föstudagur, október 29, 2004

jæja kanski komið frekar langt síðan maður bloggaði síðast.
sennilega af því ég hef þurft að vinna hvern einasta morgun í þessari viku þangað til í dag, yfirleitt fer ég á svona 1-2 leikskóla í viku en fór á 4 í þessari viku, allt of erfitt að vakna f kl 9 4 daga í röð!!!!
vikan byrjaði á mánudeginum mikla, birna fer að kenna söng!!!! mér tókst að læra 3 af lögunum nógu vel til að geta sungið þau með textann f framan mig, eitt lagið gat ég lesið textann og sungið hálft lagið en þá fór það að verða flókið svo ég bara breytti laginu og hálf rappaði það :oP og svo 2 af lögunum var bara ekki séns að ég gæti lært og hafði ekki hugmynd um hvernig lögin eru svo ég bara sleppti þeim sagði að 4 lög væru alveg nóg f púkana.
ég þarf að keyra í hálftíma til að komast þangað og alla leiðina söng ég hástöfum til að æfa mig og var nú bara orðin nokkuð góð þó ég segi sjálf frá, en svo þramma ég inn í bekkin býst við svona 10-15 krökkum eins og yfirleitt eru í bekk en nei þeim hafði dottið í hug að setja 4 bekki saman, heilan árgang af 4 og 5 ára krökkum!!!! svo þarna sátu um tæplega 100 krakkar og biðu eftir að ég mundi kenna þeim að syngja :o/ svo spyr ég hvort það sé einhver sem ættli að spila á píanóið en nei það verður engin músík ég verð bara að gjöra svo vel og standa út á miðju gólfi og syngja ég held ég viti hvernig fólkinu í idol leið og ég öfunda þau ekki nema þá að þau sennilega kunna að syngja og geta lært lög!!! en ég byrja á léttasta laginu london bridge is falling down sem eru ekki ekki nema 4 línur og eiginlega alltaf sagt það sama. það gekk alveg ágætlega því þeim hafði einhvern tíma verið kennt það áður svo eftir 10 mín er það næsta lag twinkle twinkle little star og jú jú ég var búin að læra það sæmilega vel en þurfti samt að lesa textann af blaði og krökkunum hafði líka verið kennt þetta áður og þau kunnu það á japönsku svo gekk alveg ágætlega en svo kom silent night, hver heilvita maður reynir að láta 4-5 krakka læra þetta lag og hvað þá á öðru tungumáli. en þarna stóð ég og gaulaði með ekkert undirspil svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta var falskt!!! þau kunnu lagið á japönsku og reyndu á ensku en er bara allt of erfitt f þau en held allir hafi verið orðnir sáttir þegar við byrjuðum á 4 laginu, jú eins og áður kunnu þau það á japönsku en aldrei heyrt það á ensku og efast um að kennararnir hafi heyrt það því þegar ég söng það þá kom þvílíkur hræðslu svipur á andlitin á þeim og ég reyndi að kenna krökkunum og kennurunum líka ekkert gekk svo ég hætti bara og gerði höfuð herðar hné og svo hókí pókí :o) þetta síðasta lag var lagið sem ég gat bara sungið helmingin af og söng rappaði svo seinni helminginn svo ég var mjög fegin þegar ég sá það var ekki séns f púkana að læra það og hætti bara.
ég kom allavega lifandi út úr þessu kennararnir voru bara sáttir held ég og ég reynslunni ríkari svo ef ykkur einhvern tíma vantar söngkennslu þá bara talið við mig og ég redda ykkur :o)

er á fullu að leita mér að flugi heim er slatti af góðum dílum svo það ætti ekki að vera neitt vesen er núna að bíða eftir einhverjum sem sagðist ættla að hringja í mig eftir 10-15 mín en held það sé komin hálftími síðan svo held ég gefi skít í hann og hringi bara á næsta stað.

sjáumst um jólin :o)



sagði Birna at 01:52

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008