miðvikudagur, maí 10, 2006
![]() Hhhmmmmm....... Það er spurning hvort ég eigi eitthvað að vera endurvekja þetta blogg, hef ekkert mikið að skrifa um en miðað við planið sem er komið fyrir sumarið, allar útilegurnar, fjallgöngurnar og ævintýrin sem eiga að verða þá mun ég kanski hafa eitthvað að skrifa um!!! En ættli þetta sé ekki eins og öll vor, ég kem heim frá einhverjum frábærum og geggjuðum stað, er allt of fljót að gleyma og dett strax inn í þetta lífstíðarkapphlaup hér á Íslandi, að þurfa að eiga allt og alltaf að vera í öllu tipp topp, ég byrja að plana ættla að gera hitt og þetta og sumarið virðist ættla að vera yfirfullt af skemmtilegheitum en svo kemur smarið og jú jú það er fullt að ske en svo er sumarið búið og ég átta mig á því að ég hef ekki einu sinni gert helminginn af því sem ég planaði í byrun, og í stað þess að safna öllum þeim pening sem ég "earn" þá er ég sennilega búin að splæsa í nýjum buxum, skóm, jökkum og bolum. En jæja nóg um röfl ættla að streitast á móti eins lengi og ég get og so far er ég búin að standa mig vel, ekki keypt neitt meir en kanski nokkra bjóra síðan ég kom heim á klakann fyrir mánuði, en nottla bara búin að vinna í eina viku svo hef nú kanski ekki haft mikið til að eyða :o) Allavega búin að sjá fullt og skoða og máta en er enn nógu sterk til að láta ekki undan og svo er það bara að þrauka eina viku í viðbót og þá verður Elín mætt á svæðið og stendur vonandi fast með mér í baráttunni gegn því að þurfa eiga allt flott og gott. En ég var nú bara að blogg núna til að setja þessa líku sætu mynd af mér og honum Dabba inn, við erum barasta sætust held ég :o) Svo ef einhver er á leið í einhverja ævintýraferð á næstunni endilega bjallið í mig og takið mig með, rölta upp eitthvað fjall með bretti á bakinu, eða skemmta sér á sleða einhversstaðar, þess vegna bara tjald útilegu eða smá roadtrip ég er opin fyrir öllu, helst vil ég samt leika mér smá meira í snjónum á meðan við höfum hann upp á fjöllum. Frábært væri ef einhver á snowskate sem hægt væri að leika sér á í sköflunum í allt sumar. Ættlaði að kaupa 2 áður en ég kom heim en það dróst alltaf sem betur fer og á endanum sá ég ekki fram á að koma þeim heim þar sem bretta taskan var stútfull og 31kg bakpokinn stóri 20kg og litli bakpokinn 10kg svo var að þvælast með 60kg á bakinu Austurríki-Þýskaland-England-Ísland enda var ég ekki lítið glöð að sjá Elínu á Kef velli að sækja mig gat ekki hugsað mér að bera þetta drasl lengur. En nú ættla ég að reyna að posta þessu, er búin að reyna í marga daga á tölvunni hans Hauks og gengur aldrei, nú er Haukur búin að taka tölvuna og ég bara aftur komin í gamla pcið. sagði Birna at 08:25 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|