fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Það sem er helst í fréttum í dag er að í dag er fyrsti dagurinn síðan í október held ég bara sem ég er bara í stuttermabol hér heima og líður bara alveg ágætlega, væri reyndar betra að vera í peysu þar sem það er kominn seinnipartur og aðeins farið að kólna, enn er of löt og þrjósk til að ná mér í hana. Ss búið að vera hið fínasta vor veður í allan og ég líka búin að vera mikið duglegri en upp á síðkastið, búin að þrífa íbúðina hátt og lágt (reyndar bara lágt og svona rétt upp að miðju og á reyndar uppvaskið eftir :o/ en allt annað var tekið), gerðir 2 stórrrrrþvottar (reyndar bara ein og hálf vél en nógu annskoti mikið samt!!), fór að synda og ættla svo að mæta snemma í vinnuna til að læra smá. Því ég hef ekki gert neina japönsku í langan tíma, var svaka dugleg rétt áður en ég fór heim datt svo niður heima en byrjaði vel þegar ég kom út aftur en svo einhvernveginn búið að vera svo mikið að gera að ég bara steingleymdi mér, en nú kemur þetta verð orðin flúent eftir nokkra daga, reyndar 3 daga helgi núna og við á leið á bretti svo ég mun byrja vel í dag og svo 3 dagar pása og svo held ég áfram af krafti á mánud!!!
Eins og ég sagði þá erum við að fara á bretti í 3 daga, keyrum um 6 leitið í fyrramálið pikkum upp aussie vin okkar á leiðinni og höldum svo áfram til Naeba í Niigata, pref sem jarðskjálftinn stóri var í haust en ég held það séu engin ummerki um hann þar sem við verðum.
Síðasta helgi var frábær, okkur tókst að leggja af stað kl 4.15 á fimmtudagsmorgun aðeins korter á eftir áætlun sem verður nú að teljast frábær árangur. Keyrðum til Zao onsen í Yamagata pref og brettuðum(sigga var eina sem kom með tillögur að nýjum orðum og mér leist ekki nógu vel á þau svo ég held mig við bretta þar til betri uppástunga kemur) þar á fimmtud. Gistum á japan style hóteli og og eyddum kvöldinu með 4 japönum sem við hittum í onseninu á hótelinu. Keyrðum af stað til Appi Kogen í Iwate pref kl 6 á föstudagsmorgun og brettuðum í Appi á föstud og laugard. Á föstud.kvöld gistum við á hótelinu sem Ed vann nótt á og þar voru alvöru rúm og vestrænn matur sem var frekar fyndinn, eiginlega bara japanskur matur aðeins poppaður upp með salati og mismunandi dressingu, reyndar snilldar steik sem var ekkert japanskt við en voru ss 5 réttir sem er ekki eins og við erum vön, fyrst allskonar smá réttir á disk svo súpa, svo fiskur (lítill heill með haus og beinum og öllu, upp á japanskan máta nema búið að kreysta sítrónu og hvítlauk yfir) svo steikin og ís í eftirrétt. Hefðu þau bara haft salat svo steik og eftirmat þá hefði þetta verið fínasta máltíð en í staðin kom þetta út sem vestrænn japanskur matur, en samt svaka gott og var mjög fegin að fá ekki hrísgrjón í morgun mat heldur egg og salat og slatta af skrítnum pylsum sem ekki einu sinni Ed fannst góðar og þá er nú mikið sagt!!
Á laugardagsseinnipart keyrðum við svo niður úr fjöllunum og yfir á ströndina, gistum þar á hósteli sem við fundum í frekar littlum og skrítnum bæ þar sem virtist ekki vera neitt líf. Vöknuðum svo snemma til að keyra alveg niðrí fjöru og sjá sólina koma upp og héldum svo áfram niður efti ströndinni, keyrðum í um 11 tíma (með stoppum og röltum og öllu) niður eftir ströndinni, frábært landslag enda stoppuðum við oft og tókum því mjög rólega. Svo um 5 leitið skelltum við okkur á hraðbrautina og brunuðum heim.
Jæja nú er þetta orðið heljarinnar póst ég sem ættlaði rétt að monta mig af að vera bara á stuttermabolnum, er reyndar orðið frekar kalt núna svo verð að fara sækja mér peysu og ættlaði líka að vera lögð af stað upp í vinnu til að fara læra!!!
Sjáiði hvað þið hafið slæm áhrif á mig, draga mig frá lærdómnum!!!
Held hún móðir mín verði nú ekki sátt við ykkur!!

til rannveigar og friðriks (siggu láru): ég bjó ekki til hotmeil fyrir ykkur bara svo ég gæti sennt meil og aldrei fengið svör til baka!!!!


sagði Birna at 07:20

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008