fimmtudagur, ágúst 17, 2006 Já það er víst dáldið síðan ég kom heim frá Fljótavík, sú ferð var alveg hreint frábær þó svo mér hafi ekki fundist seinnipartur næturgöngunnar verið það frábær á meðan á því stóð en núna 2 vikum seinna er allt gleymt og það eina sem situr eftir er góður tími með frábæru fólki og ágætis uppátækjum, t.d. göngur, sauna, sjósund, holugrill, rekaviðatínsla, leikir og bjór, og alveg örugglega margt fleira sem ég gleymi að telja upp. Helgin eftir Fljótavík var svo verslunarmannahelgin og er þetta í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér að ég er ekki að vinna (þ.e.a.s. ef ég hef verið á landinu), ég og Elín brunuðum á stað ekki nema klukkutíma á eftir áætlun um hádegi á föstudag. Leiðin lá beinustu leið í Ásbyrgi til að sjá SigurRós spila, flestir voru efins og sögðu að við myndum aldrei ná þessu en með frábærum akstri, þrautsegju og engum pissustoppum þá lögðum við í bílastæðið 5 mínútur yfir 9. Þá tók við ágætis labb inn í botn Ásbyrgis en við erum bara helv... sáttar að hljómsveitin hafi verið byrjuð að spila, því labbið inn í botn var magnað, bergmálið svakalegt og ekki séns að átta sig á því hvar hljómsveitin væri. Náðum svo að finna Heiðu og Unni sem voru ferðafélagar okkar það sem eftir var helgar, en áður hafði Kolbeinn náð okkur og rölt með okkur inn í botn. En frábært kvöld og geggjaðir tónleikar, aumingjað þið hin sem misstuð af þessu. En síðan þá hef ég: Keyrt á Egilsstaði Farið á river kayak Farið í Mývatnsböðin Séð Goðafoss og ímyndað mér Elínu á kayak fara fram af Brunað heim í svarta myrkri og þoku, kysstum rollu!!! Unnið Orðið Evrópumeistari í mýrarbolta :o) vahú!!!! Farið á ball með Stjórninni, svaka stuð! Farið suður Séð Ísland-Spánn Fengið íbúð Komið vestur Unnið Og svo er planið sem væntanlega verður búið fyrir næsta blogg: Lokahóf OK (ofurkvenna) Sálarball Vakna "fersk" fyrir æfingu allt of snemma á laugardagsmorgni!!! jæks.. Horfa á strákana vinna (eða tapa miðað við gengi í síðustu leikjum!!) Gera eitthvað helþí og reyna vera komin í form fyrir leik á sunnudag :o/ VINNA leikinn Vinna síðustu vinnuvikuna :o) vahú alltaf gaman. Vona ég verði nú búin að blogga smá einhvern tíma þarna á milli en hef samt ekkert allt of mikla trú á því. sagði Birna at 15:51 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|