laugardagur, nóvember 13, 2004

takk takk allir sem hjálpuðu mér með lagið um daginn bestur var samt bergur LITTLI frændi minn sem er algjört tölvugúrú, hann var á msn ég bað hann um lagið og eftir 2 mín var hann búinn að finna það og send mér það.
fóum á isakaja stað í gær með nokkrum úr vinnunni, fínasta kvöld sem auðvitað endaði í nokkrum bjórum. en eitt fyndið! sat og sötraði bjórinn minn og var í fínum samræðum nema hvað allt í einu ómar hrognamál í hausnum á mér, ég lít upp og legg við hlustir og viti menn þarna sitja þrír danir á þarnæsta borði við okkur og voru búnir að vera allt kvöldið, sátu meira segja fyrst á næsta borði við okkur en voru svo fengnir til að færa sig og fóru þá lengra í burtu. veit ekki afhverju allt í einu ég heyrði að þeir voru að tala dönsku, kanski bjór gefi manni betri heyrn þannig að eftir nokkra þá var ég komin með ofur heyrn og varð svo spennt og æst að ég rauk upp, skildi aumingjas fólkið sem ég var að tala við eftir með stórt spurningarmerki í fésinu, tölti yfir til þeirra og segji á minni bestu dönsku: er det dansk NI snakker??? bölvaðir svíar ég er farin að rugla öllu saman sænsku norsku dönsku þetta fer bara allt í bland get ekki einu sinni sagt eina einfalda setningu á dönsku!!! >oI gggrrrrr....
en allavega ég sest hjá þeim og byrja að spjalla, enda ekki hitt mannfólk í háa herrans tíð. en ég komst að einu að ég get ekki jack shit í dönsku lengur og á endanum bauð ég þeim bara að joina okkur á hinu borðinu og tala ensku :o) þeir ættla síðan að koma í partý sem er í kvöld svo kanski ég geri aðra tilraun við hrognamálið hver veit!!!
punktar fyrir þessa littlu lísingu mína:
isakaja= sambland að veitingarstað og bar!! NEI alls ekkert eins og sjabbabúllan sjallinn heldur næs staður þar sem maður situr á gólfinu og pantar allskonar mat en þetta eru allt littlir skammtar svo í staðinn f að hver og einn panti rétt þá er matseðillinn dreginn fram nokkrir réttir pantaðir og svo bara borða allir af öllu og sötra bjór, svo er bara setið langt fram eftir kvöldi (við sátum til 1 held ég) og pantaður meiri matur þegar fólk vill og bara tjattað og haft gaman. snilldar fyrirkomulag stefni á að opna einn slíkan á the icefjord!! þarf bara kanski að finna einhvern til að sjá um eldamennskuna :oP
mannfólk= skandinavar!!! sama hvað hver segir allir aðrir eru frík og frekar skrítnir, og það er sko alls ekki algengt að hitta skandinava hér í japppplandi. flestir halda að ég sé frá írlandi þegar ég kynni mig og tekur yfirleitt dágóðan tíma að koma þeim í skilning um hvaðan ég er. er farin að ganga með lítinn uppblásanlegan hnött á mér svo ég get bara töfrað hann fram og bent á landið mitt góða í stað allskyns handahreyfinga og teikninga út í loftið.

en jæja nóg komið af bulli
smá til siggu láru, eða gerðar eða gunnlaugs eða bara einhvers sem þekkir og getur hjáplað littlu krúttunum tveim að signa sig inn á hotmail. ég var að búa til hotmail addressu f þau og það er rannrik@hotmail.com ég sendi pabba og gunnlaugi passwordið svo nú verður bara einvher að setja hotmail á favorites f þau og kenna þeim að sign inn. og ég bíð spennt eftir meili frá þeim.
nú eru fyrstu brekkurnar að opna svo ekki langt þar til ég fer að svífa um fjöllin!!! jei jei jei get ekki beðið en næ allavega sennilega að fara nokkrum sinnum áður en ég kem heim!!!!
ligga ligga lá


sagði Birna at 03:53

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008