laugardagur, september 22, 2007


Hvaða djöfulsins æsingur er þetta í fólki!!! Ekki verið sett inn blogg hér í ár og svo kemur eitt blogg og býst fólk þá við að ég bloggi oftar en einu sinni í mánuði!! Hvaða vitleysisgangur er þetta??
Nei nei bara kidd, er ekki alveg að standa mig í þessu. En allavega sagan af innflutningsdeginum verður að býða betri tíma því núna ætla ég að stikla á stóru hvað ég hef gert síðan ég kom og henda inn nokkrum myndum. Myndasíðan sem ég var alltaf með er hætt svo mig vantar nýja myndasíðu. Ef e-r lumar á góðum síðum endilega látið mig vita, ég er ekki fan af fotka þar sem ekki er hægt að búa til albúm og svona þar, fer bara allt í einn hrærigraut, eða hvað var það flickr. Æjj þarf að skoða þetta, allavega þar til ég er búin að setja upp nýja myndasíðu hendi ég bara nokkrum inn hér og reyni að gera smá myndablogg.
Síðan ég kom hef ég:
-kynnst mínum frábæru meðleigjendum, þær eru eldhressar og skemmtilegar.
-farið á kanadískann háksóla fótboltaleik, svaka stuð.
-farið á fótboltaæfingar, minn fyrsti leikur á þriðjudag og ekki mikið verið æft!! verður e-ð skrautlegt :o)
-Farið til Vancouver Island og farið í hvalaskoðun, frábært!! Eyjan alveg óhemju falleg, borgin Victoria ekki síðri og ótrúlega vinaleg og hvalirnir sem við sáum magnaðir. Vorum á sodiak og hvalirnir komu ansi nálægt, orcas sem eru ættingjar keikó.
-Fór upp Grousse mountain, reyndar með kláf vegna fílamannsveiki á meðan flestir gengu upp. Þílíkt útsýni frá toppnum og virtist vera hið fínasta skíðasvæði, vantaði bara snjóinn en kíki pottþétt þarna upp aftur þegar snjórinn kemur. Á toppnum voru fuglar, tré, birnir og lumber jacks, sem eru karlrembu skógarhöggsmenn sem voru með sýningu sem var skemmtilega amerísk og aulalega fyndin!!
-Vaknað upp sem fílamaður, leyfi myndunum að tala hér!!

Svona vaknaði ég einn laugardaginn!!Fór axjúlí út meðal fólks og upp á fjall

Þegar ég var búin að fá steralyf hjá lækni leit þetta svona út :o) æði!!
-Fór á háskóla fótboltaleik, voru nú ekkert voðalega góðir greyin og töpuðu 1-0, fór svo á hokkí leik hjá háskólaliðinu, fyrri hluti leiksins var ekkert voða spennandi en við yfir 1-o síðasti leikhluti var svo þvílíkt fjörugur og endaði leikurinn 4-2 fyrir okkur.
-Svo hef ég bara verið á rölti hingað og þangað að skoða mig um og kynnast þessari frábæru borg.
-Jú svo hef ég náttúrlega líka farið í skólann :o) En allt um það í öðru bloggi, nú er verið að reka á eftir mér því ég er að fara niðrá strönd hérna við háskólann. Taka því rólega fyrir átök köldsins, en ég þarf væntanlega ekki að segja frá því að næturlíf svæðisins hefur "aðeins" verið kannað :o)
Jæja myndirnar koma síðar, ströndin kallar.


sagði Birna at 18:17

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008