fimmtudagur, september 27, 2007 Ekki liðin vika frá síðustu færslu og strax komið annað blogg, hvað er að ske?? Gæti verið að fyrsta prófið sé á föstudag og því kominn tími á að þykjast vera að læra en eyða tímanum í staðinn í alls kyns óþarfa!! Er td búin að þvo allan þvottinn minn, og já hann er mikill þar sem allt er notað til hins ítrasta áður en kemur að þvottadegi, skoða öll bráðnauðsynlegu bloggin sem ég hef alveg gleymt að kíkja inn á síðustu mánuðina, tékka á öllum nýfæddum og ófæddum börnum sem ég gæti hugsanlega kannast e-ð við eða bara heyrt af, fylgjast vel með fréttum og lesa allar frægafólks fréttirnar já og ryksuga neðri hæðina og stigann, og þá er nú mikið sagt þegar Birna tekur sig til og ryksugar!! Finnst ryksugur viðbjóðsleg tæki heldur skárra að sópa eða moppa þó það gerist sem ekkert allt of oft. En hér í ameríkunni (Kanada er líka í Norður-Ameríku, bara svona til að forðast e-r komment) er allt teppalagt nema svon ca 2 fermetrar sem teljast eldhús, svo það þýðir víst lítið að ætla bara að sópa. Í staðinn barðist ég við þessa risa ryksugu sem hér er og kemur mér ekki á óvart ef e-r sambýlinganna hefur farið blýantslaus í skólann, margt sem varð í vegi þessarar blessuðu sugu sem bara gjörsamlega hvarf áður en ég gat e-ð gert. Aðal ástæða þess að ég lagðist svo lágt að ryksuga var samt sú að í gær þegar ég var að stökkva út um dyrnar til að fara á leikinn mundi ég að það væri nú sennilega betra að hafa vatnsflösku með sér, ég var komin í gervigrasskóna en það eru nú ekkert strangar reglurnar hér um skófatnað innandyra svo ég bara stökk inn í eldhús til að fylla á flösku. Mundi hinsvega ekki að ég hafði notað þessa sömu skó á æfingunni í síðustu viku á þessu sama gervigrasi og leikurinn var, það er stútfullt af litlum svörtum kúlum og fullt af litlum lausum þráðum á því, þetta hafði að sjálfsögðu fest undir skónum mínu og þegar ég þaut inn í eldhús, yfir blettótta gamla teppið, hrundi allt undan og gólfið var þakið svörtum litlum gúmmíkúlum og grænum þráðum. Svo þá var lítið annað hægt að gera en að ryksuga þetta upp, þó ekki fyrr en ég kom heim eftir leikinn í gærkvöldi. Ss ekki nóg með það að ég hafi ryksugað heldur var það klukkan hálf 12 að kvöldi til, þetta samsvarar glæp, stunda þrif eftir háttatíma :o) En já við unnum leikinn í gær, 3-1, Stína íslenska stelpan sem var svo ljúf að taka mig með á æfingar skoraði eitt af mörkunum, ég ekki neitt frekar enn fyrri daginn en átti þó sendingarnar innfyrir að seinni 2 mörkunum. Þó svo síðasta færsla hafi bara verið f 3 eða 4 dögum hef ég náð að bralla ansi margt, nenni ekki að blogga mikið um það því bækurnar kalla, haha en ætla gera svona punkta blogg. -Göngutúr eftir ströndinni hér á campus á laugardag, Wreck beach. Þar er clothing optional sem þýðir að þetta er ekki nektarströnd en þú ert hinsvegar ekki skildugur til að vera í fötum. Á tveggja tíma göngu eftir stranlengjunni var ansi fyndið að ganga fram á fjölskyldu í picknik, gömul nudista hjón sem nutu þess að vera nakin saman, ástfangin pör, vinkonur að reykja jónu, hópa allsberra karlmanna, einstaka berbrjósta konur og túrista með myndavélar. -Um kvöldið var farið á skandinavískt rall í bænum, reyndar allra þjóða kvikindi sem blönduðu sér í hópinn en þetta var djamm ala skandinavía, sem þýðir ekki farið út fyrr en á miðnætti og dansað af sér rassgatið fram yfir 3. Svaka stuð!! - Sunnudagurinn var tekinn rólega fram að 4 en þá var haldið í Íslendinga grill á Spanish Banks, sem er önnur strönd hér í nágreninu. Þökk sé nýju familíunni minni hér fékk ég borgara á grillinu en ég hafði að sjálfsögðu steingleymt að spá í mat og þess háttar. En Andrea og Hallur hugsa vel um mig og gáfu mér borgara :o) Takk fyrir mig!! Frábært grill og fullt af skemmtilegu fólki. -Mánudagur var rólegur til að byrja með, ætlaði bara að hanga heima, þvo þvott og byrja að læra. En enn og aftur hugsar familían á Melfa Lane til mín og um miðjan dag fæ ég símtal frá Hall "Viltu koma á Smashing Pumpkins tónleika í kvöld??" Ha?? Ég var ekki alveg að skilja en sagði að sjálfsögðu jú en var þá frekar efins þar sem uppselt hafði verið á tónleikana í langan tíma. Hallur segist ætla að kaupa miðana og skellir á. Hringir aftur stuttu seinna, allt klappað og klárt og ég á leið á tónleika eftir nokkra tíma!!! Viljiði spá, þvílík heppni, komu inn miðar samdægurs og það virtist meira að segja vera hægt að kaupa e-a miða við dyrnar. Já heppni frá minni hlið en ekki Andreu, þar sem hún lá heima veik og sá um krúttin þeirra tvö á meðan ég fór með Halli á tónleika. Ekki laust við að ég væri með smá samviskubit en ég verð bara að bæta henni það upp e-n vegin, kannski ég gefi henni miðann minn á Spice Girls ef ég fæ miða :o) hehe held samt ekki!! En geggjaðir tónleikar í frekar litlum sal, bara 3800 manns, alveg frábært!!! Frétti samt í dag að einn 20 ára strákur hefði dáið á sjúkrahúsi eftir að hafa verið borinn meðvitundarlaus út. Ekki vitað almennilega hvað skeði en maður tók ekki eftir neinu á tónleikunum þó ég hafi verið alveg fremst þar sem security átti að hafa náð honum upp og borið út. -Þriðjudagurinn var ansi þreyttur, erfitt að halda einbeitningu í tíma og þurfti nokkrum sinnum að fara út og fá mér ferskt loft til að sofna ekki. Leikur um kvöldið, við unnum en átti engan stjörnuleik, enda ekki beint í formi til að gera mikið :oS Jæja þvílíka úber blogg sem þetta er orðið, gerist ekki oft en megið búast við nokkrum þar sem ég á eftir að fara í nokkur miðsvetrarpróf :o) Fréttir af myndasíðunni, ég bjó til fotka síðu og reyndi að hlaða inn myndum í albúm, tókst ekki og síðan datt út og nú veit ég ekki hvar ég finn hana, en það tekst vonandi að lokum og þá koma e-ar myndir inn. Farin að lesa fyrir Medical Anthropology!! Bara spennandi. sagði Birna at 05:29 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|