allt í einn hrærigraut, eða hvað var það flickr. Æjj þarf að skoða þetta, allavega þar til ég er búin að setja upp nýja myndasíðu hendi ég bara nokkrum inn hér og reyni að gera smá myndablogg.
Síðan ég kom hef ég:
-kynnst mínum frábæru meðleigjendum, þær eru eldhressar og skemmtilegar.
-farið á kanadískann háksóla fótboltaleik, svaka stuð.
-farið á fótboltaæfingar, minn fyrsti leikur á þriðjudag og ekki mikið verið æft!! verður e-ð skrautlegt :o)
-Farið til Vancouver Island og farið í hvalaskoðun, frábært!! Eyjan alveg óhemju falleg, borgin Victoria ekki síðri og ótrúlega vinaleg og hvalirnir sem við sáum magnaðir. Vorum á sodiak og hvalirnir komu ansi nálægt, orcas sem eru ættingjar keikó.
-Fór upp Grousse mountain, reyndar með kláf vegna fílamannsveiki á meðan flestir gengu upp. Þílíkt útsýni frá toppnum og virtist vera hið fínasta skíðasvæði, vantaði bara snjóinn en kíki pottþétt þarna upp aftur þegar snjórinn kemur. Á toppnum voru fuglar, tré, birnir og lumber jacks, sem eru karlrembu skógarhöggsmenn sem voru með sýningu sem var skemmtilega amerísk og aulalega fyndin!!
-Vaknað upp sem fílamaður, leyfi myndunum að tala hér!!





Svona vaknaði ég einn laugardaginn!!



Fór axjúlí út meðal fólks og upp á fjall

















Þegar ég var búin að fá steralyf hjá lækni leit þetta svona út :o) æði!!
-Fór á háskóla fótboltaleik, voru nú ekkert voðalega góðir greyin og töpuðu 1-0, fór svo á hokkí leik hjá háskólaliðinu, fyrri hluti leiksins var ekkert voða spennandi en við yfir 1-o síðasti leikhluti var svo þvílíkt fjörugur og endaði leikurinn 4-2 fyrir okkur.
-Svo hef ég bara verið á rölti hingað og þangað að skoða mig um og kynnast þessari frábæru borg.
-Jú svo hef ég náttúrlega líka farið í skólann :o) En allt um það í öðru bloggi, nú er verið að reka á eftir mér því ég er að fara niðrá strönd hérna við háskólann. Taka því rólega fyrir átök köldsins, en ég þarf væntanlega ekki að segja frá því að næturlíf svæðisins hefur "aðeins" verið kannað :o)
Jæja myndirnar koma síðar, ströndin kallar.


sagði Birna at 18:17

|

{xoxo}



mánudagur, september 03, 2007

Það hafðist að lokum að ganga frá öllu heima og pakka niður, þó svo það hafi auðvitað ekki náðstfyrir mánudag eins og planið hafði verið. Eftir að hafa tekið til í herberginu og farið með um einn og hálfan ruslapoka í rauðakrossinn, nennti ég engan vegin að pakka niður. Svo það var dregið fram á síðustu stundu og byrjaði ég að pakka um 9 leitið á þriðjudagsmorgun en planið var að leggja af stað keyrandi til Rvk klukkan 11. Þetta tókst allt og bara klukkutíma seinkun á brottför, sem er nú ekki mikið miðað við oft áður.
Fyrir sunnan var margt gert til að drepa tímann, fór að horfa á Bí/Bol spila við Gróttu í því skíta veðri sem einkennir höfuðborgina yfirleitt, þeir töpuðu 1-0 en ekkert til að skammast sín fyrir því þeir hefðu alveg eins getað sett þetta eina mark. Hitti mannarana og kvöddum hvort annað, allir á leið í nám hingað og þangað. Farið á Vegamót með Fíu, Örnu og Höllu, fínasta kvöld og góður matur. Gengið frá bílamálum og hef ég nú sagt skilið við hann Krútta minn en hann er í góðu yfirlæti hjá Berg og ég held hann hafi fengið gælunafnið Skrímsli. Fía var síðan svo elskulega að henda mér upp á völl með smá stoppi hjá Ásgerði vinkonu hennar í Keflavík þar sem ég hafði náttúrlega gleymt að prenta út 2 mikilvæga pappíra. Annarsvega trygginga pappíra svo ég kæmist inn í landið og hinsvega adressuna þar sem ég ætlaði að gista fyrstu nóttina.
Dvölin hér í Vancouver byrjaði vel, frábært hostel sem ég gisti á með veitingastað og bar á neðri hæðinni og eftir langt og svefnlítið ferðalag var frábært að fá góðan borgara og bjór. Eftir nokkra bjór og fullt af nýjum nöfnum að muna var svo skriðið upp á loft og lagst til svefns. Strax klukkan 10 á laugardagsmorgun var tekinn taxi til UBC og flutt inn í húsið mitt sæta. Hitti 2 af sambýlingum mínum þennan sama dag og fór í bbq með þeim um kvöldið þar sem heill hellingur af fólki sagði mér nöfn sín en ég held ég muni ekki nema svona 5 þeirra. Sunnudagurinn var tekinn með ró, rölt um svæðið, leikur á pöbbnum og svo bara snemma í háttinn. En sunnudagurinn er líka efni í annað blogg sem kemur á næstu dögum um kanadíska menningu og þátt foreldra í að krakkar byrji í háskóla :o) hehe frekar fyndið og bíómyndalegt!!
Jæja ætla að fara reyna finna út úr strætó hér og fara kaupa sæng, herðatré og fleira nauðsynlegt í herbergið.
Er ekki enn byrjuð að taka myndir en myndaæðið kikkar vonandi inn bráðum svo ég geti nú skellt inn e-m myndum hér.
Over and out from Kanada.


sagði Birna at 16:58

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008