föstudagur, nóvember 26, 2004

já kanski komin smá tími síðan maður bloggaði síðast :o/ en er bara ekki búin að gera neitt merkilegt til að segja frá, nema ég fór á vínfestivalið á laugardaginn þar sem allir fengu gefna flösku glas og upptakara, helv sniðugt, svo fór maður og settist upp í brekku hlustaði á tónlist, í sól og blíðu ( stuttermabolur og buxur í enduðum nóv!! ekki normalt) og drakk vínið sitt. var alveg hellingur af fólki, þetta byrjaði kl 10.30 um morguninn og var búið kl 3.00 um daginn, svo þegar maður var á leiðinni heim eftir eitt stykki rauðvínsflösku fannst manni eins og kl ætti að vera eftir miðnætti en það var bara miður dagur svo við fórum á markað og fundum allskonar góðna mat og svo röltum við um moll og á leiðinni heim stoppuðum við í skemmu sem selur notað og ádýrt nýtt drasl og keyptum og borð í eldhúsið og dýnu til að sofa á (höfum sofið á tveim sængum þangað til núna, sem eru svona eins og japanskar dýnur bara ekki alveg jafn gott), allt þetta og vorum komin heim um 7-8 leitið :o) frekar fyndið en ég var svo sofnuð kl hálf níu!
sunnudagurinn fór nú mest bara í hangs fórum og horfðum á fótboltafestivalið hér í bænum og fórum svo seinnipartinn með brettið hans ed inn til að láta preppa og upp í mollið sem er opið til 10 til að kaupa jólagjafir en komum út með hillu og slá til að hafa hér heima, afmælisgjöf f mömmu ed en engar jólagjafir!! svo í ár verða engar jólagjafir f neinn!!! hahahaha
annars ekki mikið búið að ganga á ed var veikur og svo er ég búin að vera slöpp síðustu daga en er öll að hressast, held sundið í gær hafi skolað allan slappleika úr mér. það var frídagur á þriðjudag, frábært því þá er vikan svo stutt, man nú ekki alveg hvað við gerðum held bara mest ekki neitt, jú fórum á agricultural festival hér í bænum og hittum fullt af fólki og röltum um, hittum svo einn sem ed vinnur með og hann bauð okkur í mat um kvöldið, ed fór en ég lá heima sofandi drullu slöpp.
jæja nú þarf ég að koma mér í að skrifa notes um alla bekkina mína f gaurinn sem ættlar að kenna f mig meðan ég er heima, er orðin frekar spennt en er samt ekki alveg að fatta hvað það er stutt þangað til ég kem, bara um 1o dagar held ég!!!
er enn að leita mér að fari vestur svo ef einhver bíður up á far verð ég mætt í borgina seinnipart 8.des og verð tilbúin að hoppa upp í bíl og þjóta vestur um leið.
sigga fyrst einhver er búin að setja upp hotmeilið f rogf þá verða þau að senda mér meil!!!!


sagði Birna at 02:07

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008