fimmtudagur, september 30, 2004

ég er enn ekki komin með netið hér heima svo ég er enn að stelast inn á netið hjá einhverjum öðrum og alltaf að detta út sem reynir frekar mikið á þolinmæðina, þó svo ég sé ein þolinæðasta/þolinmóðasta manneskja sem uppi hefur verið!!!
allavega ég skrifa ekki mikið þar sem það eyðist alltaf þegar ég dett út en vona bara ég fari nú að fá netið því er komin með alveg slatta af myndum til að setja inn og lofa að skrifa fullt því það er allavega frá nógu að segja, því þetta er bara allt öðruvísi en ísland!!!
já gerður ég er alveg sammála þér er komin með algjört ógeð að þessu bloggi en man bara ekki alveg hvernig ég breyti útlitinu og hvaða síða það er sem maður nær í nýtt útlit en það vonandi reddast þegar ég er komin m netið.
jæja ætla reyna tengjast mínu neti einu sinni enn svo er komin tími til að vera smá húsmóðir og þrífa smá ( ekki merkilegra en að sópa og ef íbúðin er heppin þurka af)
er að fara keppa í fótbolta á helginni í nagano, fullt af enskumælandi liðum sem hittast og keppa ég keppi með stelpu liðinu hér frá gunma en þær eru víst ekkert sérlega góðar, margar aldrei æft né spilað mikið bolta, svo við sjáum til hvernig það fer en fór á æfingu hjá strákunum á sunnudaginn og þeir voru bara alveg ágætir og ef þeir vinna komast þeir áfram og spila í úrslitum á einhverjum risa velli sem tekur 50 þús manns, ed er að spila með þeim svo ef þeir vinna þá fær maður kanski að troða sér með og sitja á bekknum, get verið vatnsberi eða eitthvað svoleiðis :o)
jæja signalið orðið dauft svo ætla að flýta mér að publisha þetta áður en allt þurkast út
já er byrjuð að vinna frekar fyndið og komin með bíl en segi ykkur meir frá því seinna
tchau



sagði Birna at 05:27

|

{xoxo}



þriðjudagur, september 21, 2004

jæja þá er ég loksins komin til japan!!!!
reyndar búin að vera hér í rúma viku en erum ekki enn búin að fá netið hér heima svo ég hef ekki bloggað síðan ég kom. en í dag er eitthvað skrítið í gangi við erum að bíða eftir að fá netið hingað heim og það á að ske´bara á næstu dögum en þegar ég kveikti á tölvunni kom ljós sem þýðir að það sé þráðlaust net hérna hefur aldrei komið áður, svo ég bara að prófaði að connecta og allt gekk svo nú er ég sennilega á netinu hjá einhverjum öðrum hef ekki hugmynd um hverjum eða hversu lengi ég helst inni svo þetta verður bara stutt til að láta ykkur vita að allt er í fína hér hinumegin, ég byrja að vinna sennilega í næstu viku en í þessari viku er ég með öðrum kennurum að hitta bekkina sem ég mun kenna. þetta er allt svart svo ekki segja öllum vinum ykkar hér í japan að ég sé að vinna :o) ég verð að kenna á leikskólum sennilega 4 morgna svo í 2 high schools og svo með einvherja einkatíma fyrir fullorðna í tungumála skólanum sjálfum, fæ gemsa og bíl því ég þarf að keyra á milli skólanna alltaf. en líst bara helv vel á þetta, er fjölbreytt ekki alltaf í sama skólanum svo mér á alveg örugglega ekki eftir að leiðast. hitti einn leikskólann í morgun og þau eru bara fyndin öll alveg eins hoppandi og skoppandi og babblandi eitthvað sem ég skil ekki baun í. var í útilegu á síðustu helgi en skrifa meir um það og set inn myndir þegar ég verð komin með mitt eigið net, fer sennilega til tokyo á fimmtudaginn á risa fiskmarkað fæ ferskt sushi og horfa á sumo :o) get ekki beðið langar að bjóða í einn af sumogaurunum!!!
jæja komið nóg er hrædd um að ég detti ú og nái ekki að setja þetta inn og þá er allt farið til fjandans
allir að vera duglegir að senda mér meil og commenta og segja mér kjaftasögur
heilsa til allra >o)


sagði Birna at 05:45

|

{xoxo}



fimmtudagur, september 09, 2004

jájájá nú er ég í london á heathrow að bíða eftir fluginu til Japan!!!
allt búið að ganga vel so far, gat tékkað allt draslið inn frá keflavík og alla leið til japan, meira segja mi líka svo ég var komin með boarding passið í hendurnar þegar ég lenti hér í london og þurfti þá ekkert að gera nema koma mér í sofa og fara á netið og láta mér leiðast.
nú er innan við klukkutíma þangað til á að fara um borð svo ég ættla að hanga smá á netinu og fara svo og fá mér að éta áður en ég fer um borð.
ættlaði bara að láta smá í mér heyra
solla mín vertu alvegt róleg ég tók stuttbuxurnar þínar ekki með mér elín nær í nýju buxurnar á mánudaginn og þá er hægt að nálgast þær hjá henni. svo talaðu bara við hana.
allir að vera duglegir að kommenta og segja mér eitthvað skemmtilegt
verð sennilega orðin skáeygð þegar ég skrifa næst :o)
set inn myndir um leið og ég er búin að taka einhverjar
sayonara!!


sagði Birna at 13:04

|

{xoxo}



mánudagur, september 06, 2004

hey ekki á morgun ekki hinn heldur hinn þá verð ég lögð af stað til japan!!!! jeij get ekki beðið en er í matarboði núna svo má ekki vera dónaleg og hanga bara á netinu!!! blogga sennilega ekki mikið fyrr en ég er búin að koma netinu upp í japan en sjáum til ég kanski hitti á einhvern hot spot á flugvöllunum eða eitthvað svoleiðis dót!!



sagði Birna at 19:08

|

{xoxo}



miðvikudagur, september 01, 2004

nú eru bara 2 dagar eftir í vinnunni... get ekki beðið, ekki það að það sé leiðinlegt í bankanum það er bara alltaf svo helvíti gaman að hætta og byrja eitthvað nýtt. en nú ættla ég aðeins að reyna segja hvað er búið að vera í gangi í smuar eins og ég er alltaf að lofa. verslunarmannahelgin var hrein snilld alveg búin að komast að því að ísó er bara ekkert verri en einhver annar staður, byrjaði á föstudeginum með þessu líka flotta veðri svo ég og elín gátum ekki annað en farið ag fengið okkur smá bjór á höfninni!!! nei ég held það hafi verið föstudagurinn f ögurball en sú helgi var líka þvílík snilld og bara ein sú skemmtilegasta í sumar, allavega þá man ég ekki alveg hvernig föstudagskvöldið á verslunarmannahelginni var en það var skógarbrenna á laugardagskvöldinu og þar enduðum við á svalbarða og görguðum við gítarspil skúla og ??? frænda hans, svo ferjaði elín okkur yfir golfvöllinn og heim til skúla þar sem við fengum okkur tómatsósubrauð og kókómjólk og svo krassaði elín hér hjá mér, hún orkaði ekki að hjóla heim. sunnudaginn ættluðum við aðeins að kíkja til brynju og djúsa smá endaði í þessari líka snilldar pizzuveislu með mér og brynju sem algjörum meistara kokkum, bjuggum til deigið og allt, en í deiginu var smá tacco seasoning mix sem kom í stað einhvers sem vantaði, en svo átti þetta að vera kjöt veisla svo við skeltum skinku pepperoni og pulsum á og svo slatta af ost en okkur fanst vanta smá bragð svo við dreifðum saltstöngum og kókópuffs yfir og þetta var bara ein besta pizza sem ég hef smakkað. en þegar loksins var búið að elda og borða var klukkan orðin 5 að morgni mánudags og allir orðnir saddir og þreyttir svo við fórum bara heim, tók slatta af myndum þetta kvöld sem ég læt inn bráðum þarf bara að ná þeim úr hinni tölvunni og inn á þessa.
jæja nú er þetta orðið ágætis blogg ættla skrifa smá inn enska bloggið því ég skrifa enn sjaldnar inn á það en þetta :o/ og svo er ég að fara bræða undir brettið mitt og pakka því niður svo það verði reddí fyrir flugið.



sagði Birna at 19:49

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008