fimmtudagur, nóvember 04, 2004

þá er ég búin að borga inn á farið mitt heim svo nú er orðið alveg pottþétt að ég verð heima um jólin ég kem sennilegast 7 eða 8 des og verð fram á 6 eða 7 jan.
hér í þessu litla skrítna landi leggur maður inn á reikn hjá öðrum í gegnum hraðbanka!! ég veit nú hugsar bankafólkið bíddu varst þú ekki að vinna í banka!!! þetta getur maður vel gert heima á ísl!!! en neihhh nú skal ég segja ykkur ég var með peninga bæði bréf og klink og vildi leggja inn á reikn hjá ferðaskrifstofunni, og hún bendir mér á hraðbankann og kemur og hjálpar mér, ss maður gerir allt eins og þegar maður millifærir á tölvunni heima skrifar skíringu og allt nema svo þegar kemur að því að borga þá spyr vélin hvort ég sé með kort eða peninga, og ég var með pen svo þá opnast 2 hólf eitt f bréf og hitt f klink svo heldur vélin áfram að vinna gefur þér kvittun og e-ð kort sem konunni tókst ekki alveg að útskýra hvað var svo á endanum held ég hún hafi sagst ættla að geyma það f mig þangað til næst þegar ég þarf að gera e-ð svipað, er samt ekki alveg viss :o/ en allavega svo það best þú færð afgang ef þú hefur ekki verið með akkúrat rétta upphæð!!! ss vélin er bara eins og manneskja það þarf enga gjaldkera lengur nema f imba eins og mig sem skilja ekki japönsku og þurfa því einhvern til að gera allt fyrir sig :o)
allavega farið er mitt 7.des en er á biðlista til að fljúga með Cathay Pacific í gegnum hong kong annars flýg ég með Aeroflot (rússnesku flugfélagi) í gegnum moskvu :o) er nú alveg smá spennt f að fara til rússlands en er ekki eins viss um flugfélagið allavega var ég alltaf spurð á öllum stöðunum sem ég hringdi á viltu fljúga með rússnesku flugfélagi??? maður er aldrei spurður hvort maður vilji fljúga með japönsku eða áströlsku eða frönsku eða bara name it flugfélagi nei bara hvort maður þori að fljúga með rússnesku flugfélagi!! sem ok á enum staðnum spurði ég hvort hún (afgr konan) myndi fljúga með því og hún svaraði ja það er ódýrt og margir fljúga með þeim svo ég segi já en þú hvað mundir þú gera??? nei ég mundi fara með öðrum!!! hhmmm hughreystandi þegar maður heyrir svona frá fólkinu á ferðaskrifstofunni :o) en rússar geta sent fólk út í geiminn þá hljóta þeir að geta komið mér til englands!!! svo ég er bara spennt fyrir þessari littlu rússlands ferð minni :o)
en ég vill taka það fram ég var að panta núna til að vera snemma í því!!! komst að því að ég er alls ekki snemma því það er nánast allt upp bókað tilbaka í byrjun jan, með flestum flugfélögum nema maður geti borgað alveg hellings pening til að vera á hærra klass!!!
en svona er nú sagan sú nú er komin tími á að fara á klóið þar sem rúsínu pokinn sem ég er búin að vera að jappla á síðan í gær er að byrja renna í gegn :o)
mmmmm!!! vantar bara andrés!!! veit að nú er bubba sammála mér harharhar!!



sagði Birna at 05:28

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008