fimmtudagur, október 07, 2004

jæja mér tókst loksnins að breyta síðunni og er bara nokkuð sátt með hana núna, og svo er netið að byrja virka hjá mér núna svo þá er komin tími til að setja inn myndir en það eru reyndar einhverjir smá byrjunarörðuleikar í gangi það er alltaf að disconnecta en held það sé bara af því ég var að ná að tengjast í fyrsta skipti hlítur að lagast. annars ekki mikið í gangi akkurat núna líkaminn loksins komin í lag eftir helgina, spilaði bolta á þriðjudagskvöld með strákunum sem ed spilar með og eftir það voru bara allar harsperrur farnar. það er að koma 3 daga helgi og við ættluðum til kyoto en held við séum hætt við það ættlum að hafa chillaða helgi erum búin að vera á fullu síðan ég kom, búin að fara til tokyo og sjá sumo, útilegu upp í fjöll og til nagano og ég er ekki búin að vera hér í mánuð. en tokyo og sumo var frábært tekur bara 1 og hálfan kltíma með lest til tokyo og þar túrhestuðumst við slatta fórum á flotta staði og tókum fullt af myndum, endalaust af ljósum og fólki og enduðum síðan á því að fara á somu sem var þvílíkt stuð og alveg ótrúlega feitir en liðugir gaurar. útilegan var flott var 3 daga helgi og við keyrðum upp eftir á laugardeginum fórum inn í bæ sem var næst þar sem við ættluðum að tjalda og keyptum mat og skoðuðum okkur um, þar er temple með öpunum 3 blinda heyrnarlausa og mállausa, við fórum reyndar ekki að skoða það en gerum það næst þegar við fórum upp eftir. keyrðum síðan enn lengra upp í fjöllin og fundum tjaldstæðið, rétt komumst upp allar brekkurnar á kagganum, hann er alveg pínulítill og mátlaus þið fáið að sjá hanm þegar myndirnar koma inn, á þessu tjaldstæði tókst okku að tjalda við hliðina á einhverjum írum ss voru allavega 100 tjöld þarna og við lentum við hliðina á eina ensku mælandi tjaldinu sem var ss í lagi þau komu út og hjálpuðu okkur að tjalda. daginn eftir ættluðum við að labba upp á eldfjall, frekar erfið ganga og við fengið okkur aðeins of mikinn bjór og viský kvöldið áður en lögðum samt af stað með nánast ekkert vatn, gangan er bara beint upp eftir fjallinu mjög bratt í 2 til 3 tíma :o( hálftíma inn í gönguna var ég búin á því og varð að fá vatn og þegar við sáum að við ættum eftir að labba allaleið nánast án þess að hafa vatn snérum við við og fórum niðrað vatninu og spilðum backgammon, ótrúlega mikið spilað í þessari ferð. seinna um daginn héldum við í aðra göngu sem er helmingi léttari bara á jafnsléttu og eftir plönkun sem búið er að leggja til að labba eftir sú ganga tók um 2 eða 3 tíma og var alvega svaka flott, við vorum alltaf að leita að öpum en sáum engann sáum samt bamba og félaga að bíta gras alveg rétt við hliðina á okkur. á áfangastað húkkuðum við okkur svo upp í lítið þorp sem var aðeins ofar og þar skelltum við okkur í onsen, bíllinn sem stoppaði voru 2 kanar sem eru á sama programi og ed og voru að koma niður af eldfjallinu sem við höfðum byrjað að labba upp, sögðu að við hefðum verið í djúpum ef við hefðum haldið áfram án þess að hafa mat og vatn. fórum öll í onsen ég ein og þeir 3 því konur og kallar fara í sitthvoru lagi og allir bara berir, svo var haldið niðrá tjaldstæði meira backgommon spilað og borðað og drukkið bjór. á mánudeginum var svo pakkað saman foss skoðaður og meiri leit að öpum, backgammon við vatnið og svo keyrðum við niðrí bæinn sem við höfðum byrjað í á laugardeginum fundum smá grasblett og spiluðum fótbolta og keyrðum svo heim. frábær helgi en engir apar og í hvert skipti sem maður segir við japani " ég vill sjá apa hvert á ég að fara?" segja þeir farðu til nikko þar er allt morandi í öpum!!!! ég var þar í 3 daga og sá ekki einn bvítans apa.
helgin framundan er ekki ákveðin kanski á bretti innanhús og útilega þar í kring kanski tokyo kanski bara hanga heima spila backgammon og borða góðan mat.


sagði Birna at 01:41

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008