mánudagur, febrúar 28, 2005

held ég sé í smá vetrardvala við að blogga.
ég bara einfaldlega nenni ekki að blogga og hef heldur ekkert merkilegt að segja.
vildi bara óska honum afa til hamingju með 75 árin í dag og vildi óska að ég væri heim til að gæða mér á kræsingunum með kaffinu í dag!!!
annars getur vel verið að ég sé að koma heim í endaðan mars, er samt ekki búin að ákv, held það sé kominn tími á að fara bráðum í skóla og er eiginlega alveg búin að ákv hvað ég ættla að læra. held bara að ég sé orðin frekar sein til að sækja um í skólum og svo virðist það bara vera svo mikið vesen að ég einfaldlega nenni því ekki!!!
ss. ef einhver nennir að taka sig til og senda nokkrar umsóknir f mig til skóla hér og þar um heiminn, helst í fjöllum einhversstaðar þá væri það vel þegið, umsóknarfrestur í marga skóla er þegar útrunnin en sumir renna ekki út fyrr en 28.feb, já sem er í dag var ég að fatta svo er sennilegast ekkert á leið í skóla þetta árið!
annars er ég enn að halda í vonina um að vera áfram í japan og er á fullu að leita mér að skóla til að læra japönsku en þar sem þessir blessaðir japanir eru svo skipulagðir og tímanlega í öllu þá er nottla ums.frestur löngu runnin út alls staðar.
svo er það þriðja planið sem er að fljúga um í hausnum á mér núna og það er að fara til ástralíu í endaðan mars vera þar í 2-3 mánuði þar til sísonið byrjar í nýja sjálandi og reyna þá að vera búin að redda mér vinnu upp í fjöllum og leika mér á bretti þar fram í sept. koma þá heim og vinna og vera reddí að fara í skóla sept '06!! þetta er planið sem eins og er lítur út f að verða að veruleika en við sjáum til ég nenni ekki að fara ein svo ef einhvern langar að eyða sumrinu á nýja sjálandi á bretti eða skíðum endilega létið mig vita og við skellum okkur!
jæja þar sem ég nenni engu þessa dagana er uppvaskið orðið svo himinhátt að ekki sést í vaskinn og allt leirtau skítugt, ég borðaði morgunmatinn úr sama plastfati og ed hafði borðað sinn úr var það hreinasta sem til var og já þetta var plast skál til að geyma mat í ískáp í!! svo best að skella sér í þetta og drullast svo í vinnuna.
til hamingju með afmælið afi!!!


sagði Birna at 03:03

|

{xoxo}



fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Það sem er helst í fréttum í dag er að í dag er fyrsti dagurinn síðan í október held ég bara sem ég er bara í stuttermabol hér heima og líður bara alveg ágætlega, væri reyndar betra að vera í peysu þar sem það er kominn seinnipartur og aðeins farið að kólna, enn er of löt og þrjósk til að ná mér í hana. Ss búið að vera hið fínasta vor veður í allan og ég líka búin að vera mikið duglegri en upp á síðkastið, búin að þrífa íbúðina hátt og lágt (reyndar bara lágt og svona rétt upp að miðju og á reyndar uppvaskið eftir :o/ en allt annað var tekið), gerðir 2 stórrrrrþvottar (reyndar bara ein og hálf vél en nógu annskoti mikið samt!!), fór að synda og ættla svo að mæta snemma í vinnuna til að læra smá. Því ég hef ekki gert neina japönsku í langan tíma, var svaka dugleg rétt áður en ég fór heim datt svo niður heima en byrjaði vel þegar ég kom út aftur en svo einhvernveginn búið að vera svo mikið að gera að ég bara steingleymdi mér, en nú kemur þetta verð orðin flúent eftir nokkra daga, reyndar 3 daga helgi núna og við á leið á bretti svo ég mun byrja vel í dag og svo 3 dagar pása og svo held ég áfram af krafti á mánud!!!
Eins og ég sagði þá erum við að fara á bretti í 3 daga, keyrum um 6 leitið í fyrramálið pikkum upp aussie vin okkar á leiðinni og höldum svo áfram til Naeba í Niigata, pref sem jarðskjálftinn stóri var í haust en ég held það séu engin ummerki um hann þar sem við verðum.
Síðasta helgi var frábær, okkur tókst að leggja af stað kl 4.15 á fimmtudagsmorgun aðeins korter á eftir áætlun sem verður nú að teljast frábær árangur. Keyrðum til Zao onsen í Yamagata pref og brettuðum(sigga var eina sem kom með tillögur að nýjum orðum og mér leist ekki nógu vel á þau svo ég held mig við bretta þar til betri uppástunga kemur) þar á fimmtud. Gistum á japan style hóteli og og eyddum kvöldinu með 4 japönum sem við hittum í onseninu á hótelinu. Keyrðum af stað til Appi Kogen í Iwate pref kl 6 á föstudagsmorgun og brettuðum í Appi á föstud og laugard. Á föstud.kvöld gistum við á hótelinu sem Ed vann nótt á og þar voru alvöru rúm og vestrænn matur sem var frekar fyndinn, eiginlega bara japanskur matur aðeins poppaður upp með salati og mismunandi dressingu, reyndar snilldar steik sem var ekkert japanskt við en voru ss 5 réttir sem er ekki eins og við erum vön, fyrst allskonar smá réttir á disk svo súpa, svo fiskur (lítill heill með haus og beinum og öllu, upp á japanskan máta nema búið að kreysta sítrónu og hvítlauk yfir) svo steikin og ís í eftirrétt. Hefðu þau bara haft salat svo steik og eftirmat þá hefði þetta verið fínasta máltíð en í staðin kom þetta út sem vestrænn japanskur matur, en samt svaka gott og var mjög fegin að fá ekki hrísgrjón í morgun mat heldur egg og salat og slatta af skrítnum pylsum sem ekki einu sinni Ed fannst góðar og þá er nú mikið sagt!!
Á laugardagsseinnipart keyrðum við svo niður úr fjöllunum og yfir á ströndina, gistum þar á hósteli sem við fundum í frekar littlum og skrítnum bæ þar sem virtist ekki vera neitt líf. Vöknuðum svo snemma til að keyra alveg niðrí fjöru og sjá sólina koma upp og héldum svo áfram niður efti ströndinni, keyrðum í um 11 tíma (með stoppum og röltum og öllu) niður eftir ströndinni, frábært landslag enda stoppuðum við oft og tókum því mjög rólega. Svo um 5 leitið skelltum við okkur á hraðbrautina og brunuðum heim.
Jæja nú er þetta orðið heljarinnar póst ég sem ættlaði rétt að monta mig af að vera bara á stuttermabolnum, er reyndar orðið frekar kalt núna svo verð að fara sækja mér peysu og ættlaði líka að vera lögð af stað upp í vinnu til að fara læra!!!
Sjáiði hvað þið hafið slæm áhrif á mig, draga mig frá lærdómnum!!!
Held hún móðir mín verði nú ekki sátt við ykkur!!

til rannveigar og friðriks (siggu láru): ég bjó ekki til hotmeil fyrir ykkur bara svo ég gæti sennt meil og aldrei fengið svör til baka!!!!


sagði Birna at 07:20

|

{xoxo}



mánudagur, febrúar 07, 2005

komin heim eftir frábæra roadtrip!!!
Sem ég skrifa seinna um ættlaði bara að láta vita að allar myndir sem ég set inn eru í albúmi Japan1 og svo Japan2 þegar það verður búið til, og þar undir er yfirleitt dagsetningin sem ég set myndirnar inn!!!
Set inn myndir frá roadtrip og yakuba partyi bráðum.
Og svo eitt..
Þegar maður er að tala um hvernig brettaferðin var eða hvar eigi að snjóbretta(hræðilegt orð!!) og bara hitt og þetta í sambandi við að vera á bretti þá segi ég yfirleitt ride á ensku en mig vantar orð á ísl til að nota þegar ég er að skrifa á blogginu. Brettast er asnalegt orð og snjóbretta ekki skárra og ekki er hægt að segja hvar ættlaru að ríða á helginni!!!
Svo endilega komið með orð sem ég get notað og er alvöru orð, annars fer ég bara að nota ride sem er svosem allt í hinu fínasta fyrir mér en kanski ekki besta ísl.
(veit sella mun kommenta á að íslenskan mín sé krapp hvort sem er!!!)
þangað til næst!!


sagði Birna at 02:07

|

{xoxo}



miðvikudagur, febrúar 02, 2005

já þið segið það kominn tími á nýtt blogg!!!
það er bara ekkert merkilegt að segja frá nema þið nennið endalaust að vera að lesa um brettaferðir hingað og þangað. Úpps gleymdi áramótaheitinu það byrjar núna.
Við erum að fara í 4 daga roadtrip sem byrjar í fyrramálið kl 4am!!!! Jebbs það er planið en er ekki alveg viss um hvernig manni gengur að vakna svona snemma :o)
Við ættlum að keyra í sýslu sem heitir Yamagata og vera á bretti á stað sem heitir Zao onsen og gista þar um nóttina keyra svo aftur snemma á föstudag til sýslu sem heitir Iwate og var þar á bretti á föstud á stað sem heitir Appi Kogen en Ed vann gistingu á vestrænu hóteli þar svo föstudagskvöldið verður lúxus á alvöru hóteli og vonand alvöru morgunmat!!! Laugardag og sunnudag erum við ekki búin að plana en ættlum annaðhvort að vera áfram í Iwate og prufa fleiri resorts þar eða keyra til baka til Yamagata og gista þar um nóttina en það kemur bara allt í ljós. Er ekki alvöru roadtrip ef það er búið að plana allt fyrirfram.
Á fimmtudaginn síðasta var Yakuba (town hall) með smá get partý til að bjóða okkur velkomin í bæinn. En partý hér eru þannig að fyrst er farið á matsölustað og borðað, þar sem alveg helling af mat og áfengi er borið á borð en maður situr bata og slefar því að fyrst eru haldnar slatti af ræðum og engin má byrja fyrr en þær eru búnar og einhver ákveðinn stendur upp og segir gjörið svo vel. Þá er bara að hakka í sig og drekka eins og passa sig í drykkjunni!!! já þetta kom úr mínum munni þó svo þetta hljómi alls ekki íkt mér en nú skal ég segja ykkur afhverju. Þau hafa þennan líka hræðilega sið hér í Japan að maður á aldrei að hella í glasið sitt sjálfur, ef þig langar í meir þá helliru í glas hjá einhverjum og þá mun einhver taka eftir að þitt glas er tómt og hell fyrir þig. En þar sem Japanir eru svo yfirmáta kurteisir og alltaf að reyna að gera öllum til geðs þá er sko passað upp á að glös séu aldrei tóm, og sama þó að glasið manns sé stútfullt svo maður geti varla lyft því án þess að hella niður þá kemur fólk og vill fá að hella í glasið manns og þá er ekkert annað að gera en að taka gúlsopa og leyfa þeim að fylla á því það er víst ekki viðeigandi að segja nei takk!! Og svona er dælt í mann mat og áfengi eins og ég veit ekki hvað og þeir þurfa nú ekki mikið áfengi þessar blessuðu verur og voru því flest allir orðnir vel skrautlegir þegar sá sem stjórnar stendur upp og segir einhvað og svo gera allir eitt klapp sem þýðir að nú sé þetta partý búið og tími til að halda á næsta stað. Jú jú allt í gúddí ennþá við í góðum gír og til í annað partý en hvað haldiði!!! við erum á leið í kareoki!!!! Já takk fyrir Birna í karioki hhhmmmm ég veit nú ekki en allavega við verðum að fara þar sem veislan er bara hálfnuð og það er dónalegt að fara í miðri veislu. Í karioki þá fær maður eitt herbergi (misstór eftir hversu margir eru) og þar er sími þar sem maður bara hringir niður og panntar það sem maður vill. En þarna er aftur farið að dæla í mann en nú eins og við könnumst við það maður fær bara sitt hálfslíters glas með bjór og drekkur það á sínum hraða. Þetta endaði á því að vera bara eitt besta skemmtun og Birna meira segja tók nokkur lög en þó aldrei án stuðnings frá einhverjum öðrum því það hefði bara einfaldlega ekki gengið, því þó textinn sé til staðar þá hef ég ekki hugmynd um hvenær ég á að singja og hvenær ekki :o)
vorum komin heim fyrir miðnætti hress og kát og alveg örugglega minnst drukkin af öllum þó við höfum mest drukkið og vorum vel í glasi, það voru bara japanarnir sem voru algjörlega út úr kortinu og vel fyndin!!!
jæja nóg í bili heyrumst eftir helgi þegar ég kem heim úr roadtrippinu
og já setti inn myndir einhvern tíma um daginn bara svona héðan og þaðan svo endilega kíkið og látið mig vita hvort þið skoðið einhverntíma þessar myndir því ef ekki þá nenni ég ekki alltaf að vera vesenast við að henda þeim inn!
og eitt í lokinn leyndarmálið um það hvernig ég komst lífs af í öllu þessu áfengi á fimmtudaginn: setti mér reglu í byrjun kvöldsins um að drekka bara úr glasinu mínu þegar einhver var að reyna að hella í það fyrir mig þannig að ég var alltaf með fullt glas fyrir framan mig og tók svo bara góðan sopa þegar einhver vildi hella í glasið mitt. Og þannig tókst mér samt að finna vel á mér þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta hefði endað ef maður hefði líka drukkið þessa á milli!!!


sagði Birna at 01:57

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008