mánudagur, nóvember 19, 2007
Já nýtt blogg segiði, ég tímdi varla að blogga aftur þar sem síðasta færsla var hundraðasta færslan á þessari síðu. En ákvað svo að blogga núna í tilefni þessa að í dag er akkurat mánuður síðan Fía átti afmæli :o) Ætli það muni ekki taka önnur 5 ár að ná upp í 200 færslur, ætli þetta verði ekki bara orðið að e-s konar live video bloggi þá. Aldrei að vita hvað tæknin kemur með.

En það hefur margt verið gert síðan síðasta blogg var skrifað, enda kominn mánuður síðan og hér gerir maður e-ð nýtt á nánast hverjum einasta degi. Svo hér koma nokkrir punktar:

-Fór til San Fran, var ekki leiðinlegt og frábært að komast í smá sól og sumar.
-Fór á BC Lions leik, kanadískur fótbolti, geggað stuð þegar ég loksins skildi reglurnar.
-Fór og sá David Beckham spila fótbolta, sennilega einn lélegasti fótbolti sem ég hef séð og er ég nokkuð viss um að strákarnir í Bí/Bol myndu valta yfir Beckham og félaga miðað við hvernig þeir spiluðu. Og ekki er Vancouver White Caps upp á marga fiska. Eiginlega er styrkleiki fótbolta hér ekki mjög góður. Hápunktur leiksins var án efa strípalingurinn sem fékk að hlaupa um völlinn í frekar langan tíma, karlræflarnir í gæslunni og löggunni stóðu bara og hrofðu á, á meðan 4 konur hlupu hann upp og endaði ein á því að tækla hann. Þá komu karlarnir, járnuðu hann og leiddu hann út af, eftir að hafa gert nákvæmlega ekki neitt til að stöðva hann! Og bónorð sem borið var upp á risaskjá í seinni hálfleiknum. Sssvvvvooooo Amerískt :o) hehe
-Horfði á UBC strákana vinna nationals sem haldið var hér í UBC. En þeir eru ss kanadískir meistarar í háskóla fótbolta (soccer). Enn og aftur frekar lélegur fótbolti en þó öllu skemmtilegra að horfa á þá en LA Galaxy og White Caps. Fraus nærri til dauða(hehe virkar ekki alveg á íslensku), skreið upp í sófa og undir teppi í náttbuxum, ullasokkum, flíspeysu OG lopapeysu þegar ég koma heim. Svaf í e-a 14 tíma og var svona frekar sybbin þegar ég vaknaði af værum blund til að fara í skólann. Ég er nú ekki mesta kuldasræfa sem til er og yfirleitt meika ég varla að vera í lopapeysunni utandyra, hvað þá innandyra er alltaf svo heitt, svo ég ss var hreinlega frosin í gegn!!
-Fór til Whistler, þó ekki til að skíða bara til að kíkja á aðstæður og svona. Var reyndar fyrsti opnunardagur þennan sama dag, en ég ekki komin með passa svo brekkurnar verða að bíða betri tíma. Þó vonandi ekki mikið lengur en fram á næstu helgi!

En ég áttaði mig á því að ég er enganvegin tilbúin fyrir púðrið í vetur, og fjallið nú þegar opið, þarf að bæta úr því svo hér kemur listi yfir það sem mig vanhagar og ef e-r í gjafmildu stuði eða er að vandræðast með of mikið af peningum þá tek ég fegins hendi við allri fjárhagslegri aðstoð sem til er. Er gjörsamlega á kúbunni en þarf samt þessar nauðsynjar fyrir veturinn :o)
-skíðapassa, Whistler er eitt þekktasta og sennilega dýrasta svæði í heimi og þar af leiðandi er passinn alveg fjári dýr :o/
-nýr jakki kæmi sér vel þar sem sá gamli er orðin frekar laskaður, en hann dugar samt svona til að byrja með, sérstaklega þar sem nýjar buxur eru komnar í hús og því ætti mér að vera sæmilega heitt í góðum neðri part. Fékk þær á þessu líka fína verði á útsölu, þar sluppu ma og pa vel þar sem þetta er jólagjöf síðasta árs frá þeim :o) ekki seinna vænna að taka hana út, farið að styttast ansi mikið í jólin. Jólaskraut komið upp víðsvegar og frést hefur af skreyttum jólatrjám í híbýlum hér á campus.
-Snjóflóða sett, sem samanstendur af íli, skóflu og stöng. Stöngin getur kannski beðið og á reyndar skóflu heima(eða pabbi á) sem ég hafði ekki rænu á að taka með. En ég kæmi nú víst að litlu gagni ef ég væri einungis með íli til að finna félaga minn í snjóflóði en ekkert til að grafa hann upp!!
-Bakhlíf er e-ð sem ég hef ætlað að fá mér lengi og aldrei látið verða af. Maður hugsar jú alltaf að maður sé ekkert að gera neitt crazy stuff og þetta reddist alveg. En slysin koma víst fyrir alla, við kynntumst því í fyrravetur og ég er ekki viss um að ég væri jafn sterk og mikil hetja og hún Arna. Ég er soddan aumingi :o) Svo bakhlíf definetly á listanum yfir mikilvæga hluti.
-Svo náttúrlega langar mig í skíði en þau verða sennilega bara leigð, er nú loksins búin að eignast klossa og við Anna þurfum því ekki að slást yfir klossum lengur.

Þá held ég að það sé upptalið, ss klossar og buxur komnar í hús en passi sem er algjört lykilatriði verður vonandi kominn um næstu helgi. Svo er bara að vona að Glitnir fari ekki að taka upp á því að neita mér um hækkun á heimild :o) hehe

Vona bara að sveinki skoði síðuna svona af og til, væri ljúft að vakna upp með íli og bakhlíf í skónum einn morguninn.

Ákvað að skella með nokkrum myndum, eru algjörlega random myndir og hafa ekkert með bloggið að gera. Nema þá myndin af strípalingnum sem ég stal af blogginu hjá Halldóru og Sveinbirni :o) Sorrý kids, vona að það sé í lagi!!


sagði Birna at 07:56

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008