fimmtudagur, nóvember 18, 2004

nú vantar mig meiri hjálp en ekki í sambandi við tónlist í þetta skiptið. málið er að ég er að kenna ofvirkum strák, held hann sé ofvirkur, eða e-ð álíka, allavega ekki hægt að halda athygli hans í meir en nokkrar mínutur og þá fer hann að hlaupa um og blaðra út í loftið og engu sambandi hægt að ná við hann. hér í japan er sko ekki talað um annað fólk stundum meira segja hægt að segja að hér sé ekki talað maður þarf oft að draga orðin upp úr fólki, en jæja þegar ég reyni að spurja hvað sé að honum þá segja stelpurnar á skrifstofunni bara með vandræðalegt bros á andlitinu, eeehhhhh hann er aðeins öðruvísi!!! já ég tek eftir því en hvað eru veikindin??? hvað er að honum???? enn meira frosið bros sem lýtur út f að þýða hættu að spurja svona það er bannað að tala um annað fólk!!!! og sama svarið aftur hann er öðruvísi??? svo ég spyr er hann á lyfjum, er það e-ð alvarlegt sem er að honum eða er hann bara óþekkur og nennir ekki að vera þarna?? ( er reyndar búin að fatta að svo er ekki því hann dýrkar ensku og er helv klár þegar maður nær sambandi) enn og aftur ekkert almennilegt svar bara frosið bros og andlit sem segir ég skil ekki hvernig þú þorir að tala svona!!!! stundum stend ég á gati yfir samskiptaörðuleikum hér í landi. ekki bara milli mín og þeirra heldur þeirra á milli, oft eins og þau bara hreinlega tali ekki sama tungumálið!
en jæja allavega hjálpin sem ég ættlaði að biðja um er ef einhver þekkir einhverskonar leiki sem gott er að fara í með svona krökkum??? bara hvaða leik sem er þarf ekki að vera lærdómsríkur bara að geta haldið athygli hans og haft gaman. ég kenni honum í hálftíma og stundum fara 25 mín í að reyna tala við hann og ná sambandi og stundum förum við í leiki en þurfum að skipta um leik á mínutu fresti og ég bara hreinlega kann ekki nógu marga leiki til þess.
svo endilega ef einhver er með einhverjar hugmyndir plís let me know!!
annars allt það fína héðan f utan að ed er veikur búinn að vera veikur síðan á þriðjudag. við sem vorum að plana að fara til kyoto í 4 daga ég búin að fá frí í vinnunni á mánudaginn, búið að taka 2 vikur að finna e-n til að vinna f mig og svo er frídagur á þri, en þá er ed bara veikur og ég get unnið á mán eftir allt saman. svo nú er það bara vínfestival á laugardag, chiyoda (bærinn minn) football festival á sunnudag, frábær tímasetning!!! daginn eftir vínfestival. mánud þarf ég bara að kenna seinnipartinn og svo meira frí á þri og þá er chiyoda agricultur festival hhhmmm spennandi :o) en maður lætur nú sennilega sjá sig ef maður er á svæðinu annar aldrei að vita nema maður skelli sér e-t í smá dagsferð.
hér hafið þið það vikuskammturinn kominn
heyrums næst
og sjáumst e 3 vikur


sagði Birna at 06:20

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008