föstudagur, október 22, 2004 nú er birna í klípu!!! ég er að fara í fyrsta skitpti í einn leikskólann á mánudaginn og það er nú yfirleitt ekkert mál nema hvað haldiði að þessi blessaði leikskóli geri??? þetta er einkarekin leikskóli og flestir krakkarnir eru af mjög ríkum fjölskyldum, þetta útskýrðu þau f mér og sögðu þess vegna verða krakkarnir að læra því foreldrarnir borga hellings pening f þau að vera hér. ok en alltaf sama snobbið í svona liði afhverju halda þau að ríkir krakkar læri e-ð betur bara af því að foreldrarnir borga meiri peninga, og halda þau að ég sé ekkert að kenna krökkunum í hinum leikskólunum neitt bara af því það kostar ekki jafn mikið að vera í þeim leikskólum!!! en ok ég sagði nú bara já og ættlaði samt að kenna þeim nákvlega það sama og hinum, sem er litir dagar og léttar settningar því þetta eru nú bara 4-6 ára gamlir púkar. nei svo í þarsíðustu viku sendir leikskólinn fax upp á skrifstofu með lista yfir það sem þau vilja að krakkarnir læri, og það eru dagarnir, tölur, mánuðir, litir og e-ð fleira sem ég man ekki alveg en þetta er bara nákv það sem ég er að kenna í hinum skólunum nei svo í gær senda þau annað fax og segja að þau vilji að ég kenni krökkunum lög og á listanum eru 6 lög og nei ég á ekki bara að velja eitt eða tvö lög heldur kenna þeim öll lögin!!! ss á hálftíma með 10-15 4-6 ára krökkum á ég að ná að kenna þeim nr, liti, daga, mánuði og 6 lög!!! og það sem verra er ég kenni þeim á mánidaginn og svo ekki aftur fyrr en í desember, hvernig halda þau að púkarnir eigi eftir að mund þetta drasl ef ég treð eins miklu og hægt er inn í hausinn á þeim á stuttum tíma og svo ekkert meir í rúman mánuð!!! sénsin að þau eigi eftir að muna e-ð. en það versta er nottla eins og flestir vita sem þekkja mig vel, að þá er það mér alveg gjörsamlega ómögulegt að læra texta :o/ og þessi 6 lög sem ég á að kenna eru ekki einhver lög sem ég kann, þar sem ég kann nú ekki textann við nema mestalagi 2-3 lög, get rétt kraflað mig fram úr gamla nóa!!! og það sem gerir þetta allt bara fyndið er að við(skólinn sem ég vinn fyrir) eigum ekki nema 2 af þessum lögum á disk og ég finn hin ekki á netinu, við hringdum í leikskólann og þau sögðust eiga textann við 2 af lögunum. ss á mánudaginn er ég að fara kenna krökkum að syngja lög sem ég kann ekki, með enga músík nema kanski undirspil á píanó frá japana sem talar ekki ensku. þetta verður eitthvað fyndið en ég vorkenni nú krökkunum samt mest að fá einhverja risastóra hvíta manneskju inn í bekkinn sinn, sem byrjar að babbla á einhverju óskiljanlegu tungumáli og fer síðan að heimta að þau hermi eftir sér. en ef einhver á lag og texta við silent night, do re mi fa so la ti, mickey mouse march og bibbidi bobbidi boo þá væri það vel þegið f mánudaginn :o) annars ekkert að frétta engin svaka plön f helgina en erum að fara í kvöld heim til einhverrar konu sem er búin að vera hjálpa tveim stelpum að læra ensku og nú vill hún fá okkur í heimsókn og tala við þær og vonandi gefa okkur mat og svo það besta... hún ættlar að borga okkur fyrir :o) það eru alveg ótrúlega margir sem vilja fá mann í heimsókn og gefa manni að borða bara til að fá að æfa sig í að tala ensku, sem er nottla fínt f okkur endalaust af góðum mat :o) jæja þetta er orðið ekkert smá blogg bið að heilsa í bili kem sennilega heim um jólinn sjáumst þá ps varð aftur fyrir miklum vonbrigðum með þennan blessaða fellibyl, átti að koma þvert yfir bæinn minn og allir orðnir þvílíkt áhyggjufullir og búnir að vara mig þvílíkt við svo ég bíð spennt eftir miðnætti því þá átti hann að ganga yfir, jújú aftur rigndi alveg helling og var vindur en ekkert meiri vindur en á venjulegum degi í keflavík!!! sagði Birna at 03:07 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|