mánudagur, febrúar 28, 2005 held ég sé í smá vetrardvala við að blogga. ég bara einfaldlega nenni ekki að blogga og hef heldur ekkert merkilegt að segja. vildi bara óska honum afa til hamingju með 75 árin í dag og vildi óska að ég væri heim til að gæða mér á kræsingunum með kaffinu í dag!!! annars getur vel verið að ég sé að koma heim í endaðan mars, er samt ekki búin að ákv, held það sé kominn tími á að fara bráðum í skóla og er eiginlega alveg búin að ákv hvað ég ættla að læra. held bara að ég sé orðin frekar sein til að sækja um í skólum og svo virðist það bara vera svo mikið vesen að ég einfaldlega nenni því ekki!!! ss. ef einhver nennir að taka sig til og senda nokkrar umsóknir f mig til skóla hér og þar um heiminn, helst í fjöllum einhversstaðar þá væri það vel þegið, umsóknarfrestur í marga skóla er þegar útrunnin en sumir renna ekki út fyrr en 28.feb, já sem er í dag var ég að fatta svo er sennilegast ekkert á leið í skóla þetta árið! annars er ég enn að halda í vonina um að vera áfram í japan og er á fullu að leita mér að skóla til að læra japönsku en þar sem þessir blessaðir japanir eru svo skipulagðir og tímanlega í öllu þá er nottla ums.frestur löngu runnin út alls staðar. svo er það þriðja planið sem er að fljúga um í hausnum á mér núna og það er að fara til ástralíu í endaðan mars vera þar í 2-3 mánuði þar til sísonið byrjar í nýja sjálandi og reyna þá að vera búin að redda mér vinnu upp í fjöllum og leika mér á bretti þar fram í sept. koma þá heim og vinna og vera reddí að fara í skóla sept '06!! þetta er planið sem eins og er lítur út f að verða að veruleika en við sjáum til ég nenni ekki að fara ein svo ef einhvern langar að eyða sumrinu á nýja sjálandi á bretti eða skíðum endilega létið mig vita og við skellum okkur! jæja þar sem ég nenni engu þessa dagana er uppvaskið orðið svo himinhátt að ekki sést í vaskinn og allt leirtau skítugt, ég borðaði morgunmatinn úr sama plastfati og ed hafði borðað sinn úr var það hreinasta sem til var og já þetta var plast skál til að geyma mat í ískáp í!! svo best að skella sér í þetta og drullast svo í vinnuna. til hamingju með afmælið afi!!! sagði Birna at 03:03 | {xoxo} |
Um mig Ekki mikið um mig að segja Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.
indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks enska bloggið mitt elín fía&sirrý ed gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o) kela kúl arna vigdís linda halla elísa+snúlla svanhvít+bumba 1981 ásta maría salka halldóra brynja mar sella fia
|