föstudagur, mars 28, 2008 Jebbs ég lofaði nýrri færslu áður en langt um liði, og nú ætla ég að stand við það. Þetta verður reyndar bara svona smá myndablogg með myndum héðan og þaðan. Hef ekkert merkilegt að skrifa um. Bara 2 vikur eftir af skólanum (gúlpp!!) sem þýðir að tími lokaritgerða og prófa er að ganga í garð. Ég ætla nú samt að skella mér upp til Whistler á eftir og ekki koma heim fyrr en á sunnudaginn. Ég kom degi fyrr heim frá Vancouver Island en ég hafði planað, en þegar ég fór á netið á laugardagskvöldið og sá hvað það hafði snjóað mikið í Whistler þá barasta varð ég að drífa mig heim og ná einum góðum púðurdegi í viðbót. Sérstaklega þar sem það hafði ekki snjóað í rúman mánuð. Og það var sko vel þess virði að ná mánudeginum í fjallinu, einn besti dagur vetrarins með endalausu púðri!! Síðan hefur nánast ekki hætt að snjóa upp í fjalli svo það er vonandi að þessi helgi verði jafn góð. Jæja var verið að hringja, erum að leggja í hann. Hendi inn tveim myndum og svo meir eftir helgi. ![]() Tekið af ferjunni yfir á Vancouver Island, hér sést Vancouver í fjarska, Lionsgate bridge sem fer yfir til North Vancouver og er leiðin upp til Whistler er lengst til vinstri. Svo kemur skaginn sem UBC er á til hægri. Ss landið sem er aðeins hærra og er lengst til hægri er UBC campus þar sem ég bý. ![]() Ég alveg úber ánægð með páskaeggið frá ma og pa!!
Takk takk þið eruð best :o) Reddaði alveg páskunum, geggjaður dagur í fjallinu, fréttir af Mugison í Vancouver og svo ekta íslenskt páskaegg sem beið mín þegar ég kom ![]() Frekar fyndin mynd, eggið virðist stærra en hausinn á mér! Nanae pikk föst í geggjuðu púðri :o) Ég að sjálfsögðu grenjandi úr hlátri að taka myndir í stað þess að reyna að hjálpa!! sagði Birna at 22:15 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|