fimmtudagur, júlí 20, 2006

Ég vona að þið fáið ekki áfall gott fólk en já það er að koma blogg númer 2 í júlí!!! Annað eins hefur ekki skeð á þessu ári held ég bara. En hef nú svosem ekki mikið að segja frekar en fyrri daginn, en ég er ss komin úr Fljótavík og var það náttúrlega bara snilldar ferð þó svo að mokveiðin sem mér var lofað úr vatninu hafi staðið eitthvað á sér, en loks á öðrum degi fékk ég fisk og þá var takmarkinu náð svo ég lét öðrum eftir veiðistöngina og fór og faðmaði klósettið í staðinn. Ég og afi þurftum að fresta för um einn dag af sökum Fljótavíkurpestar sem herjaði á liðið en gengum af stað á þriðjudag og þá yfir í Aðalvík í stað Hesteyrar, biðum svo í nokkra tíma eftir bátnum sem hafði seinkað um nokkra tíma en vorum svo heppin að hitta á þetta indælis fólk sem tók okkur inn og gaf okkur heitt kakó og með því. Svo var það bara smúðð sigling heim þar sem ég svaf mest allan tíma niðrí koju, væri alveg til í að búa á bát það er svo ótrúlega gott að sofa í svona smá vaggi. Svo hefur það nú bara verið vinna og fótbolti síðan þá og stefnir í eitthvað svipað næstu vikuna eða þangað til gönguhópurinn skinny fer í Hornvík, er reyndar á leið suður á morgun að spila en ef það er eitthvað sniðugt um að vera fyrir sunnan þessa helgi endilega látið vita, nenni ekki að hanga bara og gera ekki neitt á milli leikja. Þó svo ég verði nú örugglega alveg dauð eftir að spila þar sem ég er ekki í neinni æfingu og ekkert verið að spila með í sumar :o/
En jæja komið nóg, vill að lokum óska öllum þeim nýbökuðu foreldrum sem tekið hafa þátt í barnabombu síðustu daga til hamingju með frumburðina (Hafdís+Shiran, Hákon+Sif, Arna+Bæring, Gulla+ Helgi) og Söndrú Dís til hamingju með littla brósa (og Dúa+Gróu). Þetta gerir 4 stráka og 1 stelpa, dí eins gott hún verði hörkukvendi og standi í hárinu á þessum stráklingum þegar hún eldist :o)


sagði Birna at 14:46

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008