miðvikudagur, október 13, 2004

þetta var nú ekki merkileg helgi hjá okkur, á föstudaginn borðuðm við eitt best curry og nan sem ég hef fengið á littlum indverskum veitingarstað í tatebayashi svo heim og horfðum á green mile og drukkum bjór. það gekk fellibylur yfir á föstudagskvöld til seint á laugardagskvöld, minn fyrsti fellibylur og ég orðin svaka spennt ogtilbúin fyrir allt að þeytast í hringi upp í loft og bara brjálað veður en nei það rigndi eins og hellt væri úr föt í sólahring og inn á milli var mikill vindur en ekkert sem hefði þeytt manni neitt út í buskann. var mjög vonsvikin mínum fyrsta fellibyl og veit ekki hvað er verið að bulla í bíómyndunum að allt hrignsnúist lengst út í buskann!!!
allavega fellibylurinn var samt nógu góð afsökun til að gera nákvæmlega ekki neitt á laugardaginn en fórum svo seinnipartinn upp til ota, ættluðum í brettabúð til að láta laga bindinguna hans ed en sú búð var lokuð svo við byrjuðum að leita að mat en rákumst á littla brettabúð við pínulittla götu einhversstaðar sem manni hefði aldrei dottið í hug að ath með búðir, gaurinn sem á búðina og var að vinna er sponsoraður og við nottla ákváðum að vingast við hann :o) gott að vingast við alla sem maður getur fengið e-ð gott út úr!!! nei það er ljótt að segja svona bara djók!!!
svo var bara matur hitt nokkra úr fótbolta liðinu hjá ed og fengið sér bjór og meiri mat og svo héldum við á stað á showið hans robbie, hann var búin að segja strákunum að það væri allt of langt að labba og tæki sennilega svona 10mín að keyra en þeir ákv samt að labba og lofa mér nóg af bjór á leiðinni svo ég legg af stað með þeim, við löbbuðum í rúman klukkutíma og jújú ég fékk bjór en hefði frekað viljað sleppa bvítans bjórnum og taka taxa.
robbie frábær í tískusýningunni, hittum fullt að japönum sem töluðu og ekki töluðu ensku og endaði á að vera bara ágætis kvöld.
sunnudeginum eytt í rúminu, fórum svo og létum laga bindinguna hjá ed og fengum upplýsingar um brettapleisið sem við fórum á á mánidaginn. var alveg sæmilegur staður ekki mjög stór en einn alveg risa stór pallur og svo hinumegin var minni pallur og reil, svo ekki mikið pláss til að gera neitt annað en stökkva eða fara á reilið og ég var nú kanski ekki alveg tilbúin á pallin eftir langa pásu en skellti mér á hann í þriðju ferð ekki annað hægt og endaði bara ágætlega er allavega enn í heilu lagi. ed reyndi við stóra en dreyf ekki yfir risastórt bil sem var frá pallinum að lendingunni, var frekar pirraður en tekur hann alveg örugglega næst. stefnum á að fara nokkrum sinnum áður en snjórinn kemur og þá ætti allt að vera komið sem maður var búin að ná eftir seasonið í fyrra.
skít veður úti, típískt haust veður rigning, reyndar bara rigning svo það er kanski ekki svo slæmt.
komin tími á mat... hhhhmmmm hver vill giska á hvað er í matinn ef ég er að elda?????


sagði Birna at 10:40

|

{xoxo}


Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta
júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008