miðvikudagur, febrúar 02, 2005

já þið segið það kominn tími á nýtt blogg!!!
það er bara ekkert merkilegt að segja frá nema þið nennið endalaust að vera að lesa um brettaferðir hingað og þangað. Úpps gleymdi áramótaheitinu það byrjar núna.
Við erum að fara í 4 daga roadtrip sem byrjar í fyrramálið kl 4am!!!! Jebbs það er planið en er ekki alveg viss um hvernig manni gengur að vakna svona snemma :o)
Við ættlum að keyra í sýslu sem heitir Yamagata og vera á bretti á stað sem heitir Zao onsen og gista þar um nóttina keyra svo aftur snemma á föstudag til sýslu sem heitir Iwate og var þar á bretti á föstud á stað sem heitir Appi Kogen en Ed vann gistingu á vestrænu hóteli þar svo föstudagskvöldið verður lúxus á alvöru hóteli og vonand alvöru morgunmat!!! Laugardag og sunnudag erum við ekki búin að plana en ættlum annaðhvort að vera áfram í Iwate og prufa fleiri resorts þar eða keyra til baka til Yamagata og gista þar um nóttina en það kemur bara allt í ljós. Er ekki alvöru roadtrip ef það er búið að plana allt fyrirfram.
Á fimmtudaginn síðasta var Yakuba (town hall) með smá get partý til að bjóða okkur velkomin í bæinn. En partý hér eru þannig að fyrst er farið á matsölustað og borðað, þar sem alveg helling af mat og áfengi er borið á borð en maður situr bata og slefar því að fyrst eru haldnar slatti af ræðum og engin má byrja fyrr en þær eru búnar og einhver ákveðinn stendur upp og segir gjörið svo vel. Þá er bara að hakka í sig og drekka eins og passa sig í drykkjunni!!! já þetta kom úr mínum munni þó svo þetta hljómi alls ekki íkt mér en nú skal ég segja ykkur afhverju. Þau hafa þennan líka hræðilega sið hér í Japan að maður á aldrei að hella í glasið sitt sjálfur, ef þig langar í meir þá helliru í glas hjá einhverjum og þá mun einhver taka eftir að þitt glas er tómt og hell fyrir þig. En þar sem Japanir eru svo yfirmáta kurteisir og alltaf að reyna að gera öllum til geðs þá er sko passað upp á að glös séu aldrei tóm, og sama þó að glasið manns sé stútfullt svo maður geti varla lyft því án þess að hella niður þá kemur fólk og vill fá að hella í glasið manns og þá er ekkert annað að gera en að taka gúlsopa og leyfa þeim að fylla á því það er víst ekki viðeigandi að segja nei takk!! Og svona er dælt í mann mat og áfengi eins og ég veit ekki hvað og þeir þurfa nú ekki mikið áfengi þessar blessuðu verur og voru því flest allir orðnir vel skrautlegir þegar sá sem stjórnar stendur upp og segir einhvað og svo gera allir eitt klapp sem þýðir að nú sé þetta partý búið og tími til að halda á næsta stað. Jú jú allt í gúddí ennþá við í góðum gír og til í annað partý en hvað haldiði!!! við erum á leið í kareoki!!!! Já takk fyrir Birna í karioki hhhmmmm ég veit nú ekki en allavega við verðum að fara þar sem veislan er bara hálfnuð og það er dónalegt að fara í miðri veislu. Í karioki þá fær maður eitt herbergi (misstór eftir hversu margir eru) og þar er sími þar sem maður bara hringir niður og panntar það sem maður vill. En þarna er aftur farið að dæla í mann en nú eins og við könnumst við það maður fær bara sitt hálfslíters glas með bjór og drekkur það á sínum hraða. Þetta endaði á því að vera bara eitt besta skemmtun og Birna meira segja tók nokkur lög en þó aldrei án stuðnings frá einhverjum öðrum því það hefði bara einfaldlega ekki gengið, því þó textinn sé til staðar þá hef ég ekki hugmynd um hvenær ég á að singja og hvenær ekki :o)
vorum komin heim fyrir miðnætti hress og kát og alveg örugglega minnst drukkin af öllum þó við höfum mest drukkið og vorum vel í glasi, það voru bara japanarnir sem voru algjörlega út úr kortinu og vel fyndin!!!
jæja nóg í bili heyrumst eftir helgi þegar ég kem heim úr roadtrippinu
og já setti inn myndir einhvern tíma um daginn bara svona héðan og þaðan svo endilega kíkið og látið mig vita hvort þið skoðið einhverntíma þessar myndir því ef ekki þá nenni ég ekki alltaf að vera vesenast við að henda þeim inn!
og eitt í lokinn leyndarmálið um það hvernig ég komst lífs af í öllu þessu áfengi á fimmtudaginn: setti mér reglu í byrjun kvöldsins um að drekka bara úr glasinu mínu þegar einhver var að reyna að hella í það fyrir mig þannig að ég var alltaf með fullt glas fyrir framan mig og tók svo bara góðan sopa þegar einhver vildi hella í glasið mitt. Og þannig tókst mér samt að finna vel á mér þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta hefði endað ef maður hefði líka drukkið þessa á milli!!!


sagði Birna at 01:57

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008