mánudagur, október 04, 2004

vel heppnuð helgi að baki keyrðum upp eftir kl 5 á laugardagsmorgun 3-4 tíma ferðalag vorum komin um hálf níu akkurat passlega fyrir leik rétt eftir 10. fyrsti leikurinn frekar skondin aldrei spilað með þeim og hafði ekki hugmynd um hvernig þær spiluðu en 2 þeirra hafa spilað áður svo er ein sem hefur aldrei spilað en er bara halv góð og varð betri og betri með hverjum leiknum ( þær eru samt allar búnar að vera æfa einusinni í viku í 2 mánuði :o)) og svo markmaðurinn okkar sem hefur einusinni áður keppt í svona móti og var þá líka í marki og er bara ótrúlega góð og frekar heppin restin var ekki mjög góð, sem betur fer spiluðum við 6 a side þau kalla þetta footsal og er á 7 manna völl kanski aðeins mjórri með minni mörkum en 7 manna, minni mörk eru nú ekki eitthvað sem ég þarf!!!!! en allavega töpuðum firsta leiknum 1-0 bölvuð óheppni þær skoruðu á fyrstu 5 min og svo lágum við í sókn en helv boltinn bara vildi ekki inn. það vara alveg ógeðslega heitt og glampandi sól enda var fésið á mér eins og tómatur um kvöldið og einhverjar brunnu aftan á hnjánum á milli stuttbuxna og sokka bara fyndið. annar leikurinn var snilld það voru komin ský og aðeins búið að kólna, við lágum í sókn ég setti heimsmet í skot á mark en ekki inn náði svo fyrir rest að skora eitt svo mín nýting var sennilega 1/10000 ég og markmaðurinn orðnar helv góðar vinkonur og eftir leikin þakkaði hún mér fyrir góða æfingu f næsta leik. en við unnum leikinn 4-0 síðasti leikurinn endaði í jafntefli 1-1 minnir mig eða 2-2 allavega hefðum átt að vinna en strikerinn átti við sama vandamál að stríða og áður, bévítans boltinn vildi ekki inn ég kenni mörkunum um þau voru ekki mikið stærri en handboltamörk, allavega þá var vítaspyrnukeppni þar sem 5 af þeim sem voru á vellinum þegar leiknum lauk tóku spyrnu, ég fór út af 1 min áður en leiknum lauk en þrátt f ótrúlega mörg framhjáskot í leiknum ákváðu þær að ég væri öruggasta skyttan ( skil persónulega ekki hvernig þær fundu það út) en ég ss þramma inn á og læt eins og ég hafi verið inn á allan tíman er látin taka síðustu spyrnuna og hver veit miðað við ótrúlega littla getu í báðum liðum þá var sitthvor varin spyrnan hjá hvorum markverði og svo stelpan úr hinu liðinu sem skaut á undan mér brenndi af þannig ef ég skoraði myndum við vinna ef ekki þá þyrfti einhver af þeim sem ekki var búin að skjóta að skjóta og ef ég á að segja eins og er voru ekki mikið fleiri sem hefðu getað drifið að markinu frá vítapunktinum svo ég bara einfaldlega varð að skora sem ég nottla gerði og við unnum :o)
en daginn eftir var svo úrslita keppni þar sem við byrjum á því að mæta liðinu sem við unnum í vítakeppni daginn áður nema þær víst eitthvað aðeins búnar að fiffa liðið og ná í fleiri manneskjur úr hinu liðinu sem þær voru með, sem ok ég nennti nú ekki að velta mér upp úr sérstaklega þar sem að á laug kvöld var þvílíkt partý og enginn tók þessu nú svakalega alvarlega, ég mætti 1 min í leik og í lang verstu ástandi þó svo ég hafi verið ein sú skársta kvöldið áður hinar voru rúllandi!!! þetta var bara einfaldlega of snemmt f mig til að spila fótbolta kl 9 á sunnudags morgni!!!! það er glæpur!!!
við allavega spiluðum aftur stóðum okkur ekkert svo illa töpuðum 4-2 sennilega mér að kenna þar sem ég var bara einhversstaðar allt annarsstaðar en á vellinum og hinar þessvegna eiginlega bara 3 plús markmaður :o/ en vorum samt allar frekar slappar og svo mikil þoka að maður rétt sá endanna á milli á vellinum og svo í miðjum leik er mér sagt frá reglu sem var sett kvöldið áður að það væri bannað að tækla.... þá nennti ég þessu nú bara ekki lengur það er ekki hægt að spila í rigningu án þess að tækla, það er aðal gamanið!!! svo ég varð frekar pirruð og svo töpum við og til að bæta á skítinn þá þurfti ég að dæma næsta leik meðan allar hinar fóru að horfa á strákana sem voru að spila annarsstaðar og voru í þvílíku stuði og komust í úrslitaleikinn. en samt mjög góð helgi svaka stuð og er aum í hverjum einasta vöðva í líkamanum.
ég ættlaði rétt að láta vita hvernig hefði gengið og enda á þessu svaka bloggi en nú verð ég að fara sofa og vona að allir strengir verði farnir á morgun (ég veit samt betur) svo æfing annað kvöld og þá er bara um að gera að teygja almennilega á eftir og leggjast svo í heitt bað.
vona ég lagi þetta blogg bráðum en orka það ekki núna
góða nótt


sagði Birna at 13:43

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008