þriðjudagur, desember 12, 2006

Já það varð ekki jafn mikið úr öllu bloggeríinu sem ég bjóst við í próflestrinum, en það er ekki af því að ég hef verið svona upptekin við að lesa!! Hef fundið mér allt milli himins og jarðar til að dunda mér við, spáð mikið í jólagjafir, þurft að skreppa nokkrum sinnum í kringluna og aðrar búðir, sjaldan skoðað jafn mikið af bloggsíðum og bakaði köku :o) En ég hef aftur á móti ekki verið að sóa tímanum í tiltekt, ræktina eða einhverja álíka óþarfa hluti. Hef reyndar verið alveg pínu dugleg að læra, lært eitthvað nánast alla daga síðan á þriðjudag í síðustu viku. Nú er bara einn dagur í próf og ég ekki alveg orðin nógu góð í þessu, á enn eftir að fara í eina og hálfa bók sem ekki hafa verið opnaðar í vetur!! Vona samt að þetta reddist einhvernvegin, haf alveg nóttina í nótt, daginn á morgun og nóttina þar á eftir svo það er nægur tími til að troða e-u dóti inn í hausinn á mér.
Já Hansína ég þakka gott boð en held ég verði að afþakka atvinnu tilboðið, þó það sé eflaust fínasta vinna að hanga með Gunna og hafa það gott þá held ég bara að þú hafir ekki efni á mér :o) Er svo fjári skemtileg og góð barnapía að verðið er sky high!!
Elín líst mjög vel á okkur í buisness, getum heklað húfur eða verið með skíðaskóla!! Eða eitthvað annað, allar tillögur vel þegnar!! Það væri geggjað stuð, ég er í fríi alla morgna fram til 1 svo hef nægan tíma í þetta :o)
Jæja best að halda áfram að læra, planið er að klára þessa hálfu bók sem ég á eftir núna og taka svo Dobe Ju´Hoansi með trompi á morgun. Fyrir áhugasama er það mjög skemtileg bók um San fólkið sem býr e-s staðar nálægt Kalaharí í Afríku, man ekki alveg hvar held það sé í Súdan eða einhversstaðar þar. Þeir eru hunters and gatherers sem eru lægstir í virðingarstiganum á Dobe svæðinu. Jafnvel þó þeir hafi verið þar fyrst. Svo man ég ekki mikið meir en held þetta sé skemtileg og auðlesin bók svo ætti að fljúga í gegnum hana!! En nú er það Við og hinir sem tekur við, 4 góðir kaflar eftir, eflaust hver öðrum áhugaverðari þar á meðal einn um rannsókn sem gerð var vestur á fjörðum um áhrif kvótans á líf kvenna í sjávarþorpum. Breytingar í sjávarbyggðum, sýn kvenna eftir Unni Dís Skaptadóttir sem er líka annar kennarinn minn í faginu sem verið er að prófa í. Svo eins gott að lesa þennan kafla vel, ekki bara um mitt heimasvæði heldur líka skrifaður af kennaranum mínum!!
Veriði sæl börnin góð, hlakka til að sjá ykkur sem flest um jólin og alla hina þegar ég sé ykkur.
Njótið lífsins og brosið, það er svo gaman, sérstaklega í prófunum :o)


sagði Birna at 00:48

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008