föstudagur, janúar 21, 2005 Já það varð nú ekki alveg eins mikið af bloggi og meilum þessar 2 nætur sem ég var ein heima, ég barasta var með alveg nóg að gera (horfa á vídjó fyrrakvöldið og sofna eftir hálfa mynd svo ég var með eina og hálfa til að horfa á í gærkvöldi og að vinna til 9). Síðan ég kom aftur út hafi held ég bara allir frídagar farið í að keyra eitthvert og fara á bretti, og lítur út fyrir að verða þannig næstu mánuði. Ég er búin að fara á 3 staði og allir eru þeir frekar littlir, en tanbara sá sem ég fór fyrst á var ömurlegur + það var 2 dögum eftir að ég kom og enduðum ávart á kojufylleríi heima hjá vin okkar kvöldið áður svo: þynnka, jet lag og fullt af byrjendum sem krossabrautina eins og ég veit ekki hvað án þess að líta í kringum sig eru ekki gott combo fyrir skapið á minn!!!! En fórum svo á síðustu helgi til Kagura sem er alveg ágætis staður og er tengdur við annað svæði með gondóla sem er um 5 km á lengd, við fórum ekkert þangað yfir eyddum bara deginum í kagura sem er með nokkrar langar og fínar brekkur. Á sunnudeginum fórum við svo til tenjin daira sem er pínu staður bara 3 lyftur en ein þeirra er bara með púður, svo frábært að leika sér þar en veðrið var frekar slæmt og maður sá ekki mikið og á endanum þurftu þeir að loka lyftunni og þá var ekki mikið varið í hinar tvær sem eru þarna svo við bara fórum heim um 2 leitið. Svo liggur leiðin til Hakuba á þessari helgi sem er í Nagano þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir, held samt að við séum bara að fara á eitt af littlu svæðunum þar í kring var sennilega ekki keppt þarna. Jæja nóg komið að bretta röfli en það er bara það eina sem ég get skirfað um þar sem að allur frítími fer í það og ekki mikið annað sem við gerum. Ég byrjuð að synda aftur og ef ég á að segja eins og er þá er ég alveg afspyrnu (ef þetta er orð) légleg í skriðsundi!!! þetta er 25 metra laug og ég rétt næ að synda eina lengd og svo er það bara gamla góða bringan aftur en stefni á að bæta mig og markmiðið f lok vetrarins er að geta synt 100 metra skrið, ekki á neinum met tíma bara að komast þetta. Svo er boltinn nottla byrjaður á fullu aftur ég reyndar komst ekki fyrsta þriðjudaginn sem ég var hér því ég var í vinnunni og að sækja bílinn minn og svona og svo síðasta þri þá var ég tilbúin og renni í hlaðið hér heima og sé þá að það er ljós í íbúðinni svo ég stekk inn til að ath hvort ed sé heima og já liggur hann ekki steinrotaður upp í rúmi og ég eyddi heillöngum tíma í að koma honum fram úr og ekkert varð úr bolta því við vorum á leið í matarboð sem ég vissi ekkert um. Ég er yfirleitt í vinnunni til 6 á þri og bolti byrjar korter yfir en þar sem ég er að vinna alveg lengst í burtu akkurat á þri og er búin á rush hour þá tekur um 40 mín að komast heim svo ég yfirleitt skipti um föt á leiðinni og fer beint í bolta því er þegar búin að missa af hálftíma svo má ekki við einhverjum frekari töfum eins og þessari. Held þetta sé barasta komið nóg í bili ég er búin að röfla um allt og ekkert en held bara að líf mitt verði ekkert mjög spennadi næstu vikur, þeas ekkert spennandi að skrifa ég á eftir að skemmta mér konunglega við að prufa nýja staði og já einmitt var að fá nýtt bretti, fékk það sent í gær og hlakka ekkert smá til að prufa það :o) Svo kinntist Ed einhverjum strákum í gær sem eru báðir sponseraðir sem er svosem ekki merkilegt hér úti því það eru alveg endalaust margir með sponser hér úti en svo fattaði hann að annar þeirra er vel þekktur hér í japan fyrir hræðilegar lendingar og föll en standa svo bara upp og allt í fína með hann, svo verður örugglega ekki leiðinlegt að bretta með honum þó svo maður eigi örugglega eftir að vera með skítinn í buxunum við að horfa á hann allavega miðað við videoin sem ég sá af honum, maður gæti stundum haldið að hann mundi deyja ég mindi allavega ekki standa upp eftir svona byltur. En eins og ég sagði komið nóg að rausi í dag. Góða helgi!!!! Held nú að mín hafi tekið áramótaheitið í gegn núna!!!! sagði Birna at 02:09 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|