mánudagur, september 03, 2007 Það hafðist að lokum að ganga frá öllu heima og pakka niður, þó svo það hafi auðvitað ekki náðstfyrir mánudag eins og planið hafði verið. Eftir að hafa tekið til í herberginu og farið með um einn og hálfan ruslapoka í rauðakrossinn, nennti ég engan vegin að pakka niður. Svo það var dregið fram á síðustu stundu og byrjaði ég að pakka um 9 leitið á þriðjudagsmorgun en planið var að leggja af stað keyrandi til Rvk klukkan 11. Þetta tókst allt og bara klukkutíma seinkun á brottför, sem er nú ekki mikið miðað við oft áður. Fyrir sunnan var margt gert til að drepa tímann, fór að horfa á Bí/Bol spila við Gróttu í því skíta veðri sem einkennir höfuðborgina yfirleitt, þeir töpuðu 1-0 en ekkert til að skammast sín fyrir því þeir hefðu alveg eins getað sett þetta eina mark. Hitti mannarana og kvöddum hvort annað, allir á leið í nám hingað og þangað. Farið á Vegamót með Fíu, Örnu og Höllu, fínasta kvöld og góður matur. Gengið frá bílamálum og hef ég nú sagt skilið við hann Krútta minn en hann er í góðu yfirlæti hjá Berg og ég held hann hafi fengið gælunafnið Skrímsli. Fía var síðan svo elskulega að henda mér upp á völl með smá stoppi hjá Ásgerði vinkonu hennar í Keflavík þar sem ég hafði náttúrlega gleymt að prenta út 2 mikilvæga pappíra. Annarsvega trygginga pappíra svo ég kæmist inn í landið og hinsvega adressuna þar sem ég ætlaði að gista fyrstu nóttina. Dvölin hér í Vancouver byrjaði vel, frábært hostel sem ég gisti á með veitingastað og bar á neðri hæðinni og eftir langt og svefnlítið ferðalag var frábært að fá góðan borgara og bjór. Eftir nokkra bjór og fullt af nýjum nöfnum að muna var svo skriðið upp á loft og lagst til svefns. Strax klukkan 10 á laugardagsmorgun var tekinn taxi til UBC og flutt inn í húsið mitt sæta. Hitti 2 af sambýlingum mínum þennan sama dag og fór í bbq með þeim um kvöldið þar sem heill hellingur af fólki sagði mér nöfn sín en ég held ég muni ekki nema svona 5 þeirra. Sunnudagurinn var tekinn með ró, rölt um svæðið, leikur á pöbbnum og svo bara snemma í háttinn. En sunnudagurinn er líka efni í annað blogg sem kemur á næstu dögum um kanadíska menningu og þátt foreldra í að krakkar byrji í háskóla :o) hehe frekar fyndið og bíómyndalegt!! Jæja ætla að fara reyna finna út úr strætó hér og fara kaupa sæng, herðatré og fleira nauðsynlegt í herbergið. Er ekki enn byrjuð að taka myndir en myndaæðið kikkar vonandi inn bráðum svo ég geti nú skellt inn e-m myndum hér. Over and out from Kanada. sagði Birna at 16:58 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|