föstudagur, október 08, 2004

komin helgi og við ekki enn búin að ákveða hvað við ættlum að gera, ég keyrði í gær í klukkutíma nærri því til að faraí vinnuna, brjáluð traffík, þegar ég kem þangað þá er ég spurð hvað ert þú að gera hér???? ég á að kenna e hálftíma!!! nei það er frí í dag og á morgun gleymdist að segja þér!!! JÁ!!!!! var ekki sátt en fékk minn fyrsta japönsku tíma í staðinn sem var gott og nú er ég orðin helv sleip. í dag er aftur frí en þarf að mæta á fund kl 6 og fá launin svo það er ekki alslæmt en þau hefðu nú samt getað haft fundinn í gær eða fyrradag eða jafnvel í morgun því þá hefði maður getað fengið þessa fínu 4 daga helgi og farið eitthvað skemmtilegt.
allavega engin plön komin f helgina, erum að spá í að fara á bretti kanski einn daginn fer eftir hvað tekur langan tíma að keyra þangað, svo á sunnudag er chiyoda sportsday allir í bænum mæta og keppa í alls konar greinum svo þangað verðum við að mæta hress og kát kl hálf níu á sunnudagsmorgni!!! veit ekki alveg hvað japanir eru að spá með activities á ókristilegum tímum!!! svo vorum við að spá í að fara niður til tokyo og eyða degi á götu sem er bara bretta og skíða búðir með alls konar góðum dílum, leita að bretta skóm f mig og svo bara sjá til hvað við finnum. japan eru svo fyndnir þurfa alltaf að vera í öllu nýjasta og flottasts svo bretti og allt drasl frá því í fyrra er á þvílíkum afslætti og þar sem okkur er nok sama hvort við erum á græjum frá í fyrra eða ár þá er slatti að drasli sem maður gæti keypt en við sjáum til, gæti samt vel verið að maður fengi nýtt bretti í vetur :o) jeij!!!
planað djamm í kvöld morgun og hinn en believe it or not efast um ég fari á meira en eitt þeirra, kíki kanski í kvöld held samt við ættlum frekar einhvert að borða og svo bara sjá til, förum á morgun þar sem einn vinur okkar er búin að skipuleggja e-ð svaka kvöld í klúbbi og tekur þátt í tískusýningu og svo þekkjum við 2 sem eru að dja þar svo kíkum þangað og á sunnudag er djammið í tokyo og efast um við nennum þangað eftir sportsday svo lítur allt út f að það verði bara smá djamm á morgun og ekki meir þessa helgina.

hey ég steingleymdi líka að segja ykkur að það var jarðskjálfti hér í fyrradag bara lítill 3, eitthvað en það var samt cool og frekar fyndið, sátum og vorum að borða og allt í einu fer allt að hristast, hey ég held þetta sé jarðskjálfti! ed: nei þau eru bara eitthvað að fíflast upp!! og þá hristist húsið ennþá meir og mynd datt ofan af sjónvarpinu, ég fór að skelli hlæja fannst þetta svo fyndið en svo bara hætti þetta stóð í svona 30 sek og svo bara allt búið. svo kom annar bara pínulítill í gærkvöldi en það var rétt nó til að láta mann brosa svo var það búið en mér finnst þetta alveg ótrúlega gaman og fyndin tilfinning e-ð :o)
jæja nóg í bili
já mamma ég fékk pakkann í gær takk takk en voru ekki íþrótta buxur þarna í??? farið að kólna slatta og orðið kalt að spila í stuttbuxum og gleymdi líka alltaf að spurja skildi ég legghlífarnar mínar eftir í íbúðinni f sunnan?? var viss um ég hefði pakkað þeim niður en finn þær bara alls ekki hér úti.
var að búa til blog f ed en hann er ekki búin að skrifa neitt á það en endilega kíkið á það einhvern tíma hann segist ættla vera svo duglegur að taka myndir á símann og setja inn :o)sagði Birna at 04:28

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008